Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 119
föðurmorð væru farin að jaðra við fjöldaaftöku! I Sögunni allri reynir Guðmundur Andri fyrst og fremst að endurgera ein- hvers konar heillega mynd af föður sín- um, tilfinningalega mynd sem hann gæti tekið afstöðu til. I lýsingunni á föð- urnum kemur fram bæði hatur og ást sögumannsins, bæld árásargirni en líka blíða — og myndin af föðurnum verður ótrúlega flókin. Guðmundur Andri endurgerir mynd föðurins eitthvað á þessa leið: Upphaf- lega er Haraldur ungur leigubílstjóri sem leikur töffara en er í raun ósköp rómantískur og barnalegur. Kærastan á að sameina það að vera ástkona hans og móðir; hlúa að honum, vernda hann og vagga honum inn í algleymið eins og Bing Crosby syngur: Heaven I’m in heaven... And I seem to find the happiness I seek When we’re out together dancing cheek to cheek. (247-248) Svo koma börnin, baslið, átök og von- brigði — enginn vangadans. Börnin eru móðurinnar, Haraldur er einangraður á heimilinu í vanþakklátu hlutverki fyrir- vinnunnar, heimilislögreglu, mannsins sem heldur börnunum niðri, fyrst á upp- eldislegum forsendum - seinna í valda- baráttu við þau. Hlutverk harðstjórans leyfir ekki því barnslega í persónuleika hans að koma út í samskiptum við börn sín. Hið barnslega verður að barnaskap; innistæðulausum belgingi og órök- réttum upphlaupum einkum á fylliríum. Það kemur fyrir að Manni sér glitta í annan föður; glaðan, hlýjan og frjáls- legan mann, á bak við þann sem hann Umsagnir um btskur þekkir, en aldrei nógu lengi til að hann geti ímyndað sér hvernig væri að eiga slíkan föður. Það er ekki fyrr en löngu seinna, þegar Haraldur er orðinn afi, að Manni sér hann mynda ástríkt samband við Hring litla, samband byggt á gagn- kvæmu trausti, ímyndunarafli og leik, sams konar samband og sögumaður sjálfur hefur við Hring. Við getum ályktað sem svo að sá faðir sem sögu- maðurinn ólst upp með hafi orðið hon- um nokkurs konar „neikvæð fyrir- mynd“, þannig faðir vilji hann ekki vera sjálfur. Hann vill „gangast við barninu í sér“, vera Hringi litla sá ástríki faðir og félagi sem pabbi hans sjálfs hefði getað verið honum. Við jarðarför föðurins fáum við texta sem minnir sterklega á lýsinguna á fæð- ingu dóttur Andra. Sögumaðurinn reynir að hugsa um tónlist, kvikmyndir, bókmenntir — en veruleikinn verður sterkari en skáldskapurinn þessu sinni, honum tekst ekki að halda föðurnum frá sér. Um kvöldið tekur hann mynda- albúmið og býr til söguna af föður sín- um sem ungum manni. Það er fallegur kafli og um leið tilraun Manna til að segja hið ósagða, fylla upp í eyðurnar í mynd föðurins sem hann þekkti svo lítið á meðan þeir bjuggu saman. I lok kafl- ans rennur það upp fyrir honum að hann er ekki einn á báti — það er móðir hans sem hefur skrifað hina nafnlausu minningargrein um mann sinn! Minningagreinar lúta föstum hefðum sem bókmenntagrein. Þær lýsa hinum látna, lýsingin er opinber, ætluð kom- andi u'mum og þar af leiðandi er þagað yfir göllum og ávirðingum. Um leið er lýsingin persónuleg og tjáir sorg og vin- áttu höfundarins til hins látna á hóf- stilltan, virðulegan hátt. Minningagrein- in er skáldskapur um þann sem er dáinn. 517
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.