Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / PLÖNTUESTRÓGEN mynda meinvörp. Nokkrar rannsóknir hafa einnig bent til þess að neysla plöntuestrógena lengi tíða- hringinn hjá konum (34-36) sem getur verið þáttur í því að minnka hættu á brjóstakrabbameini. Getgátur eru uppi um að þar sem plöntuestrógenar hafa mun veikari hormónavirkni en estrógen, geti þeir verkað sem andestrógen hjá konum fyrir tíðahvörf meðan estrógenstyrkur er hár, en sem estrógen örvar þegar náttúrulegur estrógenstyrkur hefur minnkað hjá kon- um eftir tíðahvörf. Þannig geti andestrógenverkunin fyrir tíðahvörf stuðlað að minni líkum á brjósta- krabbameini, en estrógenverkunin eftir tíðahvörf verið verndandi gegn hjarta- og æðasjúkdómum, beinþynningu og fleiru sem oft hrjáir konur eftir tíða- hvörf. Sýnt hefur verið að hætta á bijóstakrabbameini minnkar með hærri styrk enterolaktóns í blóði (37) og með auknum útskilnaði á equóli í þvagi (38). Myndun equóls er mjög einstaklingsbundin og fer eftir starfsemi þarmaflórunnar. Þessi minnkaða áhætta samfara útskilnaði á equóli tengdist hagstæð- ara hlutfalli kynhormóna sem höfundar töldu stafa af því að þarmaflóran sem stuðlar að myndun equóls gegndi einnig veigamiklu hlutverki í útskilnaði stera- hormóna með hægðum. Sýnt hefur verið fram á að þarmaflóran skiptir verulegu máli í sambandi við endurupptöku estrógens úr þörmum (enterohepatic circulation) (39,40) og að grænmetisætur hafi aukinn útskilnað á estrógeni og lækkaðan estrógenstyrk í blóði sem tengist trefjamagni í fæði og auknu rúm- máli hægða (41). Áhrifá beinþynningu og óþœgindi tengd tíðahvörfum Rannsóknir benda til að plöntuestrógenar geti dregið úr óþægindum vegna hitakófa sem oft fýlgja breyt- ingaskeiði kvenna (42, 43). Þeir eru þó ekki eins áhrifaríkir og hefðbundin hormónameðferð en gætu gert gagn fyrir þær konur sem ekki vilja nota horm- ónalyf eða hafa einhverjar frábendingar. Plöntu- estrógenar virðast einnig hafa áhrif í þá átt að hægja á beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf (44), en skammturinn sem þarf til að ná fram þeim áhrifum virðist þurfa að vera nokkuð stór. Ipriflavón sem er tilbúin afleiða af daidzeini hefur gefið góða raun sem lyf gegn beinþynningu (45-47). Vernd gegn hjarta- og æðasjúkdómum Margar rannsóknir hafa sýnt að neysla sojapróteina hefur góð áhrif á blóðfitu og dregur þannig úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Fjölrannsóknagreining (metaanalysis) þar sem skoðaðar voru niðurstöður 38 klínískra rannsókna á áhrifum sojaprótína á blóð- fitu, leiddi í ljós marktæka lækkun á heildar kólester- óli, lágþéttnifituprótíni (low density lipoprotein, LDL) og þríglýseríðum, án marktækra áhrifa á há- þéttnifituprótín (high density lipoprotein, HDL) (48). Þessi lækkun var mest hjá þeim sem höfðu veru- lega hækkað kólesteról, en lítil eða engin hjá þeim sem höfðu kólesteról innan eðlilegra marka. Karlar sem höfðu háan styrk enterolaktóns í blóði voru einnig ólíklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem höfðu lágan styrk (49) og sýnt hefur verið fram á að hætta á alvarlegri æðakölkun minnkar marktækt með aukinni tedrykkju (50). Ahrifin af teinu voru talin stafa af flavón innihaldi þess og komu fram bæði hjá konum og körlum, þó að sambandið hafi verið sterkara hjá konunum. Talið er að blóðfitulækkunin stafi meðal annars af áhrifum á fjölda og/eða virkni LDL viðtaka (51, 52) sem veldur því að lifrin fjarlægir meira magn LDL úr blóði. Aðrir þættir sem geta stuðlað að minni hættu á æðakölkun og kransæðasjúkdómum eru meðal ann- ars hamlandi áhrif plöntuestrógena á oxun LDL (53) en talið er að oxað LDL gegni mikilvægu hlutverki við myndun filuútfellinga í æðum (54). Eru einhver neikvœð áhrif? Vegna estrógenvirkni eru plöntuestrógenar oft taldir með svokölluðum hormónatruflandi efnum (hormone disruptors) og rannsóknir hafa sýnt að þeir geti í sum- um tilfellum haft neikvæð áhrif á frjósemi dýra, eins og dæmið frá Ástralíu sem sagt er frá í inngangnum sýnir, auk fleiri rannsókna (55-57). Menn hafa sér- staklega haft áhyggjur af ungabörnum sem fá soja- mjólk sem sína aðalnæringu fyrstu mánuðina, þar sem hún inniheldur mun meira magn plöntuestró- gena en venjulega finnst í fæði fullorðinna. En þrátt fyrir að sojamjólk hafi verið notuð í mörgum löndum síðustu áratugi hefur ekkert komið fram sem bendir til að hún hafi á nokkurn hátt neikvæð áhrif á heilsu eða þroska barna. Rannsókn sem bar saman frjósemi ungs fólks sem annars vegar hafði fengið kúamjólk og hins vegar sojamjólk sem ungabörn, sýndi ekki marktækan mun milli hópa (58). Ekkert hefur heldur komið fram sem bendir til að neysla plöntuestrógena á fullorðinsárum hafi óæskileg áhrif og sýnt hefur verið fram á að dagleg neysla plöntuestrógena í tvo mánuði hefur ekki áhrif á sæðiseiginleika manna (59). Það er því afar ólíklegt að hægt sé að fá svo mikið af plöntuestrógenum með eðlilegri neyslu mat- væla að skaði hljótist af. Áhrif plöntuestrógena hafa þó ekki verið fullrannsökuð og rannsóknir sem kanna aukaverkanir af ýmsum fæðubótarefnum sem oft inni- halda mun meira magn plöntuestrógena en mögulegt er að fá úr venjulegu fæði eru af skornum skammti. Þess má geta að fæðubótarefni sem innihélt plöntu- estrógena á töfluformi og ætlað var að stækka brjóst kvenna var nýlega tekið af markaði hérlendis þar sem það hafði truflandi áhrif á blæðingar hjá mörgum þeirra kvenna sem tóku það inn (upplýsingar frá Lyfjastofnun). Læknablaðið 2002/88 823
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.