Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 75
Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi Laus er til umsóknar staða heilsugæslulæknis við Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á Akranesi. Sér- fræðiviðurkenning í heimilislækningum er æskileg. Um er að ræða fullt starf. Staðan veitist frá 1. janúar 2003. Upplýsingar gefa Reynir Þorsteinsson yfirlæknir heilsu- gæslustöðvarinnar og Þórir Bergmundsson lækn- ingaforstjóri í síma 430 6000. Umsóknir sendist Guðjóni Brjánssyni framkvæmda- stjóra stofnunarinnar, Merkigerði 9, 300 Akranesi. Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkrahús með örugga vakt- þjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir al- menna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á lyf- lækningadeild, handlækningadeild, fæðinga- og kvensjúkdóma- deild, hjúkrunar- og endurhæfingardeild og á vel búnum stoð- deildum þar sem höfuðáhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og Suðvesturlands. Jafnframt er vaxandi áhersla lögð á þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Á heilsugæslusviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness og hefur stofnunin forystuhlutverk varðandi almenna heilsuvernd og forvarnarstarf. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Islands og aðrar menntastofnanir. Starfsmenn eru um 240 talsins og stofnunin er reyklaus. Læknadagar 2003 13.-17. janúar Árlegt fræðsluþing framhaldsmenntunarráðs læknadeildar og Fræðslustofnunar lækna verður haldið dagana 13.-17. janúar nk. Dagskrá Læknadaga verður birt í desemberhefti Læknablaðsins en auk þess verður hægt að nálgast hana á síðum Fræðslustofnunar á vef Læknafélags íslands www.icemed.is Fosamax 70 mg MSD Hver tafla inniheldur: Acidum alendronatum 70 mg. Töflumar innihalda laktósu. Ábendingar: Mcðferð á beinþynningu eftir tíðahvörf. Fosamax dregur úr hættu á samfalli hryggjarliða og mjaðmarbrotum. Skammtar og Ivfjagjöf: Ráðlagður skammtur er ein 70 mg tafla einu sinni í viku. Eftirfarandi atriði eru mikilvæg til þess að frásog alendrónats verði fullnægjandi: Fosamax verður að taka á fastandi maga að morgni, a.m.k. hálfn klukkustund áður en önnur lyf eru tekin og fæðu eða drykkjar er neytt. Lyfið skal tekið inn með vatni. Aðrir drykkir (þ.á m. sódayatn), fæða og önnur lyf geta dregið úr frásogi alendrónats (sjá Milliverkanir). Sjúkhngar ættu að fá kalk og D-vítamín ef ekki cr nægjanlegt magn af því í fæðunni (sjá Vamaðarorð og varúðarreglur). Notkun hjá öldruðum: I klínískum rannsóknum hafði aldur hvorki áhrif á verkun alendrónats né öryggi notkunar þess. Pvi cr ekki þörf á aðlögun skammta hjá öldmðum. Skert nýmastarfsemi: Aðlögun skammta er ekki nauðsynleg hjá sjúklingum með gauklasíunarhraða (GFR: Glomemlar filtration rate) meiri en 35 ml/mín. Alendrónat er ekki raðlagt fyrir sjúklinga með meiri skerðingu á nýmastarfsemi (GFR < 35 ml/mín) þar sem nægileg reynsla er ekki fyrir hendi. Notkun hjá bömum: Alendrónat hefur ekki verið rannsakað m.t.t. notkunar fynr böm og a þvi ekki að gefa bömum lyfið. Notkun Fosamax 70 mg tafina hefur ekki verið rannsökuð m.t.t. meðferðar við beinþynningu af völdum sykurhrífandi barkstera. . Frábendingar : Óeðlilegt vélinda, eða annað sem seinkar tæmingu vélindans, s.s. þrengsli (strictura) cða vélindakrampi (achalasia), sjúklingar sem ekki geta