Morgunblaðið - 19.02.2014, Side 30

Morgunblaðið - 19.02.2014, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 ✝ Sigríður SoffíaJónsdóttir fæddist á Akureyri 11. september 1921. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 9. febrúar 2014. Hún var dóttir hjónanna Jóns Sveinssonar, lög- manns og bæj- arstjóra á Ak- ureyri, f. á Árnastöðum, Loðmundarfirði 25. nóvember 1889, d. 18. júlí 1957, og Sigfríðar Fanneyjar Jó- hannesdóttur húsfreyju, f. á Ísa- firði 19. nóvember 1890, d. 4. nóvember 1977. Þau hjón áttu auk Sigríðar, Svavar, f. 1923, d. 1960 og Þorbjörgu Brynhildi, f. 1930, d. 2011. Hálfbróðir þeirra samfeðra var Hrafn, f. 1918, d. 1988. Sigríður Soffía giftist Jóni Gunnlaugi Halldórssyni, við- arsson og eiga þau tvö börn, b) Ása Fanney, f. 1976, fyrrverandi sambýlismaður Claudius Brod- mann og eiga þau tvö börn, c) Þorgeir, f. 21. júní 1978, maki Helga Eyjólfsdóttir, og eiga þau þrjú börn, d) Jón Gunnlaugur, f. 1984. 3) Björg, f. 8. október 1954, söngkona. Maki Grímur Karl Sæmundsen, f. 4. febrúar 1955, læknir og forstjóri. Börn þeirra eru: a) Jón Gunnar, f. 1976, sam- býliskona Auður Hinriksdóttir og eiga þau einn son, b) Sigrún, f. 1986, sambýlismaður Birgir Már Sigurðsson, c) Pétur, f. 1987, sambýliskona Lilja Árna- dóttir og eiga þau eina dóttur. Sigríður Soffía ólst upp á Ak- ureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1941. Hún lauk cand. phil. prófi frá Háskóla Íslands og kenn- araprófi frá Húsmæðrakenn- araskóla Íslands 1944. Fyrst eft- ir útskrift stundaði hún kennslustörf. Síðar starfaði hún um margra ára skeið á Leit- arstöð Krabbameinsfélagsins. Útför Sigríðar Soffíu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 19. febrúar 2014, kl. 11.00. skiptafræðingi og framkvæmdastjóra, 8. september 1945. Jón Gunnlaugur fæddist í Höfn á Bakkafirði 13. febr- úar 1914 og lést í Reykjavík 17. októ- ber 1993. Dætur þeirra eru: 1) Sig- ríður Fanney, f. 1. maí 1946, sjúkra- þjálfari. Fyrrver- andi maki Sigurður Högni Hauksson, f. 1948, bifvélavirki. Dætur þeirra eru a) Sigríður Soffía, f. 1979, sambýlismaður Bogi Snær Bjarnason og eiga þau einn son, b) Svava, f. 1980. 2) Sólveig, f. 24. maí 1949, klínískur taugasálfræðingur. Maki Gestur Þorgeirsson, f. 15. júlí 1948, hjartasérfræðingur og yfirlækn- ir. Börn þeirra eru: a) Erla Sig- ríður, f. 1972, maki Hugi Sæv- Sigríður Jónsdóttir, tengda- móðir mín, er látin 92ja ára að aldri og því komið að kveðju- stund. Við Sigríður áttum samleið í 40 ár allt frá því að ég og Björg, yngsta dóttir hennar, felldum hugi saman, þá ung- menni í Menntaskólanum í Reykjavík. Sigríður var fæddur Akur- eyringur. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1941, ein fárra ungra kvenna á þeim tíma, og varð síðan húsmæðrakennari fá Hússtjórnarskólanum í Reykja- vík. Hún var stolt af uppruna sínum og bar sterkar taugar til átthaganna. Maður hallaði ekki orði á Akureyri eða MA í návist Sigríðar. Sigríður var gæfurík í einka- lífi sínu. Hún giftist Jóni G. Halldórssyni viðskiptafræðingi hinn 8. september 1945 og voru hjónin samhent og náin. Þau byggðu sér framtíðarheimili í Hlunnavogi 7 í Reykjavík af mikilli eljusemi um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Tengdaforeldrar mínir voru mikil sómahjón og góðir fulltrú- ar sinnar kynslóðar og hennar gilda. Eðli máls samkvæmt sinnti Sigríður heimilisstörfum af myndarskap og einnig starf- aði hún um árabil hjá Leitar- stöð Krabbameinsfélags Ís- lands. Jón sá að öðru leyti um aðdrætti, en hann starfaði fyrst hjá Almenna byggingafélaginu, en lengst af sem framkvæmda- stjóri Félags vinnuvélaeigenda. Jón féll frá árið 1993, þá 79 ára