Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMHALDSMENNTUN LÆKNA að etja í Bandaríkjunum. Læknaráðin sem veita lækningaleyfi viðurkenna helst ekki menntun sem menn afla sér í öðrum löndum en Bandaríkjunum og þau hafa heldur verið að herða kröfurnar á síðari árum. íslenskir læknar gætu samt sótt sitt nám að ein- hverju leyti og jafnvel fengið vinnu en þeir geta ekki fengið sérfræðiviðurkenningu og þeir fengju ekki vinnu í sérgreinum þar sem mikil samkeppni ríkir. Og hvað undirsérgreinar varðar þá getum við ekki hleypt mönnum inn án þess að hafa samþykki lækna- ráðanna. Annað sem gæti valdið erfiðleikum er að læknar í framhaldsnámi verða að hafa aðgang að fjölbreytt- um sjúklingahópi og að geta starfað í teymum en til þess að mynda þau þarf hóp af velþjálfuðu og sér- hæfðu fólki. Petta væri í sjálfu sér ekkert mál í al- gengari sjúkdómaflokkum en erfiðara í þeim sjald- gæfari því til þess að veita viðunandi þjálfun þarf marga sjúklinga á skömmum tíma. Flest erlend sjúkrahús gera kröfur um siíkt og það gæti valdið vandræðum fyrir ykkur.“ Nemendaskipti möguleg Hvort sem af því verður að Islendingar komi sér upp vísi að framhaldsnámi í fleiri sérgreinum eða ekki hafa menn bent á ýmsa möguleika á samstarfi við erlenda læknaskóla. Meðal þeirra eru gagnkvæm skipti á læknanemum sem gætu sótt einstök nám- skeið og samstarf á sviði tölvutækni. En hefur ísland upp á eitthvað að bjóða sem bandarískir læknar í framhaldsnámi gætu haft áhuga á? „Já, ég kem auga á ýmsa möguleika. Til dæmis gætu menn haft áhuga á að stunda rannsóknir í erfðavísindum og faraldsfræði hér á landi. Islending- ar eiga besta upplýsingakerfi á Norðurlöndum sem segir ekki svo lítið því Norðurlönd eru talin í fremstu röð á þessu sviði. Eins get ég ímyndað mér að banda- rískir læknar gætu haft áhuga á bráðalækningum eins og þær eru stundaðar hér í samstarfi lækna og björg- unarsveita. En til þess að slík læknaskipti geti orðið að veruleika þyrfti að koma á kerfi í kringum þau. Framhaldsnámið skiptist í kjarna- og valgreinar og ég held að svona skipti gætu verið hluti af valgrein- um. En þið þyrftuð að afla sjúkrahúsdeildum eða einstökum læknum akademískrar viðurkenningar til þess að námið hlyti samþykki sem hluti af framhalds- námi. Á sviði tölvutækni getum við átt gott samstarf og það er raunar þegar komið á að einhverju leyti. Sjúkrahúsið í Iowa var með þeim fyrstu í Bandaríkj- unum til þess að koma sér upp nettengdu tölvukerfi sem nýttist bæði í lækningum og kennslu. Þetta var fyrir tíu árum og spítalinn nýtur viðurkenningar fyrir kerfið sem sést meðal annars á því að víða á sjúkra- húsum hefur verið komið upp svonefndum spegil- síðum af Iowa-kerfinu, það nefnist „mirror sites“ á fagmálinu. Ein þessara spegilsíðna er hér á Landspít- alanum þar sem Gunnar Guðmundsson hefur komið henni upp og meira að segja þýtt hana að hluta. Við notum þetta kerfi í kennslu og það ætti einnig að geta nýst íslenskum læknum.“ Að kenna kennurunum Peterson hefur sem forystumaður kennslusjúkrahúsa velt fyrir sér aðferðum við að kenna verðandi lækn- um. Það er því freistandi að spyrja hann hvort læknar séu endilega bestu kennararnir? „Nei, því fer fjarri, sumir læknar eru hræðilegir kennarar! Áður fyrr var við lýði einskonar meistara- kerfi á bandarískum sjúkrahúsum en það gekk sér til húðar. Nú eru starfræktar við alla stærri læknaskóla sérstakar deildir til að þróa kennsluhætti og kenna fólki að kenna. Okkur hefur vissulega farið fram en það þarf stöðugt að sinna þjálfun kennara á sjúkra- húsum. Eg hélt fund með kennurum við læknadeild- ina hér þar sem við fjölluðum um aðferð sem nefnd hefur verið Problem based learning eða vandamiðað nám. Þetta er ólíkt hefðbundinni kennslu en nýtur æ meiri vinsælda í læknaskólum og sumir höfðu ein- hverja reynslu af því hér. Þessi aðferð er tæplega 15 ára gömul og hún er ekki upprunnin hjá læknum heldur kemur hún frá góðum skólamönnum. Þessari kennsluaðferð er beitt við helming bandarískra lækna- skóla og það er ljóst að til þess að stjóma slíkri kennslu þarf þjálfaða kennara." sagði Michael W. Peterson og bætti því við að hann byði íslenska lækna velkomna í framhaldsnám til Fresno. Læknablaðið 2002/88 847
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.