Morgunblaðið - 19.02.2014, Page 35

Morgunblaðið - 19.02.2014, Page 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Friðfinnur Ólafsson, forstjóriHáskólabíós, fæddist áStrandseljum í Ögurhreppi við Djúp 19.2. 1917. Hann var sonur Ólafs Kristjáns Þórðarsonar, bónda á Strandseljum, og k.h., Guðríðar Hafliðadóttur húsfreyju. Friðfinnur var bróðir Sólveigar, konu Hannibals Valdimarssonar og móður Jóns Baldvins, fyrrv. alþm., ráðherra og sendiherra, og Arnórs heimspekings, föður Þóru dagskrár- gerðarmanns. Meðal bræðra Friðfinns má nefna Kjartan kaupfélagsstjóra, Hafliða í Ögri og Þórð, útvegsb. í Odda. Eiginkona Friðfinns var Halldóra Anna Sigurbjörnsdóttir og eign- uðust þau sjö börn. Meðal þeirra má nefna Björn heitinn, lögfræðing og ráðuneytisstjóra, og Stefán sem var forstjóri Íslenskra aðalverktaka. Friðfinnur lauk stúdentsprófi frá MA 1938 og prófi í viðskiptafræði frá HÍ 1942. Hann var stundakennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Iðnskólann í Hafnarfirði og kenndi við MR 1958-80. Hann var for- stöðumaður hjá Viðskiptaráði, fram- kvæmdasfjóri Tjarnarbíós og síðan Háskólabíós til æviloka. Friðfinnur var lengst af fremur þungur á velli, en hafði þeim mun léttari lund. Hann var, eins og Helgi Sæmundsson komst að orði um hann sextugan: „… allra manna skemmti- legastur þegar vel liggur á honum.“ Hann var sérlega hnyttinn í til- svörum, hrókur alls fagnaðar á mannamótum, ágætur tækifæris- ræðumaður og sögumaður og prýði- legur hagyrðingur, eins og fram kom í frægum útvarpsþáttum Sveins Ás- geirssonar á sjötta áratug síðustu aldar. Friðfinnur lét sér annt um upp- runa sinn sem Vestfirðingur og Djúpmaður. Hann var jafnaðar- maður, gegndi trúnaðarstörfum fyr- ir Alþýðuflokkinn um árabil og sat lengi í stjórn Kirkjugarða Reykja- víkur. Friðfinnur er vökumaður Graf- arvogskirkjugarðs en gröf hans er fyrsta gröfin sem þar var tekin. Friðfinnur lést 7.6. 1980. Merkir Íslendingar Friðfinnur Ólafsson 90 ára Sigrún Haraldsdóttir 85 ára Anna Daníelsdóttir Erla Guðmundsdóttir Erla Ingadóttir Guðbjörg Lilja Maríusdóttir Guðmundur Árni Ásmundarson Jensey Stefánsdóttir Þórhalla Björgvinsdóttir 80 ára Baldur Kristinsson Birna Guðmundsdóttir Regína Kristinsdóttir 75 ára Birgir Guðmundsson Domingo Cabalquinto Mitas Einar Jónsson Hanna Guðrún Pétursdóttir Jón Rögnvaldsson Jósep Matthíasson 70 ára Guðni Þór Gunnarsson Jón Holbergsson Sævar Vilhelm Bullock 60 ára Anna Guðlaug Óladóttir Anna Jónsdóttir Berglind Snorradóttir Guðjón Kristinn Kristgeirsson Gunnar Hallgrímur Sigurðsson Ólafur Lárus Haraldsson Sigríður Inga Brandsdóttir Stefanía G. Eyjólfsdóttir 50 ára Árni Þorbergsson Baldur Öxdal Halldórsson Baldvin H. Sigurðsson Birgir Örn Friðjónsson Guðný Vigdís Indriðadóttir Helgi Bragason Kristveig Halldórsdóttir Margrét Bára Magnúsdóttir Ólöf Edda Steinarsdóttir Sigrún Margrét Hallgrímsdóttir Sigurbergur Kárason Valdís Erla Eiríksdóttir 40 ára Ásgeir Ómar Úlfarsson Áslaug Helga