sctið cða staðið uppréttir í a.m.k. 30 minutur, ofnæmi fynr alendronati eða einhverjum hjálparefnanna, of lágt kalkgildi í blóði, Sjá einnig Vamaðarorð og varúðarreglur. Varnaöarorö og varúöarreglur: Alendrónat getur valdið staðbundinni ertingu í slímhúð í efri hluta yéhndans. Þar sem sá möguleiki er fyrir hendi að undirliggjandi sjúkdómur versni, skal gæta varúðar þegar alendrónat er gefið sjúklingum með virka sjúkdóma í efri hluta meltingarvegar, svo sem kyngingarörðugleika, sjúkdóma í vélinda, cða bólgusjúkdóm eða sár í maga eða skeifugöm. Ennfremur þeim sem hafa nýlega(á síðastliðnu ári) haft sjúkdóma í meltingarvegi svo sem sár eða blæðingu og þeim sem gengist hafa undir skurðaðgerð á efri hluta meltingarvegar, að undanskilinni magaportslögun (pyloroplasty) (sjá Frábendingar). Aukaverkanir á vélinda (sem geta veriö svo alvarlegar að sjúkrahúsinnlögn er nauðsynleg) s.s. vélindabólga, véhndasár og fieiður í vélinda sem í sjaldgæfum tilvikum hafa leitt til þrengingar í vélinda, hafa verið skráðar hjá sjúklingum í meðferð með alendrónati. Læknar ættu því að vera á verði gagnvart einkennum sem benda til áhrifa á vélinda og benda skal sjuklmgunum á að hætta að taka inn alendrónat og leita til læknis ef þeir verða varir við kyngingarörðugleika, verki við kyngingu, verk undir bringubeini eða brjóstsviða sem fer versnandi eða hefur ekki verið til staðar áður. Hættan á alvarlegum aukaverkunum í vélinda virðist vera meiri hjá sjúklingum sem ekki taka alendrónat inn á réttan hátt og/eða halda áfram að taka inn alendrónat cftir að einkenni koma fram sem benda til ertingar í vélinda. Pað er mjog miktlvægt að sjúklingar fái fullnægjandi leiðbeiningar um það hvemig beri að taka lyfið inn og að þeir skilji þær til hlítar (sjá Skammtar og lyfjagjöO- Upplýsa skal sjúklinga um að sé leiðbeimngunum ekki fylgt geti það aukið hættu a vandamálum í vélinda. Þrátt fyrir að ekki hafi komið fram aukin áhætta í víðtækum klínískum rannsóknum, hafa maga- og skeifugamarsár í sjaldgæfum tilvikum venð skráð, við almcnna notkun lyfsins, sum alvarleg og með fylgikvillum. Orsakasamband hefur samt ekki verið útilokað. Sjúklingar skulu fá leiðbeiningar um hvað þeim beri að gera gleymi þeir að taka skammt af Fosamax, en þeir skulu taka töfiu strax morgumnn eftir að þeir muna eftir því Ekki skal taka tvær töflur sama daginn, en halda skal áfram að taka eina töfiu einu sinni í viku á þeim dcgi sem upphafiega var valinn. Alendrónat er ekki ráðlagt fyrir sjúklinga með skcrta nymastarfsemi þegar GFR er minna en 35 ml/mín (sjá Skammtar og lyfjagjöQ. íhuga skal aðrar orsakir beinþynningar en östrógenskort og aldur. Leiðrétta þarf lágt kalkgildi í blóði áður en meðferð mcð alendrónati er hafin (sjá Frabendingar). Aðrar truflanir á efnaskiptum (svo sem D-vítamínskort) þarf einnig að meðhöndla á árangursríkan hátt. Þar sem alendrónat tekur þátt í að auka steinefm í beinum, getur minmháttar lækkun i styrk kalks og fosfats i sermi komið fram, sérstaklega hjá sjúklingum sem fá sykurhrífandi barkstera (glucocorticoids), en þeir eiga á hættu að kalkfrásog minnki. Mikilvægt er því að tryggja að sjúklingar sem taka sykurstera fái nægjan egt kalk og D- vítamín.Milliverkanir: Mjög líklegt er að matur og drykkur (þ.