Morgunblaðið - 19.02.2014, Page 20

Morgunblaðið - 19.02.2014, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Bóluhreinsir og dagkrem Bóluhreinsirinn virkar mjög vel á mig, bólurnar hverfa og hann sótthreinsar og græðir. Mér finnst dagkremið mjög frískandi fyrir andlitið og gefa góðan raka því ég er stundum með þurra húð. – Hlíf Sverrisdóttir www.annarosa.is Bóluhreinsirinn hefur virkað afar vel á bólur en hann er bæði bólgueyðandi og sótthreinsandi. Dagkremið er einstaklega rakagefandi og hentar vel fyrir venjulega, þurra og viðkæma húð. BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Flóttafólk frá Norður-Kóreu og mannréttindasamtök hafa fagnað nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um alvarleg mannréttindabrot í land- inu en talið er ólíklegt að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki að- gerðir gegn einræðisstjórninni í Pjongjang. Höfundar skýrslunnar segja að draga eigi leiðtoga Norður-Kóreu og helstu embættismenn hans fyrir al- þjóðlegan dómstól vegna glæpa gegn mannkyninu. Kínversk stjórnvöld, sem eru með neitunarvald í öryggis- ráðinu, höfnuðu niðurstöðum skýrsl- unnar og sögðu að gagnrýnin á N-Kóreustjórn væri „ósanngjörn“. Þriggja manna rannsóknarnefnd á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna birti í fyrradag 374 síðna skýrslu þar sem fjallað er um alvarleg mannréttindabrot í Norður-Kóreu, m.a. aftökur og morð á meintum and- ófsmönnum, þrælkun pólitískra fanga og ofbeldi gegn föngum, m.a. pynt- ingar og nauðganir. Nefndin hlýddi á vitnisburði 320 norðurkóreskra flóttamanna í Bret- landi, Japan, Suður-Kóreu og Banda- ríkjunum. Nefndin yfirheyrði einnig sérfræðinga í málefnum Norður-- Kóreu, m.a. sérfræðinga sem nota gervihnattamyndir til að rannsaka fanga- og þrælkunarbúðir í landinu. Minnir á glæpi nasista Í skýrslunni kemur fram að talið er að um 80.000 til 120.000 manns séu núna í fangabúðum sem er lýst sem helvíti á jörðu. Talið er að hundruð þúsunda manna hafi dáið fyrir aldur fram í búðunum síðustu fimm áratugi, annaðhvort verið teknir af lífi eða dáið af völdum hungurs, þrælkunar og pyntinga. Formaður rannsóknarnefndarinn- ar, Michael Kirby, sem var dómari í Ástralíu í 35 ár, sagði að mannrétt- indabrotin í Norður-Kóreu minntu hann á grimmdarverk þýskra nasista í síðari heimsstyrjöldinni og Rauðu kmeranna undir forystu Pol Pot í Kambódíu. Harðstjórnin í Norður- Kóreu ætti sér enga hliðstæðu í heim- inum nú á dögum. Kirby greip til þess ráðs að skrifa Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kór- eu, bréf þar sem hann varaði við því að Kim og hundruð handbenda hans kynnu að verða saksótt þegar fram liðu stundir fyrir glæpina. Kim Young-Soon, ein úr röðum flóttafólksins sem kom fyrir rann- sóknarnefndina, sagði það mjög mikilvægan áfanga að nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna skyldi hafa lagt fram skýrslu um „hryllinginn sem fólk hefur þurft að ganga í gegnum“ í Norður-Kóreu. „Norður-Kóreustjórn viðurkennir aldrei að til séu fanga- búðir fyrir pólitíska fanga og þessi skýrsla breytir ekki neinu á einni nóttu,“ hefur fréttaveitan AFP eftir henni. „Það þýðir samt ekki að við eigum að gefast upp. Við þurfum að safna vitnisburðum til að einhvern tíma verði hægt að nota þá sem óvé- fengjanleg sönnunargögn til að refsa þeim sem standa fyrir grimmdar- verkunum.