Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 53
TILGANGSLAUST AÐ VEITA VIÐNÁM! Dilettantowitsch og ég hef fyrst fyrir skömmu frétt að hann hét einnig því samsæriskennda nafni Ernst, þá flúði ég inn í hornið lengst bakatil. Hlaðið fyrir framan er horfið ásamt veröndinni, rósagarðinum og litla gosbrunninum. Nýja húsinu var stjakað alveg fram að gömlu gangstéttinni, hver einasti blettur af grunninum nýttur, og þegar ég stóð fyrir framan það nýverið rann enn á ný upp fyrir mér hver var kjarninn í þeirri breytingu, hvort heldur mönnum líkaði betur eða verr, sem dundi yfir austurbæinn fyrir sjö árum. Ég ímyndaði mér að það væru ennþá Honecker-tímar sem ekki sæi fyrir endann á og að ég sæti, eins og ég hef oft gert, meðal skrifstofufólksins úr nágrenninu á brunnbrúninni, heyrði gjálfrið í litlu gossúlunum og allt í einu segði rödd innra með mér: Lyftu upp borunni drengur, þú situr á tuttuguþúsund vesturmörkum! - í þá daga hefði ég stutt fingri á ennið en núna yppi ég öxlum því núorðið, eftir að notagildið hefur umbreyst í skiptaverð, kostar einn einasti fermetri í miðri fæðingarborg minni þetta í raun. Það kom víst bara einfeldningum á borð við mig á óvart að græðgin í land ífærðist rándýrsham við verðlag af þessu tagi. Þannig stemmning hlýtur að hafa ríkt á nýsköpunartímunum fyrir aldamót í Berlín meðal fólks sem átti þá smápeninga í vasanum sem með þurfti til að tí- eða hundraðfalda þá með eldingarhraða. Það var ekki bara ég sem tók andköf þegar eitthvað varð opinbert - örsjaldan að vísu - um viðskiptin með fasteignir í þjóðareign. En menn höfðu tæpast dregið að sér andann á ný til að reka upp hneykslunaróp þegar tilkynning barst um næstu húsaleiguhækkun og þeir æddu til réttar- ráðgjafans til að afstýra að minnsta kosti ósvífnustu atlögunum að hinum nýfengnu vesturpeningatekjum; oftast án árangurs. Blöðin okkar? Guð hjálpi mér! Annaðhvort hafði samkeppnin drepið þau fyrir löngu ellegar þá að vestanmenn höfðu stefnumörkunarvald ritstjórn- anna tryggilega í hendi sér. Sá sem eftir tuttugu ár ætlar að sækja sér fróðleik um okkar tíma í blöðin hlýtur að fá þá hugmynd að stemmningin hafi markast af bjartsýni og engar efasemdir verið uppi. Þegar menn lýsa byggingaframkvæmdunum sóa þeir býsnum af mergjuðum sagnorðum og æpa sig hása af lýsingarorðum í efsta stigi („stærsta byggingarlóð Evrópu“), rétt eins og í því fælist eitthvert verðmæti í sjálfu sér að færa til nokkrar miljónir tonna af sveitarfélagssandi. Þarna birtist í raun lífssýn sjötta og sjöunda áratugarins þegar menn hrifust, jafnt í austri sem vestri, af mögu- leikum svæðisbundinnar endurreisnar í borgarbyggð og sex akreina hrað- brautir töldust til framfara. Það var komið fram á áttunda áratuginn þegar Wedding-hverfið í Vesturberlín, sem var svo líkt Prenzlauer Berg-hverfinu að menn rugluðu þeim saman, var nánast jafnað við jörðu og sama árið og ég TMM 1998:3 www.mm.is 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.