á m. sódavatn), kalk, sýrubindandi lyf og önnur lyf dragi úr frásogi alendrónats séu þau tckin inn samtímis því. Því eiga sjúkhngar að láta a.m.k. halfa klukkustund líða frá því að þeir taka inn alendrónat, þar til þeir taka inn önnur lyf (sjá Skammtar og lyfjagjöf og Lyfjahvörf). Ekki er búist við neinum öðrum milliverkunum sem hafa klíníska þýðingu. Sumir sjukhnganna i klinískum rannsóknum fengu östrógenmeðferð (í leggöng, um húð eða til inntöku) á meðan þeir voru á alendrónat meðferð. Engar aukaverkanir komu fram í tengslum við þessa samhhða meðferð. Þó að ekki hafi yenð gerðar sérstakar rannsóknir á milliverkunum var alendrónat notað samhliða fjölda annarra algengra lyfja í klínískum rannsóknum, án nokkurra klínískra einkenna um aukaverkamr. Meöganga og brjostagjof: Fullnægjandi upplysingar um notkun alendrónats á meðgöngu liggja ekki fyrir. Rannsóknir á dýrum benda ekki til beinna skaðlegra áhrifa m.t.t. meðgöngu, fósturþroska eða broska eftir fæðingu. Þegar alendrónat var gefið rottum á meögongu olli það erfiðleikum við got í tengslum við lágt kalkgildi í blóði. Af þessum orsökum ætti ekki að nota alendrónat á meðgöngu. Ekki er vitað hvort alendrónat skilst út í brjóstamjólk. Því ættu konur með bom á brjósti ekki að nota alendrónat. Akstur og stjórnun vinnuvéla: Engin áhrif á aksturshæfni eða hæfni til að stjóma vélbúnaði hafa komið fram. Aukaverkanir: Algengar (>1%): Meltingarfæri: Kviðverkir, meltingartmfianir, hægðatregða, niðurgangur, vindgangur, vélindasár*, blóð í hægðum (melaena), kyngingarörðugleikar*, uppþemba, súrt bakflæði, ógleði. Stoðkerfi: Verkir í stoðkerfi (beinum, vöðvum, liðum). Taugakcrfi.-Höfuðverkur.Sjaldgæfar (0,1- 1%)- Almennar:Útbrot, roði. Meltingarfæri: Ógleði, uppköst, bólga í magaslímhúð, bólga í vélindaslímhúð*, fleiður í vélinda*. Mjög sjaldgæfar (<1 %): Almennar: Ofnæmisviðbrögð þ.á m. ofsakláði og ofsabjúgur. Utbrot ásamt ljósnæmi. Meltingarfæri: Þrengslamyndun í vélinda*, sár í munnkoki*, rof, sár eða blæðingar í efri hlutameltingarvegar, en ekki er hægt að útiloka að um orsakasamband sé að ræða. Sérhæfð skilmngarvit: Æðahjupsbólga (uveitis). * Sjá Vamaðarorð og varúðarreglur og Skammtar og lyfjagjöf. Niðurstöður blóðrannsókna: í klínískum rannsóknum kom fram tímabundin, væg, einkcnnalaus lækkun á kalsíum- og fosfatgildum í blóði hjá u.þ.b. 18% og 10% sjúklinga í meðferð með 10 mg/dag af alendrónati, en hjá u.þ.b. 12% og 3% þeirra sem fengu lyfleysu. Þrátt fyrir það var tíðni kalsíumlækkunar í < 8,0 mg/dl (2,0 mmól/l) og fosfatlækkunar í £ 2,0 mg/dl (0,65 mmól/1) svipuð hjá báðum hópunum. Ofskömmtun: Of lágt kalsíumgildi í blóði, of lágt fosfatgildi í blóði og aukaverkanir í efri hluta meltingarvegar, s.s. magaóþægindi, brjóstsviði, bólga i slimhuð i velinda, bólga í magaslímhúð eða sár geta hlotist af inntöku of stórra skammta. Engar sértækar upplýsingar eru fyrir hendi um meðferð vegna ofskömmtunar alendrónats. Gefa skal mjólk eða sýrubindandi lyf til þess að binda alendrónat. Vegna hættu á ertingu í vélinda skal ekki framkalla uppköst og sjúklingurinn ætti að sitja eða standa uppréttur. Pakkningar og verö (apríl, 2002): 4 stk. 5297 kr; 12 stk. 13632 kr. Afgreiðslutilhögun: Lyfseðilsskylda. Greiösluþátttaka: E. Handhafi markaðsleyfis: Merck Sharp & Dohme, B.V., Haarlem, Holland. Umboösaöili á Islandi: Farmasía ehf, Síðumúla 32, 108 Reykjavík. Læknablaðið 2002/88 867
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.