gamall, eftir erfiða baráttu við Alzheimers-sjúkdóminn. Sjúk- dómsferill Jóns og fráfall hans var tengdamóður minni og okk- ur öllum þungbært. Jón, tengdafaðir minn, var einstakt prúðmenni og einn vandaðasti maður, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, en 100 ára ártíð hans var þann 13. febrúar sl. Sigríður var glaðsinna og mikill fagurkeri. Hún naut þess að hafa fallega hluti í kringum sig bar heimili þeirra Jóns þess fagurt vitni. Hún var mann- blendin og leið ávallt best í hópi ættingja og vina. Það komust fáir með tærnar þar sem tengdamóðir hafði hæl- ana, þegar halda skyldi veislu eða boð enda voru þær margar glæsilegar veislurnar og kaffi- boðin sem haldin voru í Hlunna- vogi. Þar var oft glatt á hjalla sérstaklega í kringum stórhá- tíðir. Við Björg og börnin áttum margar gleðistundir heima hjá ömmu Siggu og afa Jóni í Hlunnavogi. Sigríður var sönn ættmóðir sem fylgdist vel með dætrum sínum þremur og þeirra fjöl- skyldum og studdi sitt fólk alla tíð með ráðum og dáð. Góð vin- átta var með Guðrúnu, móður minni, og Sigríði. Þær hjálpuðu okkur Björgu oft saman með börnin, þær sóttu leikhús og ferðuðust saman innanlands og erlendis. Þær nutu þannig sam- veru hvor við aðra í mörg ár, þá báðar orðnar ekkjur, á meðan heilsa og orka leyfði. Eftir fráfall Jóns bjó Sigríður í íbúð fyrir aldraða við Sléttu- veg í Reykjavík og bar aldur sinn lengst af vel. Um nírætt fór að halla undan og síðustu þrjú árin dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu Eir. Fyrir stuttu fór verulega að draga af tengdamóður minni og ljóst að endalokin nálguðust. Hún fékk hægt andlát að morgni 9. febrúar sl. og er nú komin í faðm ástkærs bónda síns. Blessuð sé minning Sigríð- ar Jónsdóttur. Grímur Sæmundsen. Sigríður Soffia, tengdamóðir mín, var dóttir Jóns Sveinsson- ar, lögmanns og bæjarstjóra á Akureyri, og Fanneyjar Jó- hannesdóttur, sem ættuð var frá Ísafirði. Hún ólst upp við gott atlæti og ræddi oft um ánægjulega bernsku sína á Ak- ureyri. Hún sótti líka mikið til Ísafjarðar, þar sem hún var eft- irlæti ömmu sinnar og móður- systra. Hún hét eftir einni þeirra, Soffíu, sem var mikil at- hafnakona, kom m.a. að tog- araútgerð á Ísafirði og rak Soffíubúð í Austurstræti í Reykjavík. Þær systur Fanney og Soffía bjuggu lengi steinsnar frá hvor annarri í Fjörunni á Akureyri. Þegar Fanney var komin suður til dóttur sinnar og Soffía orðin ein fyrir norðan leið ekki á löngu þar til Soffía fluttist inn á heimili tengdafor- eldra minna líka. Þar bjuggu þær við einstaka umönnun, en þær létust báðar í hárri elli. Sigga eins og hún var jafnan kölluð, gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúd- entsprófi. Þær voru bara þrjár stelpurnar í hennar árgangi í MA og eru skólasystur hennar báðar látnar fyrir nokkru eins og flestir skólabræður hennar. Hún bar alla tíð mikinn hlýhug til skólafélaganna, MA og Ak- ureyrarbæjar, þar sem hún hafði átt svo góða daga. Þangað leitaði hugurinn oft allt til hinstu stundar. Ég kynntist Sólveigu konu minni í Menntaskólanum í Reykjavík og er því hartnær hálf öld síðan ég kom fyrst inn á fallegt heimili fjölskyldunnar í Hlunnavoginum. Tengdamóður minni hafði verið gefin létt lund í vöggugjöf auk þess sem hún var mjög glæsileg kona. Tengdafaðir minn, Jón G. Hall- dórsson, var viðskiptafræðingur að mennt og vann lengst af við að reka Almenna byggingar- félagið ásamt öðrum heiðurs- mönnum. Það fór alltaf einstak- lega vel á með mér og tengdaforeldrum mínum. Eftir- minnileg voru jólaboðin í Hlunnavogi, þar sem ætíð voru mættir nánir ættingjar og góðir vinir. Húsmæðrakennarinn bar fram veisluréttina á sinn fágaða hátt. Svo var