Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 99
SJÖ LYKLAR AÐ EINN/ SKRÁ legg í bókmenntaumræðu sem hvort eð er fer að mestu fram í ósýnilega taugakerfmu. Háskólamenn hafa því miður flestir ofnæmi fyrir þessari teg- und af bókmenntaskilningi. Þeir vilja fjalla fræðilega um bókmenntir, fyrir- líta þessa kviðarholsgerjun og leita allra hugsanlegra leiða til að hefja hugsunina upp úr sínu lága bóli og búa henni stað á skeiðvelli andans þar sem enginn „liggur" nema hann ætli að telja stjörnurnar. En þeir fara villur vegar. Hvatalífið er hjartsláttur bókmenntanna. Þótt hrossatalið hafi nú að mestu horfið úr ritdómum, aðallega vegna fákunnáttu ritdæmenda í reið- mennsku, þá hefur það aðeins skipt um yfirhöfn. Fimi reiðhestsins hefur vikið fyrir vekurð elskhugans. „Að fara á kostum,“ og „liggja vel“, sem í raun á við um skeiðhrossið, á nú við um þau andlegu mök sem ritdómarinn á með bókinni. Hann lýsir lestrinum þannig að fyrst fari bókin hægt af stað en taki síðan við sér og nái miklum spretti á lokaköflunum. „Hann fer á kostum“ - merkir það eitthvað annað en þetta? III Samfélag sem heldur að öll ágreiningsefni séu best leyst með samkeppni hlýtur að leggja mælikvarða samkeppninnar á öll listaverk. Enn og aftur erum við stödd á kappreiðavellinum, því eina mælistikan sem slíkt samfélag að síðustu viðurkennir er að vera fýrstur í mark. Það er undir hælinn lagt hvaða nafni það nefnist. Bara að þar sé einhver lína sem hægt er að draga á milli þess að vinna og að tapa. Því rithöfundar og listamenn eru allir með tölu framleiðendur á markaði og á markaðinum eru slíkar línur ómissandi. Fagurfræði samtímans eins og hún birtist í fjölmiðlum er lítið annað en til- raun til að sætta þessa staðreynd við þau „göfugu“ markmið sem húmanísk hugmyndafræði ætlar listinni. Enda er samtímaumræðan gegnsósa af þess- um vandræðalega bræðingi hlutbundinna mælikvarða á getu höfundarins til að heilla, selja eða trekkja við háleit markmið um manngildi listarinnar. Andstæðingum þessa óhamingjusama hjónabands dettur fátt í hug til úr- bóta annað en að sneiða annan hvorn liminn af búknum til að geta betur sýnt hve fjörlega hinn spriklar. Annars vegar á hið algera og þá væntanlega miskunnarlausa frelsi samkeppninnar að ala af sér hina raunverulegu sam- tímalist. Hins vegar á að láta eins og markaðslögmálin komi málinu ekkert við. Þau séu skítugur blettur á listinni og að listamanninum beri að hreiðra um sig í speglasal þar sem hann dvelur með sér sjálfum, hvorki skeytandi um sölu né vinsældir. Listamaðurinn keppir ekki á markaðinum en á sér von um fyrsta sætið í úrslitahlaupi eilífðarinnar því höfundur sem ekkert selst í lif- anda lífi er talinn eiga öruggt pláss á verðlaunapalli eftir dauðann. Bæði við- horfin eru rökrétt niðurstaða af markaðssamfélaginu. Bæði miðast þau við að til séu skýrir mælikvarðar á það hver sé „bestur“ og hver „liggi vel“ og eru TMM 1998:3 www.mm.is 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.