Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 80

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 80
PARIET Janssen-Cilag SÝRUHJÚPSTÖFLUR R E Virkt innihaldsefni: Rabeprazolum INN. Ábendingar: Virkt skeifugarnarsár, virkt góðkynja magasár, bakflæðissjúkdómar í maga og vélinda með tærandi og særandi einkennum, bakflæðissjúkdómar í maga og vélinda, lantímameðferð. í samsetningu með sýklalyfjameðerð til að uppræta H. pylori hjá sjúklingum með sársjúkdóma í maga, vélinda eða skeifugörn. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir/aldraðir: Virkt skeifugarnarsár og virkl góðkynja magasár: 20 mg einu sinni á dag að morgni. Flestir sjúklingar með virkt skeifugarnarsár ná bata innan fjögurra vikna. Sumir sjúklingar geta þó þurft aðra fjögurra vikna meðferð til þess að ná bata. Flestir sjúklingar með virkt góðkynja magasár ná bata innan sex vikna. En eins og áður geta sumir sjúklingar þurft aðra sex vikna meðferð til þess að ná bata. Tærandi eða særandi bakflæðissjúkdomar í maga/vélinda: 20 mg einu sinni á dag í 4-8 vikur. Langtimameðferð við bakflæðissjúkdómum í maga/vélinda: 10 eða 20 mg viðhaldsskammtur einu sinni á dag, háð svörun sjúklings. Uppræting á H. pyior'r. Sjúklinga með H. pylori sýkingu skal meðhöndla með upprætingarmeðferð. Mælt er með eftirfarandi samsetningu sem gefin er í 7 daga: Pariet 20 mg tvisvar sinnum á dag + klaritrómýcín 500 mg tvisvar sinnum á dag og amoxicillín 1 g tvisvar sinnum á dag. Fyrir ábendingar þar sem meðhöndlun er einu sinni á dag á að taka Pariet töflur á morgnana, fyrir mat til þess að auka meðferðarfylpni. Skert starfsemi nýrna eða lifrar: Ekki þarf að breyta skömmtum handa sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Sjá “Varnaðarorð og varuðarreglur”. Börn: Lyfið ekki ætlað börnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir rabeþrazóli, afleiðum benzímídazóls eða einhverju hjálparefni lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf. Varnaðarorð og varúðarreglur: Minnkun sjúkdómseinkenna við meðferð með rabeprazóli útilokar ekki að illkynja breytingar í maga eða vélinda séu fyrir hendi. Þess vegna á að útiloka illkynja breytingar áður en meðferð er hafin. Fylgjast skal reglulega með sjúklingum í langtímameðferð (sérstaklega þeim sem eru meðhöndlaðir lengur en í eitt ár). Aðvara skal sjúklinga um að tyggja ekki né mylja. Lyfið er ekki raðlagt börnum, þar sem engin reynsla er af notkun hjá þessum hópi. Engin gögn varðandi minnkað öryggi lyfsins komu fram í rannsókn hjá sjúklingum með vægan eða miðlungs mikla skerðingu á lifrarstarfsemi samanborið við viðmiðunarhóp af sama aldri og kyni en þar sem ekki er að finna gögn um notkun lyfsins við meðferð sjúklinga með alvarlegar truflanir á lifrarstarfsemi, er þeim sem ávísa lyfinu ráðlagt að gæta varúðar þegar meðferð með lyfið er fyrst hafin hjá slíkum sjúklingum. Milliverkanir: Rabeprazól er umbrotið af cýtókróm P450 (CYP450) kerfinu í lifur eins og önnur lyf af flokki prótónupumpuhemla (PPI). Rannsóknir á heilbrigðum einstaklincjum hafa sýnt að rabeprazól hefur ekki