Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 35
og sjálfsréttlætingarnar sem helst einkenna aðalpersónuna jafnframt því að hún vokir lengst yfir því sem helst getur orðið henni til ófamaðar. Kannski Steinar hafí gert sér vonir um nýtt líf eftir þetta uppgjör við sjálfan sig sem sagan hlýtur að vera. Ef svo var varð honum ekki að von sinni. En Farðu burt skuggi er læsilegasta saga hans hvemig sem á því stendur, hvort sem hún er sprottin af meiri bjartsýni en önnur verk hans eða hvað. Söguþráðurinn verður þó að áráttukenndri þvælu undir lokin. Steinar kunni ekki að ljúka sögu sem sagður er aðall góðs skáldsagnahöfundar og þessi saga endar í samkrulli og flækjumálum. Langleiðina í gegnum hana er þó heiðari söguhiminn en annars gerist í skáldsögum hans. Ráðleysinginn í sögunni er kominn á vald Tjúlla og drykkjuskaparins undir það síð- asta; manns af þeirri gerðinni sem Steinar óttaðist og hataði og átti allt sitt undir eftir því sem gilti um útgefendur hér áður fyrr. Aður en orðtakið mjúki maðurinn varfund- ið upp. Steinar var alltaf að lenda í útistöð- um við sér harðhentari menn. Var sjálfur af þeirri gerðinni sem freistar manna með sad- ískt innræti til að svala þvílíkum þörfum. Smágert útlit og mjúklátar tilfínningar sem dylja mikið sjálfsálit og jafnvægisskyn kattarins. Slíkir menn eiga þrifnað sinn undir menningu og það húmanískri menn- ingu; þeir hljóta að vera gamaldags í háttum sínum og einn daginn hafa þeir úrelst. Það er ekki útlit fyrir að mjúki maðurinn eigi sjö dagana sæla á næstunni. Með dálít- illi einföldun er við hæfi að segja að um- svifín í þjóðfélaginu sem nú kennir sem víðast, frjálshyggjunnar, hafi drepið Stein- ar. Hann var 64 ára gamall þegar hann útskrifaðist úr Víðinesi nú í júní án þess að eiga sér fastan samastað. Og óþarft að draga dul á það að til þess hefði ekki komið nema fyrir þær hreinsanir sem nú standa yfír. Nú á að leggja niður þann ósið að aumingjar lifí á ríkinu. Steinar fékk inni á hóteli í vestur- bænum eftir útskriftina og var rændur þar af hótelstjóranum eftir að sá hinn sami hafði látið kasta honum ófullum í steininn. Eg hef hann sjálfan fyrir þessu í bréfi og af samtali og tel að greint sé frá ýkjulaust. Eftir flæk- ing vestur á Hellissand og síðan, eftir dvöl þar, milli gistivina í bænum fékk hann slag. Eins og við er að búast lét hann stjórnast af lífsástríðu sinni óheftri eftir útskriftina af sjúkrahúsinu, þeyttist til Hollands fyrir lánsfé og var allur. Einhverfa kynslóðin hafði hrist hann af sér. Hann var síðasta utangarðsskáldið. Seinheppinn eins og alltaf. Nú loks hafði hann fundið leið til að fullgera skáldverk með sniði sem var hans og einskis annars, síðasta bók hans sú besta og skáldsagan þar á undan sú næst besta. Það þarf svo mikið til mikils, segir hann í einu verka sinna. En þetta var vonlaust, kjallaraholan sem hon- um hafði verið látin eftir í Víðinesi var orðin honum óhæf vistarvera, jafnvel hon- um. Hann hefði ekki haldið viti þar annan vetur svo örðugur reyndist honum þessi síðasti. Lá lengst af í dvala, sagði hann. I vor greip hann lífsástríðukast, óðvirkni sem bar keim af örvæntingu. Það er því líkast eftir bréfínu í sumar að dæma, að hann hafi skrifað á sig gat. Að honum hafí tekist það sem dæmi eru um að höfundar reyni, skrifa frá sér persónuleikann og flæðir þá inn óskilyrt fítonskraftur hins andlega sem allt- af situr um manninn og leikur sér við að gera honum örlög. Líklega fann hann hve skammt var í að hann yrði talinn til manna. Að farið yrði að TMM 1993:2 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.