Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 55
krefst virkrar túlkunar lesandans til þess að botn fáist í. 2. Táknrænir þættir sögunnar Þar sem sakamálasagan er svona auðskilin mun ég nær eingöngu hér á eftir fjalla um hina skrifanlegu þætti Grámosans og sýna hvemig ég virkjaði minn skilning við lest- urinn á þroskasögu Asmundar. Ein af þeim aðferðum sem Barthes notar til þess að greina skrifanlegan og lesanleg- an texta að, er að skoða það sem hann kallar táknræna þætti textans. Þessir táknrænu þættir, sem einungis tilheyra skrifanlegum textum, einkennast af því að lesandinn skynjar að það er eitthvað meira á bak við ákveðnar senur textans en það sem stendur beint í textanum. Textinn gefur eitthvað í skyn. Og til þess að skilja þessar duldu merkingu neyðist lesandinn til að fara fram og til baka í textanum, fínna brot og setja textann aftur saman. í eftirfarandi túlkun minni á Grámosanum mun ég leggja aðal- áherslu á hina táknrænu þætti sem gefnir eru í skyn í tengslum við ferðalagið, Sól- veigu Súsönnu og sögumanninn. Ferðalagið Ásmundur fer í ferðalag til prestssetursins og aftur til baka. Strax í byrjun sögunnar, og reyndar áður en lesandinn fær að vita um tilgang ferðalagsins, kemur í ljós að eitt- hvað alvarlegt og óvænt hefur gerst — les- andinn skynjar að það er eitthvað meira að baki þessarar ferðar. Þar segir um Ásmund: Förunautur minn sagði aldrei neitt. Hve breyttur hann var frá ferð okkar austur; þá lék hann á als oddi. Og leit hátt. . 3 Nú var hann gneypur, þagði. Hvað gerðist og hví er Ásmundur svo breyttur? Ásmundur veit að þessi ferð er farin til þess að dæma í sakamáli. Sam- kvæmt hugmyndum Ásmundar getur sam- félagið, og þeir sem eiga að halda uppi lögum þess og reglum, ekki liðið neitt brot á Guðs- og mannalögum; uppræta skal ill- gresið í kristinna manna reit, og kæfa „hvert afbrot áður en það yrði að faraldri sem enginn endir yrði á“ (44). Þetta er leiðarljós Ásmundar eftir lögfræðinámið í útlöndum. Og þetta vill hann núna, í þessari frumraun sinni, sýna umheiminum að hann geti, sýna hvers hann er megnugur eftir námið. Þessa prófraun stenst hann, þó eng- inn glæsibragur sé þar á: hann nær aðeins að knýja fram játningu hjá Sæmundi — Sólveig fyrirfer sér áður en Ásmundur nær að yfirheyra hana. Þannig upplýsist alvar- legasti glæpurinn aldrei: Drap hún bamið eða fæddist það andvana. En eru þessi rétt- arfarslegu mistök ástæðan fyrir þeim breyt- ingum sem á Ásmundi urðu? Varla. Eg tel að skoða þurfi hinn táknræna þátt sendifar- arinnar til þess að skilja þá breytingu. Ásmundur segir um þessa ferð sína: „Hann var áð vissu leyti sáttur við þessa sendiför sem varð ekki umflúin.“ (43) Af hverju verður hún ekki umflúin? Ástæðan er sú að sendiför Ásmundar er ekki bara að dæma í glæpamáli og þar með sanna getu sína sem lögfræðingur, heldur er þetta þroskaferð frá æskunni, náminu og hinu ljúfa lífi stórborgarinnar til fullorðinsáranna þar sem hinn ungi maður verður samþykkt- ur sem gildur meðlimur í samfélaginu. Sendiförin er því að nokkru leyti mann- dómsvígsla, sönnun þess að hann er ekki lengur óreyndur skóladrengur með höfuðið fullt af skáldagrillum, einsog faðir hans kallar það, heldur að hann sé orðinn þrosk- TMM 1993:2 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.