teflt, spilað, rök- rætt og sungið. Þessi ár koma ekki aftur en minningin lifir. Þegar ég fór til Bandaríkj- anna í framhaldsnám, varð ég að fara á undan konu minni og þrem börnum því þá var yngsta barnið aðeins viku gamalt. Þrem vikum síðar kom fjöl- skyldan og ekki var það síst Siggu að þakka því hún dreif sig með og hélt utan um hópinn á leiðinni, sem var ómetanlegt. Á þessum árum var langt á milli landa og ekki hringt nema á helstu hátíðisdögum. Heim- sóknir voru því mikið tilhlökk- unarefni. Tengdaforeldrar mín- ir heimsóttu okkur nokkrum sinnum og var þá gjarnan lagt upp í ökuferðir frá Cleveland til Washington, niður á strönd Virginu eða upp til Niagara- fossanna. Síðar fór Sigga í nokkrar ferðir með okkur til Evrópu. Hún var oft fljót að vingast við sölumenn enda ósvikinn áhugi fyrir fallegum gripum beggja vegna borðsins. Barnabörnin voru henni einkar kær og fannst þeim notalegt að heim- sækja hana og njóta af örlæti hennar, jákvæðni og hlýju. Glöp ellinnar sóttu fast að tengda- móður minni síðustu árin. Hún naut góðrar umönnunar á Hjúkrunarheimilinu Eir, þar sem henni leið vel og kveið engu. Blessuð sé minning henn- ar. Gestur Þorgeirsson. Í dag kveðjum við ömmu okkar, ömmu Siggu, eins og hún var ætíð kölluð. Ótrúlega margar minningar koma upp í hugann þegar ég minnist ömmu. Allt frá því við vorum litlar í sumarfríum á Ítalíu með ömmu og afa, skemmtilegum sumrum í Hlunnavoginum og síðar meir heimsóknum á Sléttuveginn þar sem amma bjó þangað til hún fór á Eir fyrir nokkrum árum. Amma var engri lík. Hún ólst upp á Akureyri og fór í Menntaskólann á Akureyri en þær voru þrjár sem útskrifuð- ust frá MA 1941, á þeim tíma þótti það ekki sjálfsagt að kon- ur færu í menntaskóla. Hún var ætíð vel til höfð og hún passaði alltaf upp á að hafa fínt í kring- um sig, var mikill fagurkeri. Hún var líka drottning. Hún fékk viðurnefnið „Beauty Queen“ hjá vinkonu sinni og eitt sinn kom vinkona hennar í heimsókn með litla dóttur sína og þegar stelpan sá ömmu, þá horfði hún full aðdáunar og spurði hvort þetta væri drottn- ingin. Eftir það var amma oft kölluð drottningin og fannst henni það aldrei leiðinlegt. Amma var líka mjög sniðug kona. Vorið áður en hún varð áttræð tjáði hún mér að hún þekkti mig lítið þar sem ég bjó æskuárin í Eyjum. Hún vildi því kynnast mér betur og þar sem hún væri að fara að deyja, þá þyrfti hún aðstoð. Frá og með þeim degi fór ég nánast á hverjum degi til hennar í nokk- ur ár og síðar meir Svava systir líka. Amma kenndi mér að pússa silfrið sitt sem þurfti að gera reglulega og oft fékk ég hringingar um að silfrið væri orðið svart. Þess á milli þurfti að laga til í geymslunni. Við fór- um skipulega yfir hvern og einn kassa í geymslunni og merktum bak og fyrir. Á meðan við skoð- uðum hvern hlut fékk ég að heyra margar skemmtilegar sögur frá því hún var lítil og hvernig tímarnir voru þegar hún ólst upp. Ef ég náði ekki að koma í heimsókn hringdum við í hvor aðra og spjölluðum heil- lengi. Ég veit ekki hvernig hún náði að plata mig í að vekja sig á hverjum morgni, en ég hringdi til ömmu á hverjum virkum degi, þar sem hún var minnt á að Glæstar vonir væru að byrja og síðan hringdi hún eftir þáttinn þar sem ég fékk að vita hvað gekk á í þáttunum og oft fylgdu sögur frá gamla daga með. Hún sagði skemmtilegar sögur af systkinum sínum og ekki má gleyma sögunum um Soffíu og Svövu móðursystur hennar. Ég fékk oft að heyra að nafn- ið Soffía væri sterkt og fallegt nafn og ég bæri sko nafn með rentu. Fylgdu síðan sögur af Soffíu móðursystur sem átti út- gerð á Ísafirði og síðar Soffíubúð í Reykjavík og fékk ég nokkur herðatré merkt búð- inni með því