Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 119
ER HEIMURINN AÐ FARAST? Jóhannesar Kjarval frá sama skeiði heldur módernismi innreið sína á íslandi. En skáldsögur Halldórs í áratugi þar á eftir eru ekki módernískar skáldsögur, hvernig svo sem við flokkum þær að öðru leyti. Módernismi kemur fyrst aft- ur upp í Halldóri á efri árum hans: í leikritunum, Kristnihaldi undir Jökli og kannski Guðsgjafaþulu. Hvað er þá módernismi? Um þetta má meðal annars lesa mikinn lærdóm eftir Ástráð Eysteinsson og Halldór Guðmundsson.9 Ég ætla ekki að blanda mér í það. Ég vildi aðeins mega segja að módernismi er ekkert eitt. Það þýðir að við spurningunni er ekkert einfalt svar. Odysseifureftir James Joyce er eitt af höfuðritum módernismans. Hann kom út um svipað leyti og Vefarinn mikli. En ef það er hægt að finna eitthvað sameiginlegt með Odysseifi og Vefaranum þá eru það eintóm yfirborðsleg aukaatriði eins og þau að kaþólsk trú kemur við sögu í báðum bókum, eða að höfundarnir hafa að einhverju leyti lesið sömu bækurnar. Til dæmis lásu báðir Otto Weininger, sérvitring eða brjálæðing í Vínarborg. Nema hvað Joyce rak augun í Gyðingahatur og nýtti sér það í lýsingu sinni á söguhetju sinni Bloom sem var Gyðingur, en Halldór starði úr sér augun á kvenhatur Weiningers. Einhver kynni að vilja segja að bókunum hafi verið það sameiginlegt að vera byltingarverk, hvor í sínu samfélagi. En þetta kalla ég yfírborðslegt aukaatriði, þó ekki sé nema vegna þess að í öllum listum, og enn þá heldur í allri heimspeki og öllum vís- indum, er það eðli góðra verka að vera byltingarverk eða að minnsta kosti uppreisnarverk. Jafnvel þegar listamaðurinn er sótsvartur afturhaldsseggur, eins og Dostojevskí til dæmis, er hann uppreisnarmaður í list sinni. Við þetta bætist að módernismi þarf ekki að vera sá sami á öllum sviðum. Það er engin fyrirframtrygging fyrir því að það sé neitt sameiginlegt með Pétri í tunglinu eftir Schönberg, Ungfrúnum íAvignon eftir Picasso og kvæð- um eftir Guillaume Apollinaire—höfundarnir þrír eru tímamótamenn í sögu módernismans—annað en það að allt er frá sama tíma og alls staðar er uppreisn gegn hefð. Hún telst elcki til tíðinda. Menn geta auðvitað velt því fyrir sér ef þeir kæra sig um hvað sé líkt með Vefaranum mikla og málverkum Jóhannesar Kjarval frá sama skeiði. Stundum geta slíkar vangaveltur borið einhvern ávöxt. Tíminn og vatnið ber til dæmis augljós merki afstraktlistar íslenzkra listmálara á þeim árum þegar kvæðið var ort: Á hornréttum fleti milli hringsins og keilunnar vex hið hvíta blóm dauðans enda var Steinn Steinarr nákominn sumum þessara málara. Samt setti hann blóm inn í málverkið. Eins og Ástráður Eysteinsson veit afar vel, en Kristján TMM 1998:3 www.mm.is 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.