“ Fréttaskýrendur segja það mjög ólíklegt að leiðtogarnir í Norður-Kór- eu verði saksóttir vegna þess að talið er að Kínverjar beiti neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu gegn hvers konar tilraunum til að refsa þeim sem bera ábyrgð á mannréttindabrotunum. Bill Richardson, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna, telur þó að gagnrýnin sem kemur fram í skýrslunni geti haft áhrif á stjórnina í Norður-Kóreu og hreyft við „hófsömum öflum í Pjong- jang sem átta sig á því að einhverjar breytingar eru nauðsynlegar“. Annar sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, Leoníd Petrov, segir að ekki sé til nein einföld lausn á vandamálinu. Hann telur ólíklegt að Lýst sem helvíti á jörðu  Talið er að skýrsla SÞ um Norður-Kóreu breyti litlu Ótti og heilaþvottur » Íbúar Norður-Kóreu eru heilaþvegnir frá blautu barns- beini og börn eru neydd til að horfa á aftökur til að sýna þeim hvað verði um þá sem hlýða ekki harðstjórunum. » Íbúarnir lifa í stöðugum ótta við fangelsun til lífsíðar. » Börn hafa verið neydd til að æfa í tíu stundir á dag í hálft ár til að taka þátt í skrautsýn- ingum til heiðurs leiðtoga landsins. Barni, sem dó vegna álags við slíkar æfingar, var hampað í skólunum sem hetju fyrir að hafa fórnað lífi sínu í þágu leiðtogans. Vog Flugvél Bifhjól Dúfa Haldið í álags- stellingum Jeong Kwang-il, sem var í 10 mánuði í fangelsi “Ef menn eru látnir hanga þannig í þrjá, fjóra daga, míga þeir, hafa hægðir og þorna upp ...þetta var svo kvalafullt að ég vildi frekar deyja.” Kerfisbundin, víðtæk og fjölmörg mannréttindabrot eru framin af hálfu stjórnarflokksins í Norður-Kóreu, stofnana hans og embættismanna, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. „Glæpir gegn mannkyni“ í Norður-Kóreu Helstu mannréttindabrot Hugsunar-, tjáningar- og trúfrelsi PJONGYANG SEOUL SUÐUR-KÓREA KÍNA Pólitískar fangabúðirBúðir nr. 14 Nr.15 Nr.16 Nr. 25 Nr.16 Allir fangarnir dæmdir til lífstíðar, búðirnar virðast hafa verið stækkaðar eftir árið 2005 150 km2 370 km2 560 km2 Um 1 km,2 Skiptist í tvö svæði: Nálægt stað þar sem kjarnorkusprengjur eru sprengdar í tilraunaskyni með nokkur þúsund fanga, líkist fangelsi með hámarks öryggisgæslu Talið er að hundruð þúsunda hafi dáið fyrir aldur fram í fangabúðum á síðustu fimm áratugum Um 80.000 til 120.000 pólitískir fangar eru nú í haldi Önnur fangelsi, staðfest Önnur fangelsi, óstaðfest Fangelsanir án dóms og laga, pyntingar, aftökur - Pólitískir fangar hafa horfið - Pyntingum beitt við yfirheyrslur - Kvenföngum nauðgað - Alvarleg brot einnig framin í öðrum fangelsum - Aftökur, stundum leynilegar og án réttarhalda Pyntingar og ofbeldi samkvæmt lýsingum fyrrverandi fanga Sultur Barsmíðar Höfði slegið í vegg Nauðganir Neitað um hjúkrun og læknishjálp - Pólitísk innræting - Opinber persónudýrkun - Eftirliti og refsingum beitt til að fyrirbyggja andóf - Enginn aðgangur að óháðum upplýsingum Réttur til matvæla - Ríkið einokar aðgang að matvælum - Langvarandi vannæring, fjöldi manna hefur soltið - Ríkið og leiðtogar þess hafa valdið dauða að minnsta kosti hundraða þúsunda manna Fólk frá öðrum löndum numið á brott - Talið er að yfir 200.000 manns, sem fluttir voru til N-Kóreu frá öðrum löndum, hafi horfið - Flestir þeirra eru Kóreumenn frá S-Kóreu, Japan og Kína - Einnig konur frá Evrópu, Mið-Austurlöndum og öðrum Asíulöndum Annað fyrir fanga sem eru álitnir „óforbetranlegir“ Hitt fyrir fanga sem talið er að hægt sé að „endurhæfa“ 60 cm Ferðafrelsi, búsetufrelsi - Ríkið ræður því hvar fólk býr og vinnur - Fólk má ekki ferðast út fyrir heima- hérað sitt án sérstakrar heimildar - Almenningi í raun algerlega bannað að ferðast til annarra landa EPA Rannsókn Michael Kirby með skýrslu nefndar á vegum SÞ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.