Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 12
GERÐUR KRISTNÝ gagnvart öllu er þekkt einkenni í samfélagi þar sem óbein skoðanakúgun á sér stað. Menn hafa aldrei lesið söguna til enda. í raun hefur leigjandinn í sögunni engin virk áhrif á sögulok. Konan ætlar að taka málið í eigin hendur og opna en getur það ekki. Leigjandinn er engin allegórísk persóna þó að hann hafi táknrænar skírskotanir. Hann er hluti af því andrúmslofti sem hjónin hafa sjálf stuðlað að því að skapa. Gömlu dyggðirnar eru að festast í efnishyggju, sýndarmennsku, hefðbundnum hugmyndum um þjóðfélags- legt hlutverk beggja. Hjónin eru að læsa sig inni í steyptu vígi í þessum vel- hirta paradísargarði Péturs. Pétur þýðir steinn. María með barnið er hálfgert til vandræða í nýja húsinu. Á mínútunni klukkan sex yfir hlöðnu jólaborði er dyrabjöllunni hringt. Þar er á ferð ókunnugur maður, yfirhafnarlaus, heim- ilislaus. Handleggurinn á konunni steinrennur. Það er mystískt myndmál, að steinrenna. Það felur í sér andstæður, dauða og líf. Úr því getur sprottið nýtt líf, frjótt hugarfar. Ég tel mig leysa þessar andstæður bókarinnar með því að vísa í þörfina á kristilegri miskunnsemi. Ég hélt satt að segja að myndmálið væri ofljóst. Endirinn vísar áreiðanlega í nauðsynina á andlegum verðmætum. Hann vísar í Krist og kristilega miskunnsemi og ég hélt satt að segja að myndmálið væri of ljóst. Ég býst við að heimilið í Leigjandanum geti samsvarað hinum vestræna stórheimi. Á þeim tíma sem Vesturlöndin söfnuðu auði og byggðu sér rammgeran varnarmúr voru fátækar smáþjóðir víðs vegar um hnöttinn að heyja varnarbaráttu gegn nýlenduveldi, fátækt og kúgun.Ætli það hafi ekki líka leitað á hugann? Ég held að leit konunnar í Gunnlaðar sögu sé einhvers konar framhald af Leigjandanutn. Hún lendir úti í talsverðri víðáttu, bæði í tíma og rúmi.“ Sálsýki kalda stríðsins Áður en Svava skrifaði Leigjandann hafði hún „reynt heimspólitíkina á sjálfri sér“, eins og hún orðar það. „Eftir stúdentspróf langaði mig til náms í Banda- ríkjunum en vann hér heima í eitt ár til að safna mér fé, auk þess var ég bara átján ára stúdent og kannski ekki alveg fullráðin í hvaða námsgrein ég ætti að velja. Hér heima var bara um fjórar háskóladeildir að velja en ég tók fíluna svonefndu í Háskólanum með vinnunni. Formlegt heiti þessa náms var for- spjallsvísindi. Maður fékk nasasjón af heimspeki, siðfræði, sálarfræði og þess háttar hjá prófessor Símoni Jóh. Ágústssyni og mér þótti þetta nám bráð- skemmtilegt þótt það væri ekki umfangsmikið. En maður hlaut virðulegan titil og nefndist cand. phil. Um sama leyti var ég svo heppin að mér bauðst fullur námsstyrkur í Smith College sem var einn virtasti háskóli Bandaríkj- 10 www.mm.is TMM 1998:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.