Hálfdánardóttir Gauti Már Hannesson Guðbjörg Gerður Gylfadóttir Guðný Kristín Finnsdóttir Karen Elísabet Halldórsdóttir Polina B. Alexandersdóttir Rósamunda Jóna Baldursdóttir Sigurður Ófeigsson Snorri Sturluson Tomasz Jarocki Viktor Davíð Sigurðsson Þorgrímur Hallsteinsson 30 ára Aðalheiður Rut Davíðsdóttir Dawid Spychala Guðmundur Helgi Karlsson Hildur Björg Vilhjálmsdóttir Hrafn Þorri Þórisson Ingibjörg Torfadóttir Til hamingju með daginn 30 ára Kjartan ólst upp í Vaðnesi í Grímsnesi og á Villingavatni, býr þar nú, lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri og er hesta- bóndi á Villingavatni. Foreldrar: Jón Rúnar Gunnarsson, f. 1961, pípu- lagningarmeistari á Sel- fossi, og Brúney Bjarklind Kjartansdóttir, f. 1963, starfsmaður við leikskóla og við búskap á Vill- ingavatni. Kjartan Gunnar Jónsson 40 ára Thelma ólst upp í Garðabæ, býr í Hafn- arfirði, lauk prófi í lyfja- fræði við HÍ og er lyfja- fræðingur hjá Lyfju á Nýbýlavegi. Maki: Andrés Birkir Sig- hvatsson, f. 1974, starfsm. hjá CCP. Börn: Sindri Logi og Sandra Lísa, f. 2006. Foreldrar: Sveinn Hall- dórsson, f. 1940, d. 2013, og Inga Anna Lísa Bryde, f. 1942. Thelma Ögn Sveinsdóttir 30 ára Heiða býr á Ak- ureyri, lauk prófi í hjúkr- unarfræði og stundar nú- nám í skurðhjúkrun. Maki: Snæbjörn Krist- jánsson, f. 1979, húsa- smiður. Dætur: Sara Dögg, f. 2001, og Helga Dís, f. 2008. Foreldrar: Oddný Stef- ánsdóttir, f. 1953, hjúkr- unarfræðingur, og Jón Steinn Elíasson, f. 1950, framkvæmdastjóri. Heiða Jónsdóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón reglustjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu frá 2007. „Ég hef þó fyrst og fremst verið lög- reglumaður nr. 7711 alla mína starfs- tíð.“ Hörður segist hafa „gutlað“ í íþróttum á unglingsárum. Hann sat m.a. í stjórn knattspyrnudeildar Vík- ings um skeið, sat í ritnefnd Úlfljóts, tímarits laganema, í stjórn Orators, félags laganema í HÍ og sat í Stúd- entaráði eitt kjörtímabil. Hörður sat í stjórn Lands- sambands lögreglumanna 1980-81, situr nú í sóknarnefnd Laugarnes- kirkju frá 2007, í stjórn Hjálp- arstarfs kirkjunnar frá 2011, hefur verið félagi í Lögreglukór Reykja- víkur sl. 10 ár og er formaður kórsins frá 2007. Einkaflug og sauðburður Tómstundir Harðar fara nú eink- um í golf, útiveru og hreyfingu á sumrin en í bókalestur og tónlist yfir veturinn: „Annars hef ég prófað ým- islegt um dagana, s.s. einkaflug, stangveiði og langar göngur um Hornstrandir, Hornvík, Dyrfjöll og víkurnar á Austurlandi. Um árabil fór ég á hverju ári í sauðburð austur í Hamarssel í Ham- arsfirði. Ég hef líka áhuga á vinnu- vélum, traktorum og landbúnaðar- tækjum. Sennilega er ég meiri sveitamaður en borgarbarn. Ég gift- ist borgarstúlku og ílentist því í borginni. Það minnir mig á að við eigum 40 ára hjúskaparafmæli í haust og ég á 40 ára stúdentsafmæli í vor. Þetta er því merkisár.“ Fjölskylda Eiginkona Harðar er Sigríður Hjaltadóttir, f. 17.8. 