klfnískt marktækar milliverkanir við lyf sem voru rannsökuð og umbrotna fyrir tilstilii CYP450 kerfisins, warfarín, fenýtóín, teófýllín og díazepam. Rabeprazól veldur mikilli og langvarandi hömlun á seytingu magasýru. Milliverkanir við lyf þar sem frásog er háð sýrustigi geta komið fram. Því getur þurft að fylgjast með hverjum sjúklingi þegar slík lyf eru tekin samhliða rabeprazóli til þess að ganga úr skugga um hvort stilla þurfi skammta. Rabeprazól hefur ekki neikvæð áhrif á plasmaþéttni amoxicillfns eða klaritrómýcíns þegar það er gefið samtímis í þeim tilgangi að uppræta H. pylori sýkingu í efri hluta mapa og garna. Engar milliverkanir við sýrubindandi lyf á fljótandi formi hafa sést. Það voru engar klínískt marktækar milliverkanir yið fæðu. Meðganga og brjostagjöf: Lyfið á ekki að nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota lyfið. Akstur og stjórnun vinnuvéla: Á grundvelli lyfhrifa og samantektar um aukaverkanir er ólíklegt að lyfið valdi truflunum við akstur eða minnki hæfni til að nota vélar. Ef árverkni verður minni vegna syfju er þó ráðlegt að forðast akstur og stjórnun flókins vélbúnaðar. Aukaverkanir: Lyfið þoldist yfirleitt vel í klínískum rannsóknum. Aukaverkanir sem komu fram hafa yfirleitt verið vægar eða fremur vægar og skammvinnar í eðli sínu. Algengustu aukaverkanirnar (tíðni > 5%) í klínískum rannsóknum voru höfuðverkur, niðurgangur og ógleði. Algengar (>1%): Aimennar. Höfuðverkur, þróttleysi ótilgreindir verkir/bakverkir, „svimi, inflúensulík einkenni, sýking , svefnleysi. Meltingarvegur. Niðurgangur, ógleði, kviðverkir, uppþemba, kokbólga, uppköst, hægðatregða. Öndunarfæri: Nefslímubólga, hósti. Sjaldgjæfar (0,1-1%): Almennar. Vöðvaþrautir, brjóstverkir, svefnhöfgi, kuldahrollur, ropi, sinadráttur í fótum, liðverkir, hiti. Meltingarvegur. Munnþurrkur, meltingartruflanir. Húð: Útbrot. Öndunarfærr. Berkjubólga, skútabólga. Geð: Taugaóstyrkur. Þvagfærí: Þvagfærasýkingar. Ofskömmtun: Allt að 80 mg skammtar á dag hafa þolast vel. Ekkert sérstakt mótefni er þekkt. Rabeprazól er mjög mikið próteinbundið og er þess vegna ekki auðvelt að himnuskilja. Eins og við aðra ofskömmtun á að veita meðferð við einkennum og almenna stuðningsmeðferð. Lyfhrif: Rabeprazól tilheyrir flokki andseytandi efna, benzfmídazólafleiða, sem sýna hvorki andkólínvirka né H2 histamínblokkandi eiginleika, en bæla losun magasýru með sérstakri hömlun á H+/K+-ATPasa ensíminu. Áhrif eru skammtaháð og leiða til hömlunar á bæði grunn- og örvaðri sýrulosun, óháð áreiti. Andseýtandi virkni: Eftir jnntöku 20 mg skammts af rabeprazól natríum hefst andseytandi verkun innan einnar klst., hámarksáhrif koma fram innan 2-4 klst. Ahrif á gastrín í sermi: í klínískum rannsóknum voru sjúklingar meðhöndlaðir einu sinni á dag með 10 mg eða 20 mg af rabeprazól natríum í allt að 43 mánuði. Gastrínþéttni í sermi jókst á fyrstu 2 til 8 vikunum sem endurspeglar hamlandi áhrif á sýrulosun og hélst stöðug meðan á meðferð stóð. Önnuráhrif: Ekki hafa sést almenn áhrif rabeprazól natríum á miðtaugakerfi, hjarta- og æðakerfi og öndunarfæri