skilyrði að ég myndi ekki henda þeim. Ömmu var mjög umhugað um nafngiftir og hvað nöfnin þýddu. Það er því mér mjög kært að hafa kíkt til hennar á Eir fyrir skírnina hjá syni okk- ar Boga í fyrra og fá hennar blessun á nafnið. Við Bjarni Fannar náðum svo að kíkja nokkrum sinnum til hennar áð- ur en hún lést. Við Svava systir viljum þakka þér fyrir skemmtilega og fróðleiksríka samfylgd síðastlið- in ár. Þú varst besta amma í öllum heiminum og við söknum þín sárt. Hvíldu í friði, elsku amma. Sigríður Soffía og Svava Sigurðardætur. Þegar kveðjustundina bar að rifjuðust upp fyrir mér margar kærar minningar um ástkæra ömmu mína og þakklæti fyrir að hafa átt hana að svo lengi. Ég minnist hennar hlýja og brosmilda fass, hve annt henni þótti um alla sína nákomnu, og örlætisins sem einkenndi hana. Alltaf var yndislegt að koma á fallegt heimili ömmu og afa í Hlunnavogi, þar sem vel var tekið á móti manni og reiddur fram góður matur sem amma útbjó af sinni alkunnu snilld. Amma naut þess að fylgjast með sínum afkomendum og vera þeim innan handar sem mest hún mátti. Stækkandi fjöl- skylda með tilkomu langömmu- barnanna var henni mikið gleði- efni og þótti mér vænt um að mín börn hafi haft tækifæri til að kynnast henni. Elsku amma, takk fyrir að gæða líf mitt og minna, ást og hlýju. Hvíl í friði, þín verður sárt saknað. Erla Sigríður Gestsdóttir. Sigríður S Jónsdóttir ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, EINAR ERLENDSSON, Litlagerði 15, Hvolsvelli, varð bráðkvaddur laugardaginn 8. febrúar. Útför hans fer fram frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Rauða krossinn í Rangárvallasýslu. Helgi Sigurður Einarsson, Mekkin Guðrún Bjarnadóttir, Anna Björk Magnúsdóttir, Snorri Sævarsson, barnabörn og systkini. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ANDREA LÁRUSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Glaðheimum 12, Reykjavík, lést mánudaginn 10. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Unnur G. Stephensen, Margeir R. Daníelsson, Haukur Harðarson, Svanlaug D. Thorarensen, Hörður Harðarson, Brynhildur Pétursdóttir, Kristján Sigurjónsson, Dúna G. Magnúsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Guðrún Katla Henrysdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN RÓSBERG STEFÁNSSON, Furugerði 1, Reykjavík, lést laugardaginn 8. febrúar í faðmi ástvina. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Börn, tengdabörn og fjölskyldur. ✝ HALLDÓR GUNNAR STEFÁNSSON, Hrafnistu í Reykjavík, áður Bugðulæk 15, lést á Hrafnistu fimmtudaginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Sigrún, Guðrún, Bryndís og Siggi, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA HALLGRÍMSDÓTTIR húsfreyja, Klaufabrekknakoti, verður jarðsungin frá Urðakirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Urðakirkju, 1177-18-670170. Kt. 670269-4509. Halla Soffía Karlsdóttir, Atli Friðbjörnsson, Jónasína Dómhildur Karlsdóttir, Gunnlaugur Þorsteinsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, pabbi, tengda- pabbi og afi, VIÐAR MÁR PÉTURSSON, Hofgerði 4, Vogum, andaðist á Landspítalanum, Fossvogi, sunnudaginn 9. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að leyfa Krabba- meinsfélagi Íslands að njóta þess. Sérstakar þakkir til starfsfólks blóðmeinadeildar og dagdeildar Landspítalans við Hringbraut, gjörgæslu Landspítalans í Foss- vogi, Rósu og Dísu hjá Heimahjúkrun Suðurnesja. Sigurbjörg Jónsdóttir, Helgi V. Viðarsson Biering, Halldóra Steina B. Garðarsdóttir Bjarki Viðarsson Biering, Tina Endl, Eygló Viðarsdóttir Biering, Ian Stuart Stephenson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.