Morgunblaðið - 19.02.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 19.02.2014, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Komdu og veldu þér kubba eftir litum - 12 mismunandi tegundir í boði Plus-Plus bar í Krumma Dóttir mín í grunn- skóla var að lesa heima í líffræði. Þar kom skýrt fram hvað væru fagleg vís- indaleg vinnubrögð. Menn leggja fram til- gátu. Tilgátan er rök- studd. Ef hún er af- sönnuð þá kemur fram önnur tilgáta. Ef hún er sönnuð þá er komið fram lög- mál. Ég sem veiðimaður hef fylgst með fuglarannsóknum í um 30 ár. Lesið allt sem ég hef komist yfir varðandi þær. Horft á eftir tugum miljóna varið úr veiðikortasjóði, oft jafnvel ekki í takt við markmið sjóðsins! Niðurstaðan finnst mér vera harla fátækleg. Finnst við, hundruðum milljóna seinna, ekki vita miklu meira en um miðbik sein- ustu aldar þegar dr. Finnur skrifaði tvær greinar í Morgunblaðið 19. og 20. október 1950 og hrakti að rjúp- um hefði fækkað þar sem þær væru skotnar, steiktar og étnar. Við teljum rjúpur árlega. Bretar telja fyrir okkur gæsir. Svartfugl er talinn á u.þ.b. 20 ára fresti! Refa- stofninn er skotið á, í óeiginlegri merkingu. Við vitum að grágæs stendur í stað, refur og heiðagæs hafa margfaldast, svartfugli hefur fækkað frá stórum toppi í þarsíðustu talningu og rjúpu hefur fækkað jafnt og þétt. Enginn hefur sagt hvers vegna. Ég ætla að leggja fram til- gátu. Tilgátan er einföld. Sveifla rjúpunnar er háð fæðu. Sérstaklega kornsúru, sem er aðalfæða rjúp- unnar skv. t.d. rannsókn dr. Arnþórs Garðarssonar. Þegar kornsúran er bitin eða klippt virðist hún verja sig. Hún fjölgar sér með rótarskoti og myndar ekki lauk. Hún virðist einn- ig framleiða einhvers konar ensím sem virkar sem beitarvarnarefni. Þetta varnarefni, hugsanlega í sam- hengi við sníkjudýr, veldur óáran hjá rjúpunni sem aftur veldur sveifl- unni. Kornsúran er planta sem er eins og rjúpan til í einhverju formi alls staðar á norðurhveli jarðar en í mismunandi útfærslum. Tilgátan gengur út á að þegar stofninn er í hámarki þá éti hann megnið af korn- súrunni yfir veturinn. Í framhaldi hrynji síðan stofninn og þá byrji kornsúran að taka við sér aftur, minna af henni er bitið. Hægt og ró- lega fjölgi kornsúrunni, rjúpan fylgi á eftir og síðan þegar rjúpan nálgast topp þá éti hún megnið af súrunni og ný sveifla fari í gang. Með öðrum orðum: rjúpum fækkaði ekki vegna þess að þær væru skotnar og steikt- ar (dr. Finnur, Morgunblaðið 19.10. 1950). Ef þetta er ástæðan þá getur hún alveg passað við tilraunir Breta til að halda sínum rjúpnastofni uppi með því til dæmis að gefa rjúpum meltingarlyf og eins að víxlbrenna heiðar í þeim tilgangi að ná fram mismunandi ástandi á gróðri. Þá víkur sögunni að hvers vegna toppar rjúpnastofnsins eru að lækka, skv. með fylgjandi línuriti. Ég tel að það verði ekki nema að nokkru leyti skýrt með auknu afráni, þótt refastofninn hafi margfaldast. Samkvæmt tilgátunni um að rjúpan og kornsúran sveiflist saman í takt bendir lækkun topps rjúpna- sveiflunnar til að það sé mun minna af kornsúru á Íslandi. Hvað hefur breyst undanfarin 40 ár? Einhverjir mundu segja hlýnun, þar sem korn- súra flokkast sem snjódældagróður og finnst helst í skuggagiljum, skorningum og grófgerðum þúfum þar sem snjóa leysir seinast. Önnur ástæða gæti verið breytingar á gróð- urfari, hugsanlega vegna beitar og seinna fræ- og áburðardreifingar. Þriðja ástæðan og sennilega sú lík- legasta er samkeppni við heiðagæs. Heiðagæs hefur fjölgað gríðarlega á nákvæmlega sama tíma og rjúpunni fækkar. Í raun hefur stofn heiða- gæsar 10-12-faldast meðan rjúpna- stofninn hrynur. Mér var bent á í vor af Halldóri Walter Stefánssyni að