Morgunblaðið - 19.02.2014, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.02.2014, Qupperneq 15
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Norðmenn hafa krafist þess í við- ræðum um stjórnun makrílveiða að Færeyingar loki á makrílveiðar ís- lenskra skipa í færeyskri lögsögu. Deilurnar um makrílinn lituðu við- ræður Evópusambandsins og Nor- egs í síðustu viku og kenna aðilar hvorir öðrum um að samkomulag náðist ekki. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru Norðmenn ekki að amast sérstaklega við þeim samn- ingum sem nú eru í gildi á milli Ís- lands og Færeyja. Frekar munu þeir vilja koma í veg fyrir aukinn aðgang íslenskra skipa að makrílveiðum í færeyskri lögsögu. Verulegur þröskuldur Frá kröfu Norðmanna um að Fær- eyingar loki á makrílaðgang Íslend- inga var upphaflega greint á heima- síðu samtaka sjómanna í Englandi, Wales og Norður-Írlandi, NFFO, og segir þar m.a.: „Tvíhliða viðræðurn- ar eru síðasta fórnarlambið í harðri og langri deilu um fyrirkomulag makrílveiða Íslendinga og Færey- inga. Nú er talið að aðeins sé afar lítið bil milli aðila varðandi skiptingu veiðikvóta, innan við 1% skilji á milli, en krafa Norðmanna um bann við heimild Íslendinga til að veiða í fær- eyskri lögsögu hefur nú undir lokin orðið verulegur þröskuldur á vegi samkomulags milli strandríkjanna, segir á heimasíðu NFFO. Ágreiningur Noregs og Evrópu- sambandsins hefur komið upp á yfir- borðið upp á síðkastið. Þannig lauk fundi um tvíhliða samninga þjóðanna um ýmis réttindi og aðrar tegundir en hina umdeildu uppsjávarstofna á föstudag án árangurs og sagði El- isabeth Aspaker, sjávarútvegsráð- herra Noregs, að hægt hefði verið að ná samkomulagi ef ESB hefði ekki frestað þessum og öðrum viðræðum og lengt þær. NFFO segir hins vegar á heima- síðu sinni að árangur hafi ekki náðst í tvíhliða viðræðum þar sem formað- ur norsku nefndarinnar hefði beðið um að þeim yrði hætt þar sem skoð- anir væru skiptar í norsku nefndinni. Mögulegt hefði verið að halda við- ræðum áfram á föstudagskvöldið til að ná niðurstöðu um aðrar tegundir en uppsjávarstofnana, en það hefði strandað á Norðmönnum. Færeyingar loki á Íslendinga  Norðmenn krefjast þess að Færeyingar heimili Íslendingum ekki makrílveiðar í lögsögunni  Evrópusambandið og Norðmenn kenna hvorir öðrum um að samningar náðust ekki í tvíhliða viðræðum Ljósmynd/Börkur Kjartansson Á loðnu Færeyska skipið Finnur Fríði og Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði á siglingu í Lónsbugt fyrir tveimur árum. Tvíhliða samningur » Tvíhliða samkomulag um fiskveiðar er í gildi milli Íslands og Færeyja, en árlegur fundur þjóðanna hefur ekki farið fram. » Þjóðirnar hafa gagnkvæman aðgang að veiðum á norsk- íslenskri síld. » Íslendingar mega veiða 1.300 tonn af makríl í fær- eyskri lögsögu og 2.000 tonn af Hjaltlandseyjasíld. Þessi afli er hugsaður sem óhjá- kvæmilegur meðafli við síld- veiðar. » Gagnkvæm réttindi eru í kolmunna í lögsögum þjóð- anna. Ekki mega fleiri en 12 íslensk skip vera við veiðarnar hverju sinni í færeyskri lögsögu. » Færeyingum er heimilt að veiða 5.600 tonn af bolfiski á línu og handfæri í íslenskri lög- sögu, þar af 1.200 tonn af þorski. » Færeyingar mega veiða sem nemur 5% af loðnukvótanum við Ísland ef heildarkvótinn er undir 500 þúsund tonnum. Fari kvótinn yfir þau mörk fá þeir 30 þúsund tonn að hámarki. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 ÞAÐ GETA EKKI ALLIR VERIÐ GORDJÖSS Það er mikið í mig lagt Þú veist það um leið og þú sérð hann. Það er eitthvað einstakt við Range Rover Evoque. Hönnunin grípur þig samstundis. Útlitið er loforð um ævintýri, þægindi og óbeislaða upplifun. Búnaðurinn er á heimsmælikvarða, hvort sem um ræðir aksturseiginleika, fjöðrunarbúnað, drifkerfi eða afl. Reynsluaktu Evoque og leyfðu honum að heilla þig. Hafðu samband í síma 525 8000 eða komdu í heimsókn. www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 11 4 5 *M ið að vi ð up pg ef na r vi ðm ið un ar tö lu r fr am le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri . RANGE ROVER EVOQUE – VERÐ FRÁ 8.770.000 KR. 4x4 - TD4 2,2 dísil, 9 þrepa sjálfskipting. Eyðsla 6,5 l/100 km.* BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.