Morgunblaðið - 19.02.2014, Page 19

Morgunblaðið - 19.02.2014, Page 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 flestum stöðum hvort sem það er á vefnum, á samfélagsmiðlum, í aug- lýsingum, í útgefnum tímaritum og svo framvegis. Með þessum áherslubreytingum breytist augljós- lega hlutverk auglýsingastofunnar en við erum að ræða við nokkra aðila á þessu sviði um þessar mund- ir,“ segir hann í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Guðmundur fór til Nova Guðmundur Arnar Guðmunds- son, sem var hjá Icelandair, tók við starfi markaðsstjóra hjá WOW í janúar 2012. Auglýsingastofan Brandenburg, sem þá var nýstofnuð m.a. af Braga Valdimar Skúlasyni Baggalút, var sú fyrsta sem vann fyrir WOW. Viðskiptablaðið upp- lýsti í apríl í fyrra að Guðmundur Andri hefði hætt hjá WOW og að Hvíta húsið hefði tekið við sem aug- lýsingastofa fyrirtækisins. Skömmu síðar var tilkynnt að Guðmundur hefði tekið við sem markaðsstjóri Nova. Aftur hrært upp í markaðsmálunum  WOW skiptir aftur um markaðsstjóra og auglýsingastofu Morgunblaðið/Kristinn Markaðsstarfið „Eitt af því er að við höfum undanfarið ár unnið markvisst að er að taka sjálf yfir mikið af markaðsstarfinu,“ segir Skúli Mogensen. BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Markaðsstjóri flugfélagsins WOW, Ágústa Hrund Steinarsdóttir, hefur látið af störfum og um þessar mundir er einnig verið að skipta um auglýsingastofu. Ekki er langt síð- an flugfélagið skipti um markaðs- stjóra og auglýsingastofu en upp- lýst var um það í apríl síðastliðnum. WOW hóf áætlunarflug þarsíðasta sumar. Örum vexti fylgja áherslu- og skipulagsbreytingar Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW, segir að starfsemi fyrirtækisins hafi farið ört vaxandi frá stofnun þess í nóvember 2011 og miklum vexti fylgi áherslu- og skipulagsbreytingar. Velta félagsins hafi aukist úr 2,5 milljörðum árið 2012 í tíu milljarða árið 2013 og á sama tíma hafi starfsmönnum fjölg- að jafnt og þétt. Í janúar 2013 störf- uðu 93 starfsmenn hjá félaginu en í janúar 2014 starfi 175 manns sem sé 88% aukning á milli ára. „Á síðustu tveimur mánuðum hafa ellefu nýir starfsmenn hafið störf. Slíkum vexti fylgja ávallt áherslu- og skipulagsbreytingar. Eitt af því sem við höfum undan- farið ár unnið markvisst að er að taka sjálf yfir mikið af markaðs- starfinu. WOW air tók yfir útgáf- una og vinnsluna á WOW Magazine sem var áður gefið út af útgáfu- félaginu Birtingi og einnig hefur öll leitarvélabestun og netvinnsla flust inn til okkar.“ Áherslubreyting „Þessi breyting kemur í kjölfarið á þessum áherslubreytingum okkar um að taka sjálf yfir sem mest af markaðsvinnunni til að geta sam- nýtt allt efni sem mest og á sem Sagan » Flugfélagið WOW var stofn- að í nóvember 2011. » Hin nýstofnaða Branden- burg sem leidd er m.a. af Braga Valdimari Skúlasyni, Baggalút, var fyrsta auglýs- ingastofa WOW. » Upplýst var um í apríl að markaðsstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson hefði hætt og Ágústa Hrund Steinarsdóttir komið í hans stað. » Á sama tíma tók auglýs- ingastofan Hvíta húsið við kefl- inu af Brandenburg. » Nú hefur sagan endurtekið sig og nýir markaðsmenn taka við stýrinu hjá WOW. Lyfjafyrirtækið Actavis hefur gengið frá kaupum á bandaríska lyfjafyrirtækinu Forest Laborato- ries á 25 milljarða Bandaríkjadala, sem svarar til rúmlega 2.800 millj- arða króna. Þetta var staðfest í sameiginlegri yfirlýsingu frá fyr- irtækjunum tveimur í gær. Samkvæmt samkomulaginu fá- hluthafar Forest 89,48 Bandaríkja- dali á hlut, þar af 26,04 dali í pen- ingum og 0,3306 hluti í Actavis fyrir hvert hlutabréf í Forest. Þetta er um 25% yfir markaðs- virði Forest, samkvæmt tilkynn- ingu félaganna. Engin breyting verður á staf- semi Actavis á Íslandi í kjölfar yf- irtöku fyrirtækisins á bandaríska lyfjafyrirtækinu Forset Laborato- ries. Þetta sagði Sigurður Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri Ac- tavis Pharma og stjórnarmaður í fyrirtækinu í samtali við mbl.is í gær. Hann segir að með yfirtök- unni sé Actavis að styrkja sig á sviði sérlyfja, en fyrirtækið var áð- ur hvað þekktast fyrir samheita- lyfjaframleiðslu sína. Actavis-Forest, verður eitt stærsta samheita- og lyfjafyrirtæki heims. Nánar á mbl.is Morgunblaðið/Rósa Braga Risastórt Actavis-Forest verður eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. Helstu keppinautar eru Teva Pharmaceuticals Industries og Mylan. Actavis yfirtekur Forest Laboratories HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUMHÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900 Nýttu svalirnar allt árið um kring idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla Skjól Lumon svalagler veitir skjól gegn rigningu og roki. Mjög einfalt er að opna svalaglerið og renna því til og frá. Hljóð- og hitaeinangrun Svalaglerin veita hljóð- og hita- einangrun sem leiðir til minni hljóðmengunar innan íbúðar og lægri hitakostnaðar. Óbreytt útsýni Engir póstar eða rammar hindra útsýnið sem helst nánast óbreytt sem og ytra útlit hússins. Auðveld þrif Með því að opna svalaglerið er auðvelt að þrífa glerið að utan sem að innan. Stækkaðu fasteignina Með Lumon svalaglerjum má segja að þú stækkir fasteignina þína þar sem þú getur nýtt svalirnar allan ársins hring. hefur svalaglerin fyrir þig!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.