Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Qupperneq 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Qupperneq 67
ÞAÐ ÓLIFÐA Hið hættulega loftslag hafði þegar borið á góma í miðstöðvarkjallaranum, veðraskilin að austan, áætlanirnar sem hafði rignt niður. Þeir höfðu báðir verið sannfærðir um að umfjöllunar væri þörf. Schaber hafði lokað kjallara- herberginu og beðið andstæðinginn að vera þögull: meðan hann hafði svipt umbúðapappírnum utan af handritinu og lesið í því lágri niðurbældri röddu, kafla sem hljómuðu forkastanlega (að það sé rangt sem ekki breytist) uns andmælin voru komin á einn stað, eitt titrandi blað. Georg hafði glott luktum munni út í myrkrið þar sem rökræðan hófst. Hverju vildi hann breyta! öllu. Öllu í senn. Þeir höfðu reyndar fundið, er þeir fylgdust með orðaflaumnum, að þeir komu að þeim mörkum sem sannleikurinn er handan við; hinar hráu nöktu staðreyndir fyrir ffaman víggirðingar eigin vissu. Þeir höfðu rambað út á hið óvaktaða bersvæði, meðvitaðir í kvíða sínum um hið dýrlega afbrot sitt. Alltverður öðruvísi, það hafði Georg vitað, það er ekkert. Hann hafði allt í einu, þar sem hann studdist við, já ríghélt sér í rykfallna hlaða úr notuðum pappír, verið á ókunnum stað, í sínum eigin huga; Schaber skipti ekki máli; hann, hann var til staðar í eymd sinni. En Schaber hafði rekið upp kjökrandi hlátur: var búinn að fá nóg og þeir höfðu farið úr svartholinu upp á hæðina til Schabers, inn í yfirhitaða dagstofuna, undir ljósakrónuna sem logaði á yfir daginn. Siginn niður í hægindastólinn, sem hann helst hefði viljað sökkva í, hafði Georg velt fyrir sér hvað hafði áunnist . . . slit hinnar vanabundnu hötuðu vinsemdar, samkenndarinnar sem mundi rifna eins og vefur. Hann hafði reynt að látast vera úrvinda til þess að smakka á reiðinni og sorginni, ögruninni, í ró og næði; en loks hafði Schaber þrifið til hans og stjakað honum út um dyrnar án þess að segja orð. Hitt atvikið sem hann minntist af þessum sökum (án þess að yfirgefa torgið á umtöluðum tíma) var dagur hins svonefnda persónulega samtals í tómu stjórnarherberginu. Schaber hafði gengið snyrtilega frá honum og greint sig frá liðhlaupanum, Georg hafði bitið saman tönnunum ásamt með bröndurunum, hann varð að láta þetta yfir sig ganga líkt og þvott. Komið var að kjarna málsins: járnaganum sem hausinn á honum yrði að lúta - hann hafði Georg látið síga í örvæntingu; en þá hafði Schaber gripið til hótana og espað allt innra með honum til andstöðu. Hann hafði horft framhjá yfirmanninum andspænis sér, þessum illkvittna hlutlausa kjafti. Hve gamlar og ömurlegar voru þessar aðferðir, komnar úr grárri forneskju. Hann var fullorðinn maður. Hann gat gert þessum steingervingi, sem kúgaði hann, lífið leitt og rannsakað kaldur og rólegur bellibrögð hans, hold- gervingu báknsins. Ekkert hélt Georg hérna nema dreyminn vilji hans sjálfs. Hann hefði getað staðið upp þegar í stað með látum og skellt hurðum. En í skaphöfn hans var mótþróafullur afkimi sem ekki var hægt að halda utan við og hann hrökklaðist inn í og þráði framhaldið frávita; sá sem hefur eyru til að TMM 1998:3 www.mm.is 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.