Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 91
SJÖ LYKLAR AÐ EINN1 SKRÁ síður - ekki til að staðfesta gagnstæðan sannleika heldur til að koma losi á möguleikann til að kveða upp úr um að híeróglýfan geymdi yfirleitt nokkuð sem kalla mætti sannleika, til að sýna að sjálf sannleiksspurningin væri fíflaspurning sem aðeins imbum dytti í hug að spyrja. En þetta var ekkert nema heilaleikfimi. Þau voru orðin svo leið á að tala fyrir daufum eyrum að þau létu kunnáttu sína lönd og leið en flugu í faðm súlnanna, og af því að þau höfðu nú sjálf vaxið í áliti og gátu skipað fyrir létu þau opna grafírnar og stokka upp kennsluskrána, sem allt of lengi hafði verið stjórnað af andlaus- um, sænskmenntuðum uppeldisfræðingum. Upp með myndletrið, niður með ósýnilega valdsvefmn! Sýnileg tákn taka hinum ósýnilegu fram! Og nú var ekki lengur talað um „dauða höfunda" heldur um „glæsta fulltrúa þess besta í vestrænni menningu“ ekki um afstæði heldur um altækar sannanir og óbeliskarnir risu á ný úti á skólalóðunum. Samt voru þau hæversk þegar þeim var hrósað fyrir framkvæmdagleðina. „Hva,“ sögðu þau. „Þetta er svo sem ekkert. Við erum bara að tálga lítil sprek.“ Að ætla sér að þýða myndrúnirnar allar er mikið verk en hér verður þess freistað að útleggja nokkrar þær helstu í von um að þeir sem lesa blöð, hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp hrökkvi ekki í kút um leið og þeir sjá og heyra viskutáknin og haldi að ellibelgurinn utan um þau nægi til skilnings. Ég leyfi mér nefnilega að fullyrða að fæstir þeirra sem táknunum beita hafi hugmynd um hvað þau þýða og þar er ég sjálfur ekki undanskilinn. En ég hef einsett mér að túlka það sem ég sé og fjalla því um sjö tákn sem öll eiga að ljúka upp einni skrá: Þau eiga öll að skera úr um hvort ein bók sé betri en önnur. Táknin eru: 1. Samúð, 2. Vel skrifað, 3. Liggur vel, 4. Gott plott, 5. Dýpt, 6. Heldur manni, 7. Engu ofaukið. 1. Samúð „Sögu ber að segja þannig, að menni geti, við það að heyra um atburð- ina og án þess að hafa neitt fýrir augum sér, íyllst skelfingu og vor- kunn ...“ Aristóteles: Um skáldskaparlistina, 13. I Samúðin er símalína. Með henni er komið á sambandi við fólk sem við þekkjum ekki og kynnumst aldrei. Fólk sem við teljum samt að sé áþekkt okkur sjálfum og deili með okkur þeim óskum og vonum sem við sjálf ölum í brjósti. Þetta samband felst í „samlíðan“ með öðrum og Halldór Laxness dró allt sem í því felst saman í formúlunni: „Samlíðanin með Ástu Sóllilju“. Það TMM 1998:3 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.