1956, þjónustu- fulltrúi í Íslandsbanka. Foreldrar hennar: Guðfinna Jensdóttir f. 2.11. 1930, húsfreyja, og Hjalti Ágústsson, f. 26.10. 1919, d. 16.12.1993, vöru- bifreiðarstjóri. Börn Harðar og Sigríðar eru Hjalti Harðarson, f. 22.5. 1976, fram- kvæmdastjóri Kjarnans í Reykjavík; Lára Harðardóttir, f. 28.11. 1979, verslunarmaður í Reykjavík; Selma Harðardóttir, f. 14.4. 1991, starfs- maður á bráðamóttöku LSH í Foss- vogi, búsett í Reykjavík. Systkini Harðar eru Margrét Jó- hannesdóttir, f. 16.6. 1952, banka- starfsmaður á Höfn í Hornafirði; Daði Jóhannesson, f. 20.11. 1955, lög- fræðingur og fulltrúi sýslumanns í Stykkishólmi; Valur Jóhannesson, f. 31.12. 1957, stýrimaður í Reykjavík; Elsa Jóhannesdóttir, f. 6.6. 1961, bú- sett í Hollandi; Gauti Jóhannesson, f. 7.3. 1964, sveitarstjóri á Djúpavogi. Hálfbróðir Harðar, sammæðra, er Þórarinn Þórarinsson, f. 5.8. 1972, kennari við Slysavarnaskóla sjó- manna í Reykjavík. Foreldrar Harðar eru Jóhannes P. Kristinsson, f. 12.8. 1928, húsasmíða- meistari í Reykjavík, og Lára Bene- diktsdóttir, f. 24.9. 1933, sjúkraliði í Reykjavík. Úr frændgarði Harðar Jóhannessonar Hörður Jóhannesson Valgerður Björnsdóttir húsfr. á Fáskrúðsfirði og í Rvík Guðni Stefánsson verkstj. á Fáskrúðsfirði og í Rvík Margrét Guðnadóttir húsfr. í Rvík Benedikt Sveinsson byggingarm. í Rvík Lára Benediktsdóttir sjúkraliði Reykjavík Kristborg Brynjólfsdóttir húsfr. á Búðum Sveinn Benediktsson hreppstj. á Búðum í Fáskrúðsfirði Elínborg Guðmundsóttir húsfr. á Arnarnúpi Guðjón Þorgeirsson b. á Arnarnúpi í Dýrafirði Daðína M. Guðjónsdóttir saumakona á Sæbóli, síðar í Rvík Kristinn Elíasson sjóm. og trésm. á Sæbóli í Dýrafirði Jóhannes P. Kristinsson byggingarmeistari Reykjavík Guðbjörg Jónsdóttir húsfr. á Auðkúlu Elías Pétursson þurrabúðarm. á Auðkúlu í Arnarfirði Valur Benediktsson húsasmiður í Rvík Bergþóra Valsdóttir Kristborg Benediktsdóttir húsfr. í Rvík Benedikt Kristjánsson bókaútgefandi, faðir Kolbrúnar Benedikts- dóttur saksóknara Már Kristjánsson yfirlæknir í Rvík Áslaug Benediktsdóttir húsfr. í Rvík Benedikt Sigurðsson aðstoðarmaður ráðherra Baldur Kristinsson bifvélavirki í Rvík Gunnar Baldurson húsgagnasmiður í Rvík, faðir Róberts Gunnars- sonar landsliðsmanns í handbolta Elsa Kristinsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Kristinn J. Albertsson jarðfræðingur Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastj. starfsgreinaf. Afls Lára Kristinsdóttir húsfr. í Rvík Jóhannes Helgason flugstjóri Halla Kristinsdóttir húsfr. í Rvík Birna Guðmundsdóttir íþróttakennari í Garða- bæ,móðir Arnars Hilm- arssonar trommara í Of Monsters and Men Matthildur Lóló Guðmundsdóttir íþróttakennari Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Lífið er litríkt Fæst í eftirfarandi verslunum: Húsasmiðju búðirnar, BYKO búðirnar, ELKO búðirnar, Hagkaups búðirnar, Byggt og Búið, Kaupfélag Skagfirðinga, Geisli, Skipavík, Aha.is, Heimkaup.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.