Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 107
í ágústlok minnsta kosti viku, og hennar ætluðum við að njóta ein. Við lofuðum hvort öðru að minnast ekki á stríðið og ekki svo mikið sem hugsa um það. Morguninn eftir var búið að festa upp hvítar tilkynningar á alla stein- og tréveggi: HERUTBOÐ! Við töluðum ekki um þær, en við sáum þær allsstaðar. Blóðrásin mikla flutti nú með sér nýja hluti, hermenn. I fyrstu sást bara einn og einn, eins og litlir brúnir deplar, svo mynduðu þeir hópa og loks raðir. Þeir voru allsstaðar, rólegir á svipinn, og fólkið sem gekk framhjá þeim var líka rólegt á svipinn og talaði ekki um þá. Djúp þögnin náði æ sterkari tökum og gegnum hana bárust ný hljóð: Hófadynur og þungt vagnskrölt. A nóttinni heyrðum við þessi hljóð uppi á breiðgötunni. Við minntumst ekki á þau, en biðum þess bæði að þau þögnuðu. En þau héldu áfram alla nóttina. Sóttin elnaði jafnt og þétt og allt breyttist umhverfis okkur. Síðdegis, þegar við sátum niðri við Signu, horfðum við á langa lest grænna strætisvagna þar sem hún ók yfir eina brúna — þetta voru allir strætisvagnar Parísarborgar sem hurfu okkur sjónum eins og loftsjón. I annað sinn sátum við andspænis Gare St. Lazare og horfðum á hvern bílinn af öðrum koma akandi þangað og varla höfðu þeir numið staðar fyrr en smávaxnir, hnakkakertir liðsfor- ingjar stukku út með handtöskur sínar og hröðuðu sér niður að lestunum. Inni í miðri brautarstöðinni stóðu óbreyttu hermennirnir í hnapp, klæddir ullarfrökkum og spölkorn frá þeim voru konurnar í venjulegum fötum og með venjulegan svip á andlitinu. Við sáum fólk hvorki gráta né faðmast, hóparnir stóðu þarna undarlega tilfinninga- sljóir eins og þeir kæmu hvor öðrum eiginlega ekkert við. Eins og djúp þögnin hefði aðskilið menn og konur. Við gengum fram og aftur um göturnar og tylltum okkur við og við en sátum aldrei lengi í einu. Allsstaðar var nóg rými kringum okkur. Okkur fór að finnast við vera einhverjar framandi eindir í lífsblóði borgarinnar. Að lokum héldum við að mestu kyrru fyrir í götunni þar sem við bjuggum. En gatan var ekki lengur gatan okkar. Ibúarnir kinkuðu kolli til okkar eins og þeir voru vanir, en þeir brostu ekki og virtust ekki sjá okkur. Þegar við komum inn í verslanirnar voru okkur réttar vörurnar sem við báðum um með 505
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.