Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 15
Hugarfarssaga kynlífsins, þegar hann lést skyndilega vorið 1984. Loks verður að geta þess, að Frakkar hafa viljað flokka undir þessa stefnu verk ýmissa erlendra fræðimanna eldri, sem borist hafa til Frakklands nýlega — og reyndar sum hver ekki vakið verulega athygli fyrr en á síðari árum. Má þar nefna hinar merku rannsóknir Norberts Elias, sem er þýskur en hefur lengst af dvalist í Englandi, á mannasiðum fyrri alda og viðhorfum manna til þeirra (Úber den Prozess der Zivilisation) og rit Italans Alberto Tenenti um viðhorf manna til lífs og dauða, Tilfinningin fyrir dauðanum og ástin á lífinu á endurreisnar- tímanumN En um leið og þessi hugarfarssaga tók að ryðja sér til rúms varð önnur breyting á stöðu Annála-hreyfingarinnar í Frakklandi. Fram að því hafði þessi stefna í sagnfræði fyrst og fremst verið þekkt meðal sérfræðinga en ekki náð í neinum mæli til almennings. Þess er t. d. minnst, að þegar hið mikla brautryðjandaverk Fernand Braudels Miðjarðarhafið og Miðjarðar- hafslöndin á öld Filipusar 2. kom út árið 1949 fékk það að vísu strax góða dóma meðal fræðimanna en vakti annars litla athygli og seldist lítið. Sama máli gegndi um flest önnur sagnfræðirit sem tengdust Annála-hreyfingunni. En upp úr 1970 fór þetta að breytast: „nýja sagnfræðin" eins og þá var farið að kalla hana (þótt hún væri meira en fjörutíu ára gömul) komst skyndilega í sviðsljósið: sagnfræðingar eins og Duby, Le Goff og fleiri urðu fjölmiðla- stjörnur, alls staðar var farið að ræða þessa „nýju stefnu", og ýmis rit hugar- farssögunnar, sem áður voru talin, og fleiri verk eftir sömu menn urðu metsölubækur og komu út í risaupplögum, — fyrst Montaillou, svo aðrar bækur. Gömul rit eins og Miðjarðarhafið eftir Braudel voru dregin fram í dagsljósið og fóru nú fyrst að seljast verulega. I kosningabaráttunni 1978 sagði Fran$ois Mitterrand fréttamönnum, að hann hvíldi hugann með því að lesa verk Philippe Ariés um dauðann, og núna nýlega spurðist það, að Jacques Le Goff hefði fengið starf sem ráðunautur við kvikmyndun skáld- verksins Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco . . . 2. Ekki þarf nema meðal illvilja og varla það til að álykta að hér sé á ferðinni enn ein „tískuhreyfingin“ frönsk og muni hún hljóta sömu örlög og aðrar tískuhreyfingar: eftir að hafa verið aðalumræðuefnið á kaffihúsum Parísar í nokkur ár verði henni skyndilega vísað á bug með háðsglósum, menn telji hana hina örgustu firru og hún falli svo mjög í gleymsku að ekki verði lengur tekið mark á traustum niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið á þessu sviði. Þess verður reyndar þegar vart að ýmsir blaðamenn (sem hafa kannske áhyggjur af því að þeir kunni að missa af lestinni) líta þannig á hana 413
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.