Morgunblaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Matgæðingar fá gott tækifæri til að kitla bragðlaukana á næstunni. Fjöldi þekktra erlendra matreiðslumanna mun sýna hæfileika sína á Food & Fun-hátíðinni sem nú verður haldin í 13. sinn á helstu veitingahúsum Reykjavíkur. Hátíðin hefst 26. febr- úar en keppni um titilinn matreiðslu- meistari ársins, Food & Fun Chef Of The Year, verður í Hörpu laugardag- inn 1. mars. Þá verða valdir þrír best- ur kokkar hátíðarinnar, alþjóðlegir dómarar annast valið. Formlega lýk- ur svo hátíðinni 2. mars en þess skal getið að aðgangur að hátíðinni er ókeypis. Food & Fun er nú vel þekkt er- lendis. Rene Redzepi, eigandi og yf- irkokkur hins fræga NOMA í Kaup- mannahöfn, sem hefur tvívegis verið útnefnt besta veitingahús í heimi, fékk sína fyrstu, alþjóðlegu við- urkenningu á Food & Fun. Fimmtán helstu veitingahús höf- uðborgarinnar taka þátt í hátíðinni að þessu sinni, segir Jón Haukur Bald- vinsson, verkefnisstjóri Food & Fun. Hann segir áhugann á hátíðinni hafa verið að aukast á seinni árum. „Við höfum aðallega verið að bæta við veit- ingahúsum, aukinn ferðamanna- straumur hefur líka endurspeglast í þessum áhuga. Fleiri koma nú frá út- löndum en áður, stórir hópar frá Finnlandi, Skandinavíu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Við finnum fyrir miklum áhuga hjá fjölmiðlum utan- lands sem fjalla um ferðaþjónustu og matarmenningu.“ Jón Haukur segir að einnig sé nú breytt til varðandi lokakeppnina, hún fer fram í Hörpu og þar verður sýnt á breiðtjaldi hvernig kokkarnir vinna. Áhugafólk um matargerð, sem fer hratt fjölgandi eins og vinsældir sjónvarpsþátta um mat sýna, getur því bókstaflega fylgst jafnóðum með því hvað snillingarnir eru að fást við. Flestir kokkarnir hafa unnið á Michelin-stöðum Erlendu matreiðslumennirnir verða líka gestakokkar á áðurnefnd- um veitingahúsunum, en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir framúrskarandi hæfi- leika í heimalandi sínu. Æðsti gæðastimpill veitinga- staða hefur lengi verið að teljast Mic- helin-staður og flestir gestakokkarnir vinna annaðhvort á slíkum stöðum eða hafa gert það. Meðal þeirra sem nú taka þátt eru kokkur ársins í Noregi, Sven Er- ik Renaa. Úrslitakeppnin fer svo fram 1. mars í Hörpu, þar verður mikil matarhátíð fyrir alla í samstarfi Food & Fun, Búrsins matarmark- aðar og Bændasamtakanna. Fjöldi blaða- og fréttamanna kemur til landsins, bæði frá Norður- Ameríku og Evrópu til að fylgjast með hátíðinni og fjalla um hana í er- lendum fjölmiðlum, um gæði íslenska hráefnisins, matarmenningu landsins og veitingahús Reykjavíkur. Eins og undanfarin ár eru helstu bakhjarlar Food & Fun Icelandair, Reykjavík- urborg, Iceland Naturally og Sam- tök iðnaðarins, einnig styrkja Víf- ilfell og Bændasamtök Íslands hátíðina. Jón Haukur segir að- spurður að hátíðin sé haldin að vetrarlagi vegna þess að upp- runalega studdi Icelandair hana m.a. með það að markmiði að auka ferðamannastraum á veturna. Eins og kunnugt er var ferða- mannatíminn lengi bundinn við sumarið en nú hefur orðið mikil breyting þar á, að hluta vegna Food & Fun. Matargerðarlist á hæsta stigi í Hörpu Ljósmynd/Sigurjón Ragnar List Kokkar á Food & Fun einbeita sér í keppni um meistaratitil. Hópur þekktra meistara mætir að þessu sinni á hátíðina, í hópnum er ein kona. 