hingað til. Rabeprazól natríum, gefið í inntöku í 20 mg skömmtum í 2 vikur, hafði engin áhrif á starfsemi skjaldkirtils, kolvetnisefnaskipti eða blóðþéttni skjaldkirtilshormóns, kortisóls, estrógens, testósteróns, prólaktíns, kólesýstókíníns, sekretíns, glúkagons, FSH, LH, reníns, aldósteróns og vaxtarhormóns. Lyfjahvörf: Frásog:Lyfið er á formi sýruhjúptaflna. Þetta lyfjaform er nauðsynlegt þar sem rabeprazól er óstöðugt í sýru. Frásog rabeprazóls hefst þess vegna ekki fyrr en taflan fer úr maga. Frásog er hratt, hámarksþéttni rabeprazóls kemur fram um 3,5 klst. eftir 20 mg skammt. Dreifing: Rabeprazól er um 97% bundið plasmapróteinum í mönnum. Umbrot og útskilnaður: Hjá mönnum eru tíóeter (M1) og karboxýlsýra (M6) aðalumbrotsefni í plasma auk súlfóns (M2), desmetýltíóeters (M4) og merkaptúrsýruafleiðu (M5) sem eru lítilvæg umbrotsefni sem greinast í minna mæli. Pakkningar/verð:. 01.09.02 10 mg: 28 stk.-3038 kr, 56 stk.-5427 kr. 20 mg: 14 stk.-2761 kr., 28 stk- 4896 kr., 56 stk. - 8656 kr., 120 stk- 16667 kr. Hámarksmagns sem ávísa má með lyfseðli er sem svarar 30 daga skammti. Reductil (r) sibutramin - verkar þar sem hungriö hefst Reductil Abbott Scandinavia HYLKI,(hörö);A 08 A A 10 R0 Hvert hylki inniheldur:10 mg Sibutraminum INN.hýdróklóríömónóhýdrat (samsvarar 8,37 mg af sibutramini),eða 15 mg Sibutraminum INN, hýdróklóríömónóhýdrat (samsvarar 12,55 mg af sibutramini. Ábendingar: Reductil er ætlaö sem viöbótar meðferö í megrunaráætlun hjá: Offitusjúklingum, sem eru of feitir vegna fæöuneyslu og hafa líkamsþyngdarstuðul (BMI) 30 kg/m2 eða stærri. Ofþyngdarsjúklingum, sem eru of þungir vegna fæöuneyslu og hafa líkamsþyngdarstuðul 27 kg/m2 eða hærri, ef offitutengdir áhættuþættir, svo sem insúlínóháö sykursýki eða blóðfituvandamál (dyslipidaemia), eru fyrir hendi. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorönir: Upphafsskammtur er eitt hylki af Reductil 10 mg daglega.Hylkið má taka með eöa án fæöu. Börn: Lyfið er ekki ætlaö börnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir sibutramini eða einhverju hjálparefnanna, líffræöilegar ástæður offitu, saga um alvarleg átröskun, geösjúkdómar.Sýnt hefur verið fram á í dýrarannsóknum aö sibutramin hefur hugsanlega virkni gegn geðlægö og því má ekki útiloka að notkun sibutramins kunni að leiða til oflætisatvika hjá sjúklingum með tvíhverfa geölægö.Touretteheilkenni, samtímis notkun, eða notkun undanfarandi tvær vikur, á MAO hemlum eða öðrum miðlægt verkandi lyfjum til meðhöndlunar á geösjúkdómum (s.s. geðlægðarlyf.lyf við geðrofi (psychosis) eða til megrunar, eða tryptófani vegna svefntruflana. Saga um kransæðasjúkdóm, hjartabilun, hraðtakt, teppusjúkdóm í útlægum slagæöum, sláttarglöp eöa heilaæðasjúkdóm (heilablóðfall eöa skammvinnt blóðþurrðarkast, TIA -transient ischemic attack,). Háþrýstingur, sem ekki hefur náðst nægileg stjórn á (>145/90 mmHg sjá kafla 4.4 Sórstök varnaöarorð og varúðarreglur við notkun). Skjaldvakaofseyting, alvarlega skert lifrar-eða nýrnastarfsemi.góðkynja ofvöxtur hvekks ásamt þvagtregðu, krómfíklaæxli (phaeochromocytoma), þrönghornsgláka, saga um fíkniefna-, lyfja-eða áfengismisnotkun, meðganga og brióstagjöf. Börn og unglingar allt að 18 ára, vegna ónógra upplýsinga, sjúklingar eldri en 65 ára, vegna ónógra upplýsinga. Sérstök varnaöarorð og varúðarreglur við notkun: Fylgjast skal með blóðþrýstingi og pulsi hjá öllum sjúklingum sem nota Reductil 15 mg, vegna þess að sibutramin hefur valdið marktækri klínískri hækkun á blóðþrýstingi hjá sumum sjúklingum. Fylgjast skal með þessum þáttum á 2 vikna fresti fyrstu þrjá mánuðina, mánaðarlega frá 4. til 6. mánaðar og reglulega þaðan í frá, þó ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti. Hætta skal meöferð hjá sjúklingum sem við tvær skoöanir í röö eru með hraöari hjartslátt í hvíldastööu sem nemur ( 10 slögum/mín. eöa aukinn slagbils-/þanbilsþrýsting sem nemur ( 10 mmHg. Meðferð skal hætt hjá háþrýstingssjúklingum sem áður höfðu blóðþrýsting undir góðri stjórn, ef blóöþrýstingur fer yfir 145/90 mmHg í tveimur mælingum í röð (sjá kafla 4.8 Aukaverkanir „Hjarta- og æðabreytingar"). Fylgjast skal vel með blóöþrýstingi hjá sjúklingum sem eru með kæfisvefn. Þótt tengsl hafi ekki fundist á milli sibutramins og frumkomins lungnaháþrystings, mikilvægt, með tilliti til almennrar varkárni varðandi megrunarlyf, að vera á varöbergi gagnvart einkennum á borð við vaxandi mæði, brjóstverk og ökklabjúg í venjubundnum eftirlitsskoöunum. Ráðleggja ber sjúklingi að hafa samband við lækni án tafar verði hann var við slík einkenni.Gæta skal fyllstu varúðar þegar Reductil 15 mg er ávísað sjúklingum með flogaveiki. Vart hefur orðið við aukna plasmaþéttni sibutramins hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi. Gæta skal varúðar við notkun Reductil 15 mq hjá slíkum sjúklingum, enda þótt ekki hafi verið greint frá neinum aukaverkunum. Þótt einungis óvirk umbrotsefni skiljist út um nýrun, skal nota Reductil 15 mg með varúð hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi. Nota skal Reductil 15 mg með varúð handa sjúklingum með fjölskyldusögu um hreyfingakippi eða talkæki (verbal tics). Konur á barneignaraldri eiga að nota viðeigandi getnaðarvarnir þann tíma sem Reductil 15 mg er notað. Hætta er á misnotkun lyfja sem hafa áhrif á miðtaugarkerfi. Hins vegar hafa engar vísbendingar komið fram, í tiltækum klínískum upplýsingum, um misnotkun sibutramins. Almennrar varkárni er gætt vegna þess að ákveðin megrunarlyf tengjast aukinni hættu á hjartalokumeinum. Hins vegar hafa ekki komið fram í klínískum upplýsingum vísbendingar um aukna tíðni við notkun sibutramins. Sjúklingar með sögu um alvarlega átröskun, eins og lystarstol og lotugræðgi mega ekki nota þetta lyf. Engar upplýsingar eru til um meðferö með sibutramini hjá sjúklingum með áráttukennda átröskun. Nota skal sibutramin með varúð handa sjúklingum með frumgláku (open-angle glaucoma) og hjá þeim sem eru í hættu hvað varðar hækkaðan augnþrýsting, t.d. vegna fjölskyldusögu. Milliverkanir við önnur lyf og aörar milliverkanir: Brotthvarf sibutramins og virkra umbrotsefna verður með umbrotum í lifur. Það