heiðagæs æti mikið af kornsúru, og ungar heiðagæsir og rjúpur lifa á næstum sama fóðrinu í upphafi. Heiðagæsin er hins vegar bæði með aðeins öðruvísi meltingu og virðist þrífast á fjölhæfari fæðu. Tilgátan mín gengur út á að heiðagæsin sé að éta rjúpuna út af hálendinu. Við virðumst vera að sjá sama mynstrið gerast á Svalbarða (jakt på kort- nebbgås) þar sem rjúpnaveiði er að hrynja samfara aukningu á heiða- gæs. Ef þetta er rétt, er þá ekki veiðistjórnun á Íslandi röng? Ef heiðagæsin er að éta rjúpuna út af hálendinu, er þá þessi mikla og stanslaus aukna friðun á heiðagæs ekki mistök? Bann við veiðum í Guð- laugstungum, takmörkun í Vatna- jökulsþjóðgarði og nú fyrirhugað veiðibann í stækkuðum Þjórsár- verum eða Hofsjökulsþjóðgarði eða hvað sem verður ofan á? Væri ekki nær að reyna að auka veiðar á heiða- gæs? Ef vetrarfæði rjúpu er tak- markandi þáttur, má ekki setja spurningarmerki við núverandi veiðitíma, svona seint að haustinu, hvernig varð svona veiðistjórnun til? Má ekki setja stórt spurningarmerki við rjúpnafriðlandið á Reykjanesinu. Er veiðistjórnun á Íslandi komin eitthvað lengra en fyrir tæpum 100 árum þegar menn lögðu til að rjúpu skyldi friða fast tíunda hvert ár þar sem henni hefði fækkað þar sem hún var skotin og étin? Er ekki kominn tími til að gera fjölstofna stofnlíkan? Skoða búsvæðin. Leggja fram til- gátur og sanna þær eða afsanna? Fara að vera fagleg í veiði- og stofn- stjórnun! Hvers vegna fækkar rjúpum? Eftir Einar Krist- ján Haraldsson Einar Kristján Haraldsson » Tilgátan mín gengur út á að heiðagæsin sé að éta rjúpuna út af hálendinu. Höfundur er tæknifræðingur. 400.000 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 Samsett línurit, annarsvegar sveifla rjúpu, ás 0 til 3, og hinsvegar heild- arstofnstærð heiðagæsa. Stofnvísitala rjúpu á Íslandi 1963-2003 er reiknuð með GAM-aðferðinni. Samsett út tveim línuritum. - með morgunkaffinu Enn halda umræður áfram um starfsemi líf- eyrissjóða, um þær reglur sem eru í gildi um starfsemi þeirra, þar sem ASÍ, for- ystuafl launþegahreyf- ingar, hefur algerlega brugðist í þessu máli. Vináttusamkomulag ASÍ við atvinnurek- endur, sem gert var á sínum tíma, stendur enn, þar sem samþjöppunarvaldið stjórnar alfarið lífeyrissjóðnum Gildi með samþykki verkalýðsfélagsins Eflingar sem fer með meirihlutavald í sjóðnum ásamt atvinnurekendum. Það skal tekið fram að ég hef ítrekað bent á alvar- lega galla í lífeyriskerfi landsmanna með skrifum mínum um hvað laga- umhverfið er óhagstætt sjóðfélögum og ekki enn þykir ástæða til að breyta þessu úrelta lífeyrissjóða- kerfi sem við sjóðfélagar greiðum í. Hinn 11. janúar 2014 skrifaði Styrm- ir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgun- blaðsins, grein undir fyrirsöginni „Samspil verkalýðsfélaganna, lífeyr- issjóða og fyrirtækja“ þar sem hann bendir á hvað lífeyrissjóðir eru orðn- ir stórir aðilar í rekstri fyrirtækja. Af hverju skyldu atvinnurekendur sitja í stjórnum lífeyrissjóða? Styrmir bendir á að sjóðfélagar eigi að kjósa sína fulltrúa sjálfir, því fé sem þeir borga er í eigu þeirra. En Styrmir heldur áfram: „Fyrir mörg- um mánuðum heyrði ég í fyrsta sinn raddir um að aðild launþegafélaga að stjórnum lífeyrissjóða væri farin að hafa áhrif á afstöðu þeirra til kjaramála og rekstrarforms fyrir- tækja.