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skýrsla Hag-fræðistofn-unar Há- skóla Íslands gefur ágæta mynd af því með hvaða hætti aðild- arumsókn að Evrópusam- bandinu var undirbúin, hversu rangar forsendur voru gefnar og hversu fráleitt er að tala um að Ísland geti fengið und- anþágur frá reglum ESB eða að samningaviðræður hafi far- ið fram. Í skýrslunni er því lýst hvernig stækkunarferli Evr- ópusambandsins hefur tekið breytingum á síðustu áratug- um og að þess vegna hafi mátt vera ljóst þegar sótt var um aðild að ferlið yrði mun lengra en haldið var fram. Og það al- varlega er að það voru ekki að- eins hinir og þessir álitsgjafar og áhugamenn um aðild Ís- lands að ESB sem gáfu vænt- ingar um að ferlið yrði stutt og einfalt með góðum mögu- leikum á undanþágum frá reglum sambandsins. Slíkar væntingar voru einnig byggð- ar upp með röngum upplýs- ingum frá utanríkisráðuneyt- inu sjálfu. Það er mikið rannsóknarefni og hlýtur að þurfa að koma til skoðunar hvort þar var aðeins fylgt fyr- irmælum Össurar Skarphéð- inssonar, þáverandi utanrík- isráðherra, eða hvort embættismenn tóku fullan þátt í hinni röngu upplýsinga- gjöf. Í þessu sambandi má nefna að utanríkisráðuneytið miðaði við að aðildarviðræður tækju um 18 mánuði, sem hefur reynst fullkomlega fjarstæðu- kennt. En það er ekkert sem þurfti að koma á óvart, því í skýrslu Hagfræðistofnunar segir að vegna þeirra breyt- inga sem orðið höfðu á stækk- unarferlinu áður en Ísland sótti um sé „óljóst“, eins og það er svo kurteislega orðað, hvers vegna miðað hafi verið við hraða umsóknarferlis sem ekki hafi lengur verið unnið eftir við mat á því hve langan tíma tæki að ljúka viðræðun- um. Annað sem sýnir blekking- arnar sem umræðan hefur byggst á eru þær væntingar sem áróðursmenn fyrir aðild hafa gefið um mögulegar und- anþágur sem Ísland átti að geta fengið frá reglum ESB. Þessi „kíkja í pakkann“- áróður er afhjúpaður með af- gerandi hætti í skýrslu Hag- fræðistofnunar, þar sem út- skýrt er um hvað viðræðurnar snúist, að enginn vilji sé hjá ESB til að veita varanlegar undanþágur og að engin dæmi séu um slíkar und- anþágur. Í skýrslunni segir að Evrópu- sambandið gangi út frá því að þau ríki sem sæki um aðild vilji ganga í sam- bandið en ekki að þau vilji kanna hvað þau fái út úr við- ræðum, enda er skýrt að það eina sem fæst út úr aðildar- viðræðunum er aðlögun um- sóknarríkisins að reglum sam- bandsins. „Í aðildarviðræðum er fjallað um skilyrði fyrir að- ild og hvernig Ísland muni taka upp og hrinda í fram- kvæmd réttarreglum sam- bandsins,“ segir í skýrslunni. Þar segir einnig að innganga nýs ríkis leiði ekki til breyt- inga á sambandinu og að um- sóknarríkinu beri að sam- þykkja réttarreglur sambandsins. Ennfremur að áhersla á „aðlögun umsókn- arríkja hafi aukist frá því sem áður var“. Allt er þetta mjög skýrt og erfitt að sjá hvernig þeir sem talað hafa á annan veg ætla nú að réttlæta það blekkingartal. Ekki er síður erfitt að sjá hvernig þeir sem hafa haldið því fram að þýðingarmiklar „samningaviðræður“ um efni mögulegs aðildarsamnings hafi átt sér stað ætla að rétt- læta þá blekkingu. Ekkert í reglum Evrópusambandsins um stækkun þess réttlætir að talað sé með slíkum hætti og reynsla Íslands af þeim við- ræðum sem fram hafa farið staðfestir það. Viðræðurnar hafa snúist um aðlögun Ís- lands að Evrópusambandinu og ætlunin með þeim er að þegar viðræðunum sé lokið hafi sú aðlögun farið fram áð- ur en landið gerist aðili. Í boði eru enda engar varanlegar undanþágur frá reglunum og því ekki um neitt að semja sem máli skiptir. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er staðfesting á því sem Morgunblaðið hefur ítrekað bent á um aðildarferlið og aðlögunina. Hafi einhver vafi verið í þessum efnum hlýtur hann nú að vera úr sög- unni, nema hjá þeim sem vilja áfram rugla umræðuna og við- halda vafanum. Slíkir spuna- menn mega ekki ráða ferðinni þegar um svo stórt og mik- ilvægt mál er að ræða fyrir Ís- land. Þess vegna er nauðsyn- legt að stjórnarmeirihlutinn taki nú af skarið og afturkalli umsóknina. Ekkert getur rétt- lætt að málinu sé haldið lifandi á þeim fölsku