Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar skrifa heldur kom upp þörf til sjálfsskilnings og til að miðla honum til annarra vegna þess hvað þetta fólk hafði upplifað miklar þjóðfélagsbreyting- ar. (Vincent 1981:23—26; Burnett 1982:10) Sjálfsævisögur eru mikilvægar fyrir hugarfarssagnfræðinga, en hvernig dreifast þær á þjóðfélagshópa? Fyrir iðnbyltingu koma þær nærri eingöngu frá hástéttarfólki en á 19. öld dreifast þær á æ fleiri hópa, bæði í Englandi, Danmörku og á íslandi. (Vincent 1981:7; Zerlang o. fl. 1982:10—11, 274— 82) Þetta þýðir auðvitað ekki að þær dreifist jafnt á allar þjóðfélagsstéttir; t. d. segir Burnett (1982:12) um England: „Alltaf koma fæstar frá fátækasta fólkinu, og við verðum að gera ráð fyrir því að til séu þeir geirar þjóðfélags- ins sem hafa ekki látið sagnfræðinga heyra í sér ennþá.“ Af ýmsum ástæðum skiptir ekki eins miklu máli og menn gætu ætlað hvað sjálfsævisöguritarar eru einlitur hópur. Hver ævisaga geymir nefnilega aðrar sögur úr sama umhverfi sem fólk hefur haft svipaða reynslu af. Þegar ævisaga er notuð sem heimild um tiltölulega einsleitt umhverfi sem hún gerist í, getur hún gefið einstaklingsbundna mynd af almennum veruleika. Ennfremur má nefna að þegar sjálfsævisögur eru taldar til mikilvægra heimilda, er það vottur um að félagsfræðingar og sagnfræðingar hafa þörf fyrir að sýna tengslin milli hins sérstaka og hins almenna í díalektísku ljósi. Hver maður er meira en hann sjálfur, hann ber vitni um sína félagslegu heild. (Ferrarotti 1983:66) Meðal fræðimanna sem hafa notað sjálfsævisögur í bernskusögurann- sóknum ber fyrst að nefna rit Lindu Pollocks, Forgotten Children (Pollock 1983), ítarlegt og metnaðarfullt verk. Pollock hafnar rétttrúnaðartúlkuninni og segir að „það sé engin ástæða til að ætla að umhyggja foreldra fari eftir þjóðfélagsaðstæðum og breytingum á þeim“ (s. VIII). Þessa tilgátu styður hún með tilvísun í nýjustu rannsóknir sem sýna að börn þroskast ekki eðlilega nema þau fái lágmarks-umönnun (41). Fjölmörg börn hefðu átt að vera stórlega sködduð til líkama og sálar ef þessir fræðimenn hafa á réttu að standa. Pollock gagnrýnir rétttrúnaðarkenninguna fyrir að byggja á for- skriftum yfirvalda, er lýsi hugmyndafræðilegum viðhorfum, en ekki lýsandi heimildum sem sprottnar séu frá fólkinu sjálfu. Alkunnugt sé hvað fræðirit um barnauppeldi hafi lítil áhrif á foreldra á okkar dögum: varla hafi leiðbeiningar yfirvalda haft meiri áhrif fyrr á tímum (44). Ekki sé heldur beint samhengi milli gilda/viðhorfa fólks og athafna, þess vegna sé nauðsyn- legt að komast að því hvernig fólk annaðist um börn sín, ekki bara hvaða skoðanir það hafði á barnauppeldi (89). Með þetta í huga fór Pollock í gegnum fjöldann allan af sjálfsævisögum. Af þeim ályktar hún að röksemdir margra sagnfræðinga séu haldlausar, að minnsta kosti hvað England varðar: 450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.