ensím sem á stærstan þátt í umbrotunum er CYP3A4 en CYP2C9 og CYP1A2 geta einnig tekið þátt í umbrotunum. Gæta skal varúðar við samtímis notkun Reductil 10 mg og lyfja sem hafa áhrif á virkni CYP3A4 ensímsins (sjá kafla 5.2 Lyfjahvörf). CYP3A4 hemlar eru m.a. ketoconazol, itraconazol, erythromycin, clarithromycin, troleandomycin og ciclosporin. Samtímis notkun ketoconazols eða erythromycins og sibutramins jók plasmaþéttni (AUC) virkra umbrotsefna sibutramins (23% annars vegar og 10% hins vegar) í milliverkanarannsókn. Meðaltals hjartsláttartíðni jókst um allt að 2,5 slög á mínútu umfram það þegar aðeins var notað sibutramin. Rifampicin, phenytoin, carbamazepin, phenobarbital og dexamethason eru CYP3A4 ensímhvatar og kunna að hraða umbroti sibutramins þó að slikt hafi ekki verið rannsakað. Samtímis notkun nokkurra lyfja, sem hvert um sig eykur magn serotonins í heila, getur valdið alvarlegum milliverkunum. Þetta fyrirbrigði kallast serotoninheilkenni og getur í einstaka tilfellum komið fyrir við samtímis notkun sértækra serotonin endurupptökuhemla [SSRIj og ákveðinna mígrenilyfja (t.d. sumatriptan, dihydroergotamin), eða samtímis vissum ópíóíðum (t.d. pentazocin, petidin, fentanyl, dextromethorphan) eða í þeim tilfellum þar sem notuö eru tvö SSRI lyf samtímis. Þar sem sibutramin hamlar endurupptöku serotonins (auk annarra áhrifa) skal ekki nota Reductil 10 mg samtímis öörum lyfjum sem einnig auka magn serotonins í heila. Ekki hefur verið gerð ítarleg úttekt á samtímis notkun Reductil 10 mg og annarra lyfja sem auka blóðþrýsting eða hjartsláttartíöni. Meðal lyfja af þessari gerð eru ákveöin hósta-, kvef- og ofnæmislyf (t.d. ephedrin og pseudoephedrin), auk ákveöinna lyfja við nefstíflu (t.d. xylometazolin). Gæta skal varúðar við ávísun Reductil handa sjúklinaum sem nota þessi lyf. Reductil dregur ekki úr áhrifum getnaðarvarnarlyfja til inntöku. Stakir skammtar af sibutramini, sem gefnir voru samtímis áfengi, höfðu engin áhrif á skilvitlega eða skynhreyfilega hæmi. Hins vegar samrýmist neysla áfengis að öllu jöfnu ekki því mataræöi sem mælt er með. Engar upplýsinqar liggja fyrir um samtímis notkun Reductil og orlistats.Tvær vikur ættu að líða frá því hætt er aö nota sibutarmin og þar til byrjað er að nota MAO-hemla. Meðganga og brjóstagjöf: Þungaöar konur mega ekki nota sibutramin. Almennt er ekki talið rétt að nota megrunarlyf á meðgöngu og konur á barneignaraldri eiga því að nota viðeigandi getnaöarvörn þann tíma sem sibutramin er notaö og láta lækninn vita verði þær þungaðar eða hyggjast verða þungaðar meðan á meðferö stendur.Ekki er vitað hvort sibutramin skilst út í bijóstamjólk og skal því ekki gefa Reductil 10 mg konum með barn á brjósti. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Þótt sibutramin hafi engin áhrif haft á skynhreyfilega eöa skilvitlega hæfni hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum geta lýf sem verka á miötaugakerfi skert dómgreind, hugsun eða hreyfigetu. Því ætti aö vara sjúklinga við því að hæfni þeirra til aksturs, notkunar véla eöa ástundunar áhættusamra starfa kunni að skerðast þegar Reductil er notaö. Aukaverkanir: Flestar aukaverkanir komu fram við upphaf meðferðar (á fyrstu 4 vikunum). Alvarleiki þeirra og tíöni minnkaði eftir því sem á leið. Þær voru yfirleitt ekki alvarlegar, leiddu ekki til stöðvunar á meðferð og voru afturkræfar.Aukaverkanir, sem komu fram í klínískum rannsóknum, eru tíundaðar hér að neðan eftir líffærakerfum (mjög algengar > 10%, algengar 1-10%): Mjög algengar (>10%):Meltingarfæri:Lystarleysi, hægðatregða. Miðtauqakerfi: Munnþurrkur, svefnleysi. Algengar (1-10%): Hjarta og æðakerfi: Hraðtaktur, hjartsláttarónot, hækkaður blóðþrýstingur/háþrystingur, hitasteypur. Meltingarfæri: Ógleði, versnun gylliniæðar. Miðtaugakerfi: Svimi, náladofi, höfuöverkur, kvíði. Húð: sviti. Skynfæri: Brenglun á bragöskyni. Eftirfarandi klínískt marktækar aukaverkanir komu fram í einstökum tilfellum við meðferð meö sibutramini: Bráð millivefsnýrnabólga. Hnoðrahengis- háræðaþels-nýrahnoðrabólga (mesangiocapillary glomerulonephritis). Ofnæmishúðblæðingar (Henoch-Schönlein purpura).FIog. Blóðflagnafæö. Afturkræf aukning lifrarensíma. Bráð sturlun kom fyrir eftir meðhöndlun eins sjúklings með geðklofa, sem aö öllum líkindum var til staðar áður en meðferð hófst. Fráhvarfseinkenni t.d. höfuðverkur og aukin matarlyst hafa stöku sinnum sést. Engin merki eru um fráhvarfsheilkenni eða geðsveiflur þegar meðferö er hætt. Greint hefur verið frá sjaldgæfum tilvikum um óskýra sjón eftir að lyfið kom á markaö.Hjarta- og æðabreytingar: Vart hefur orðiö við meðaltalsaukningu á slagbils- og þanbilsþrýstingi um 2-3 mmHg í hvíld og meðaltalsaukningu á hjartsláttartíöni um 3-7 slög á mínútu.Ekki er hægt að iftiloka enn meiri hækkun blóðþrýstings og aukningu á hjartsláttartíðni í einstökum tilfellum. Hvers konar marktæk klínísk hækkun blóðþrýstings og aukin hjartsláttartíðni verður ýfirleitt snemma í meðferðinni (fyrstu 4-12 vikurnar). Meðferð skal hætt í slíkum tilfellum (sjá kafla 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur viö notkun). Að því er varðar meðferð með Reductil 10 mg fyrir sjúklinqa meö háþrýsting, sjá kafla 4.3 Frábendingar og 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúöarreglur við notkun. Pakkningar og hámarksverö í smásölu 1. ágúst 2002: Reductil 10 mg: 28 stk. (dagatalspakkning.þp.): kr.10.191.-;98 stk.(dagatalspakkning, þp.): kr. 30.498.- .Reductil 15 mg: 28 stk.(dagatalspakkning,þp.): kr. 10.859-;98 stk. (dagatalspakkning.þp.): kr. 32.635.-Greiðslufyrirkomulag: Tryggingarstofnun ríkisins tekur ekki þátt í greiðslu lyfsins nema að uppfylltum ákvekeðnum skilyröum og er þá gefið út lyfjaskýrteini. Hámarksverð fyrir þá sem eru með lyfjaskýrteini er kr. 4.950,-Örorkulífeyrisþegar greiða kr. 1.350,- Afgreiðslutilhögun: Lyfið er lyfseðilsskvlt. Heimilt er að ávísa lyfinu til 100 daga notkunar í senn. Texti síöast endurskoðaður 15. júlí 2002. Handhafi markaðsleyfis: Abbott Laboratories. Umboðsmaður á Islandi: PharmaNor hf. Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. 872 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.