forsendum sem raun ber vitni. Röng upplýsingagjöf utanríkisráðuneyt- isins er sérstakt rannsóknarefni} Skýrslan staðfestir blekkingarnar G etur verið að svo sé komið fyrir okkur Íslendingum að við þörfn- umst helst nú um stundir svolítils málótta? Þessi spurning hljómar auðvit- að einkennilega og þarfnast nánari skýringar. Hugtakið málótti varð til á áttunda áratugnum. Það var tískuorð á þeim tíma. Margir helstu gáfumenn þjóðarinnar höfðu þungar áhyggjur af því að opinber málverndarstefna væri farin að þjarma svo að almenningi að fólk þyrði ekki að opna munninn og segja skoðun sína á mál- efnum líðandi stundar. Það væri hrætt um að tala „vitlaust“ eða „ófínt“ mál og sæta fyrir vik- ið glósum og ákúrum málfræðispekinga sem virtust með eyrun sín úti um holt og hæðir að reyna að góma þágufallsfólk og aðra sem hras- að höfðu á vegi máldyggðanna. Skírnir, tímarit Bókmenntafélagsins, og Þjóðviljinn sál- ugi voru helsti vettvangur þessarar umræðu eins og ég man hana. Satt að segja komu þessar áhyggjur ekki alveg heim og saman við þann áhuga sem var á þessum tíma hjá almenningi á að láta í sér heyra á opinberum vettvangi, til dæmis með því að hringja í símatíma útvarpsstöðvanna eða senda dagblöðunum línur. Þetta var blómatími Vel- vakanda Morgunblaðsins. Netið var þá ekki komið til sögu. Ekki var að heyra að fólk væri almennt merkjanlega áhyggjufullt yfir orðfæri sínu. Líklega var hugmyndin um málóttann frekar skrifborðsspeki háskólamanna en raun- verulegt vandamál í þjóðfélaginu. Ekki þarf lengi að vafra á netinu um þessa mundir til að sjá að hafi málótti einhvern tíma verið þjóðfélagslegt vandamál þá er svo ekki lengur. Menn segja, skrifa og birta á stundinni það sem þeim dettur í hug. Ekki eru það alltaf fallegar hugsanir. Og ekki alltaf heil brú sjáan- leg í texta og tali. Allt samt undir fullu nafni og með mynd. Þeir sem héldu að nafnleysi væri stóra vandamálið á netinu höfðu rangt fyrir sér. „Því hefur verið haldið fram að Íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjár- munarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titt- língaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls,“ skrifaði Halldór Laxness hér um árið. Ætli nokkuð hafi í rauninni breyst frá því að þessi ádrepa var sett á blað? Ekkert vil ég frekar en að allir fái að koma meiningum sínum á framfæri. Lengi lifi lýðræðið og skoðanafrelsið! En ég veit að ég er ekki einn um að láta það eftir mér að hrista stundum höfuðið yfir þeirri stefnu sem umræðan á netinu getur tekið. Þá veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé kom- inn tími til að dusta rykið af hugmyndinni gömlu um málótt- ann – þó í breyttri mynd – og tala fyrir því að svolítil tján- ingartregða og pennafælni breiðist út um þjóðfélagið. Við hefðum áreiðanlega öll gott af því að verja meiri tíma í að hugsa og lesa. gudmundur@mbl.is Er orðin þörf fyrir málótta? Pistill Guðmundur Magnússon STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Að þessu sinni verður Bún- aðarþing sett í fyrsta sinn í tengslum við Food & Fun í Silf- urbergi, einum af sölum Hörpu, en sjálf þingstörfin verða svo á Hótel Sögu 2. - 4. mars. Bændasamtökin eiga sam- starf við Food & Fun um mat- arhátíðina en miklu skiptir að nota tækifærið og kynna ís- lenska framleiðslu þegar svo margir erlendir gestir og sér- fræðingar eru á staðnum. Ýmis afurðafyrirtæki bænda munu leggja Food & Fun lið, grillvagn sauð- fjárbænda verður fyrir utan Hörpu 1. mars og einnig hamborgarabíllinn Tudd- inn úr Kjósinni. Þar verða einnig fulltrúar Örnu á Bol- ungarvík, sem kynna mjólkurvörur, einnig Búrs matarmark- aðar sem framleiðir hvers kyns ljúfmeti. Þinghald og kokkakeppni BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.