Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Qupperneq 27
LJÓSKUSAGA AF MÖLJNNÍ „Já! Kyrr svona.“ „En það er hægt að tala um ást í víðasta skilningi.11 „I víðasta skilningi... ? Nema hvað.“ Þar sem þeir virtust ekki þurfa að reka nein önnur erindi fyrir klukkan þrjú horfðu þeir út um gluggann og gerðu grín að dagblaðslandslaginu. Ég frétti að í nýju álmunni ætti að opna kaffihús þar sem menn yrðu skyldaðir til að bera hálsbindi og sagði sjálfur gamla sögu úr austurhluta borgarinnar. Þar hafði líka verið háreist dagblaðshús. Tvisvar hafði einhver dottið út um glugga á efstu hæðinni. Eftir það voru gluggaþornin skrúfuð af. Á bak við tjöldin var reynt að útskýra þetta tvöfalda sjálfsmorð með því að menn mættu ekki segja sannleikann. Ljósmyndarinn sagði stuttaralega: „Það verða alls engin gluggaþorn í nýju álmunni." Formælandinn rak á eftir: „Við verðum að fara núna.“ „Hvað með smáatriðin?“ spurði ég. Hann stóð upp, leit niður á mig og svaraði: „Það hentar illa núna.“ „Hvenær hentar það þá?“ „Það er best fyrir hádegi.“ Mín vegna mátti hann eiga sín smáatriði sjálfur. Ég ætlaði ekki að láta eyðileggja fyrir mér aðra nótt. Eftir tíu mínútur yrði uppistandinu lokið. Auðmjúkt bros bjó um sig á vörum mínum - ljósmyndarinn kinkaði til mín kolli. „Jæja, best að drífa sig.“ Sólin skein svo ákaft að það rauk úr malbikinu. Á fimm metra breiðum grasbleðlinum framan við stálgirðinguna var hundur að telja lyktarmerkin á sölnuðum vorgullsrunnunum. Húsbóndi hans, maðurinn á hæðinni fyrir neðan mig, kastaði á mig kveðju: „Sæll, granni,“ og benti á fylgdarmenn mína. Formælandinn kynnti þá báða eins og sjálfkrafa: „Frá SD.“ Myndavél var brugðið á loft. Nágranni minn tók sígarettupakkann úr kjafti hundsins og sagði: „Þú ert bara alveg hættur að sjást.“ Einhvern tíma hafði ég séð fyrir utan dyrnar hjá honum konu sem hlaut að hafa verið hans því að hún hélt á kartöfluneti í annarri hendinni og opnaði dyrnar með hinni. Fyrir nokkrum mánuðum hafði ég mætt honum um nótt í forstofunni með aðra konu upp á arminn. Blaðamennirnir viku til hliðar; ég spurði: „Ertu kominn með nýja konu?“ - „Já,“ svaraði hann, „það eru nú orðin tvö ár síðan konan mín dó.“ I sömu andrá brustu flóðgarðarnir við aðalhliðið. Ég varð að setjast á stólpa við útkeyrsluna svo að ljósmyndarinn gæti skotið þrjár flugur í einu höggi: nafn byggingarinnar sem var komið fyrir á flötu þakinu, manngrúann og mig. Hann húkti fyrir framan mig eins og ffammi fyrir kvistgati neðarlega á búningsklefahurð: „Hlæið nú almennilega." Eftir því sem myndunum fjölgaði olli gríman mér meiri sársauka. Formælandinn hermdi eftir blaða- TMM 1998:3 www.mm.is 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.