“ Ég tel þetta ekkert nýtt, Styrmir Gunnarsson, að lífeyris- sjóðakerfið og valdið sé að færast lengra og lengra frá eigendum lífeyrissjóða vegna þess að fjármála- ráðherra, Fjármálaeft- irlitið, atvinnurekendur og ASÍ vilja ekki breyta reglugerðum í lífeyrissjóðakerfinu vegna hagsmuna- tengsla sinna. Eign- arhlutur lífeyrissjóða er í dag til dæmis í keðjum á sviði mat- vöruverslunar, flug- félagi, tryggingafélagi, olíufélagi, stoðtækjafyrirtæki, síma- fyrirtækjum, álfyrirtæki og rík- istryggðum skuldabréfum sem þjóð- in okkar mun aldrei geta greitt aftur nema með hækkun skatta og gjalda til ríkissjóðs. Þetta er lítið brot af eignasafninu sem lífeyrissjóðurinn minn á hlutdeild í. Hafa sjóðfélagar orðið varir við lækkun á vöruverði, eldsneyti, símareikningum og flug- fargjöldum vegna innkomu lífeyr- issjóða? Nei, en ég tek eftir hækkun á neysluvísitölu, sem hefur þær af- leiðingar að almenn lán hækka; líf- eyrislán þar sem höfuðstóll hækkar svo um munar, matvöruverð, olíu- verð, sem veldur hækkun á verð- bólgu sem kemur niður á þjóðinni. Á sama tíma eru ASÍ og karphús- þrælar að semja um smánarlaun fyr- ir sjóðfélaga í lífeyrissjóðum og hækkun iðgjalda í 15,5% sem er ekk- ert annað en aukin skattheimta sjóð- anna til standa undir halla lífeyris- sjóðanna sem sjóðfélagar verða að greiða hvort sem þeim líkar það eða ekki. En ekki stendur á að borga of- urlaun fyrir störf sjóðstjóra og fram- kvæmdastjóra, það er ekkert mál hjá vinabandalaginu. Reglukerfið er fyrir valdhafa Í lífeyrissjóðnum Gildi hefur verið skortur á upplýsingum, ekki er getið um allt eignasafn sjóðsins í árs- skýrslum. Sjóðfélagar hafa ekki kosningarétt á ársfundum, heldur fulltrúar verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda sem fá úthlutaða bleika eða bláa miða, ekki er boðið upp á að hlýða á fundargerðir í lok fundar eða fá fundargerðir síðasta fundar nema eftir ítrekun, sjóð- félagar hafa ekkert að segja um hækkun launa framkvæmdastjóra og stjórnarmanna því valdið er ann- ars staðar en hjá sjóðfélögum, og meira að segja er mér neitað ítrekað um skýrslu endurskoðenda því hún er aðeins fyrir stjórn sjóðsins segir framkvæmdastjóri sjóðsins. Sjóð- félagar Gildis hafa nefnilega ekkert vald nema að mæta ef þeir vilja, hlusta, taka til máls og koma með til- lögur ef þeir vilja, því lögin gera ekki ráð fyrir því sjóðfélagi taki mikil- vægar ákvarðanir eins og fram kem- ur hér að framan. Stjórn sjóðsins er heimilt að gera breytingar á sam- þykktum án þess að sjóðfélagar hafi um það að segja. Ekki þykir ástæða til að breyta lögum um opinbera upplýsingaskyldu og Fjármálaeft- irlitið tryggir þann rétt. En stjórn Gildis er nefnilega í sjálfsvald sett hvort hún birtir upplýsingar. Fjár- málaráðherra gefur út starfsleyfið og Fjármálaeftirlitið sér um um- sögnina og eftirlitsskylduna og að sjóðurinn fari að lögum og leggur þannig blessun sína yfir pukur og ógegnsæi gagnvart sjóðfélögum. Úr- skurðarnefnd sem fjallar um ágrein- ingsmál á milli sjóðfélaga og lífeyr- issjóða sbr. 33. gr. laga nr. 129/1997 hefur ekki enn verið skipuð og hvaða aðilar eru í þessari nefnd? Eins þarf að skýra betur lög um fjárfestingar- heimildir lífeyrissjóða sem eru óskýrar og hefur þeim verið breytt ellefu sinnum síðan 1997 og af hverju skyldi það nú vera? Hvernig stendur á því að sjóðfélagar sem greiða í lífeyrissjóðinn Gildi geta ekki haft áhrif á ákvarðanatökur sjóðsins og eru ekki jafnir fyrir lög- um? Hvernig stendur á þessum ólögum? Er nokkur furða að Styrm- ir Gunnarsson geri alvarlegar at- hugasemdir við kerfi hagsmuna- valds sem þykist ráða yfir fé sem það á ekkert í? Lögum um lífeyr- issjóði verður að breyta svo réttlæti nái fram að ganga í málefnum sjóð- félaga í lífeyrissjóðum. Dreifing gæðanna Eftir Jóhann Pál Símonarson »Hafa sjóðfélagar orðið varir við lækk- un á vöruverði, elds- neyti, símareikningum og flugfargjöldum vegna innkomu lífeyr- issjóða? Jóhann Páll Símonarson Höfundur er sjómaður og sjóðfélagi í Gildi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.