Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 96
bálksins) er hruninn og hann hefur ekki fundið annan í staðinn. En sem betur fer freistast hann ekki til þess að reyna lifa í rústunum. Það er styrkur Sigfúsar en um leið ein skýringin á þeirri bölsýni sem einkennir Zombíbálkinn. Hann veit að það er „ekkert á plötunni / lengur nema flugur frasanna / þurrar og rykið í öllum þeim / dýrindis gluggum deildanna / Zombt við skulum aldrei / setja hana á aftur“. Af Zombí- ljóðunum að dæma hefur Sigfús ekki fundið nýja plötu. Hver er Zombí? HvererZombí og af hverju erhann vakinn upp? Zombí er flótti skáldsins frá einsemdinni. Zombí er líka hugarórar hans, blekking nætur- innar — félagi í myrkrinu: „í myrkrinu / eru ímyndun okkar / allir vegir færir / og hluti má fullkomna/ að nýrri og nýrri vild“, segirSigfús í 17. kvæðinu og heldur áfram: Alnýjan mann til dæmis og þar í nýtt eigið sjálf jafnfágað og fjörustein. En svo fallast þér hendur líkt og fleirum rétt áður en ljósið kentur skítugt eins og strokleður (...) Zombí er auðvitað í eðli sínu bam myrkursins og það er Sigfús líka. „Myrkur er lífsgæði", sagði hann í Mýrarenglarnir falla. En oftast er Zombí í senn félagi skáldsins og lærisveinn. Skáldið leggur lífsreglurnar, andvarpar með honum, bölvar og huggar. Hefur framan af nokkuð gott vald yftr sköpunarverki sínu, en missir tökin þegar á ltður. Zombí rífur sig undan heimi skáldsins, vill „verða eins og fólkið / er flest svo fljótt / til að gleðjast yftr litlu“. Vill flýja undan byrði vitundarinnar, horfa á heim- inn án þess að reyna að skilgreina hann: Eg veit Zombí þú vilt loka á þetta þú vilt frekar mæna áfram í gatið góða sem kom í vitundina daginn sem þú tókst bæninni þinni gröf. (66) „Þú / genginn mér úr greipum“, segir skáldið ekki laus við dapurleika í næsta kvæði. Síðan kveður hann sköpunarverk sitt með föðurlegum ráðum um hættu heimsins. Skáldið reif Zombí upp úr gröfinni og ýtti út í lífið. Og skáldið rífur líka í lesandann, kippir honum upp úr gröf hversdagsleikans og ýtir út í margslunginn heim orðanna. Zombí er því líka lesandinn sem skáldið seiðir til sín. En við skul- um hafa í huga að í skáldskap er ekkert öruggt og því allt hægt. Þess vegna er Zombí það sem þú vilt hafa hann. Eitt erþó víst: Zombí snýrekki aftur til grafar sinnar, hvar sem hún er: Og þegar þú heldur að ég sé að rugla þig markvisst og skipulega skalt þú minnast þess að ég er í þér falinn spegill og því ertu til. Og á milli okkar algróið leiðið ómerkt. (73) „það er magnaður galdur“ Sigfús er heimspekilegt skáld. Ljóð hans eru ekki eldingar í sálarlífinu sem framkalla þrumur hjá lesandanum, heldur úthugsuð frá byijun til loka. I An fjaðra var heimspekin dragbítur á ljóðið; hugsunin skyggði á ljóðrænuna. Ég er ekki að segja að skáld eigi ekki að hugsa og ljóðin að streyma frá þeim l£kt og þau væru haldin heilögum anda. Flest ljóðskáld eru heim- spekileg í eðli sínu en hinn ljóðræni þáttur er sterkari og mörg af bestu ljóðunum kvikna því sem tilfinning. Heimspekin — eða lífsskoðunin öllu heldur — er hjálpartæki. í „Strandhögg- inu“, lengstu sögu Mýrarenglanna, eroft vitnað í Einar Benediktsson og í Zombí er skemmtileg 94 TMM 1993:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.