Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 124
Tímarit Máls og menningar það er ungi maðurinn sem tregur í taumi sættist við kjarnafjölskylduformið og lítur með eftirsjá til léttúðarskeiðsins og glaðværra (en kannski helst til drykk- felldra) skemmtifélaga. Helgalok lýsir tímabili í ævi ungs rit- höfundar sem hefur náð nokkurri viður- kenningu, kynnist, heillast af og býr með ungri stúlku sem telur skrifaðan skáldskap einskisverðan í samanburði við talaðan, og kemst höfundurinn um síðir að þeirri niðurstöðu að það sé til lítils að skrifa. Sagan endar á orðinu „ÞOGN“, sem er tákn þeirrar niður- stöðu sem söguhetjan Helgi kemst að. Vera má að eitthvað í þessa veru hafi einnig verið niðurstaða höfundarins Hafliða — hann virðist að minnsta kosti hafa farið hægt í sakirnar í ritstörfum sínum undanfarin ár. Um efni Sögunnar um Þráin vil ég vitna til orða höfund- arins, sem segir að hún fjalli um mann sem elskar ekkert kvikt af því að hann er svo steindauður sjálfur (sbr. viðtal í NT 22/12 1985). I fyrra kom út fjórða saga Hafliða Vilhelmssonar, Beygur (Hlöðugil 1985, 191 bls.). Sagan er stað- og tímasett í París og Reykjavík 1982—84 af hálfu höfundarins, sem mun hafa gefið hana út á eigin vegum. Hafi þögnin einhvern tíma verið niðurstaða Hafliða þá hefur hann fjar- lægst þá hugsun aftur; enn sem fyrr eru talsverð raunsæiseinkenni á sögu hans. I fyrri sögum Hafliða kemur fram að hann hefur allgott vald á stíl, og hér nýtur hann sín enn betur hvað það snert- ir; nýja sagan er líka bæði skemmtilegri og ristir dýpra en þær. I fyrri bókum hans er talsvert um prentvillur og mál- villur, en í Beyg er mun minna um slíkt. Margt horfir því til betri vegar í þessari bók höfundarins en hinum fyrri. í blaðaviðtali skömmu fyrir jólin 1985, sem vitnað er til framar, sagði höfundurinn að saga sín fjallaði um „þessa nagandi hræðslu sem stundum leggst á mann, óttann við lífið, óttann við framtíðina". Sagan hefur sterkt sál- fræðilegt ívaf þótt hún sé samfélagslýs- ing um leið; og að auki er í henni djúpur undirtónn sem varðar hlutskipti manns- ins, hið illa og skelfilega í heimi og eðli manna. Engu að síður er sagan hin skemmtilegasta lesning. Tvö svið Sögunni er skipt í tvö frásagnarsvið; annað tengist sögumanni, hitt söguhetj- unni Lilla. Þeir tveir eru í raun réttri sami maðurinn, en lifa þó hvor í sínum heimi. Tengslin milli þessara tveggja sviða í sögunni eru nokkuð flókin og höfundur rásar að lyst sinni milli þeirra. Lilli er fullorðinn maður og á hjóna- band að baki. Hann hefur þjáðst af geysilegri minnimáttarkennd, meðal annars vegna þess að hann hefur haft líkamslýti of völdum húðsjúkdómsins psoriasis. Hann býr með móður sinni og eyðir frístundum í að búa til flugvélalík- ön milli þess sem hann ber út dagblaðið Stundina. Móðir hans ofverndar hann, og vegna þessara illu aðstæðna er hann eins og aumingi þótt hann sé að mörgu leyti heilbrigður hið innra. Nú má túlka klofning sögunnar með ýmsum hætti. Mér virðist nærtækast að líta svo á að Lilli sé sjálfsmynd og hugar- fóstur sögumanns; á því tímabili sem hann er hvað mest þrúgaður af vanmeta- kennd sinni og geðflækjum verður hann Lilli í eigin augum. En svo verða ýmsir atburðir til þess að það raknar úr hon- um, hann sigrast á illum æskuminning- 522
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.