Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 22
Das fördert die Verdauungskraft Und wiirzet die Getranke. (Á kvöldin syngur þrællinn gjarna frelsis- ljóð á kránni, það bætir meltinguna og kryddar drykkinn). Lengi vel reyna skáld sem flest að harka af sér, sýna hetjuskap, halda áfram andóf- inu, bregðast ekki þeim metnaði að segja samfélagi og valdhöfum beiskan sannleika — eins og spámönnum bar alltaf að gera. Þessi trúhneigði hetjumóður lifir að vísu enn — misgóðu lífi eftir menningarsvæð- um. En við getum líka komið auga á aðra hneigð og hún verður æ sterkari: hún er sú að bókmenntirnar gefist upp á því hálftrú- arlega hlutverki að vera ,,oss samviska utan við oss sjálfa“. Vanmáttarkenndin gamla magnast af þeim aðstæðum að við erum öll stödd á miklu markaðstorgi þar sem ekki heyrist hundsins mál fyrir gný og gaura- gangi þúsunda sem bítast um athyglina af sannri grimmd. Hún magnast lika af þeim innri meinsemdum sem hvísla að skáldinu, að það sé heimska og frekja að ætlast til þess, að skáldskapur breyti heiminum eins og þeir gömlu vildu helst trúa. Menn gerast lítilþægari, hvunndagslegri, sáttari við að vera „bara að skemmta fólki“ eins og það heitir. Það er ekki lengur goðgá að menn segi um bækur sínar „við erum barasta að framleiða vöru“, rétt eins og hver annar — öllu heldur er það talið bera vott um raun- sæi: skáldin eru á sinn hátt að horfast í augu við guðlausan heim. En þó er eins og menn sakni einhvers og það getur, sem fyrr segir, komið fram í því að menn líti með eftirsjá til landa þar sem ritskoðun var þar til fyrir skemmstu. Þar sem skáldin voru enn ókrýndir andlegir ráðherrar þjóðanna, sem valdsmenn óttuðust og virtu með því að ofsækja þau. Taki engin þessi orð sem svo, að rithöf- undar séu endilega búnir að gefa frá sér þá dyggð sem stundum er kölluð þegnlegt hug- rekki. Hugsunin um vanmátt bókmennt- anna, já og tungumálsins yfirhöfuð, er óneitanlega áleitin og partur af okkar menn- ingartilveru. (Hvað skyldi vera búið að yrkja mörg kvæði um vanmátt orðanna, skrifa margar skáldsögur um það hve erfitt er að skrifa skáldsögur?). Aðstæður í sam- félaginu og bókmenntafræðunum sjálfum haldast í hendur með mörgum hætti. Til dæmis með því sem áður var drepið á: það þykir ekki lengur við hæfi að virða ,,kanón“ bókmenntanna, „hinar miklu bækur heims- ins“, sem gegndu því hlutverki að vera vitar sem ekki slokknar á, lampi vorra fóta á langri vegferð. Allir textar eru samtengdir og raðtengdir og allir eru viðfangsefni fræðanna —jafnt Thomas Mann sem met- sölureyfarinn, jafnt Marcel Proust sem pönktextamir. Og þessi útjöfnun, hún er meðal annars tengd þeirri „afhelgun" sem alveldi markaðsins stýrir. Markaðurinn er (eins og Ortega y Gasset segir meðal ann- arra) duglegur að greiða fyrir viðskiptum, en hann er blindur á verðmæti. Fyrir honum er sú bók góð sem vel selst, en hin slæm sem nýtur lítillar eftirspumar. Á hinn bóg- inn hefur það orðið sérkennilegur partur af jafnaðarstefnu eða vinstrimennsku á villi- götum, að gera sem minnstan mun á „há- menningu“ og „lágmenningu", því allt er það tjáning einhverra þarfa. Um leið er rifið niður átoritet höfund- anna, skáldanna með því að flytja allar helstu áherslur frá þeim yfir á viðtakand- ann, lesandann. Höfundurinn er dauður, 20 TMM 1993:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.