Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 127

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 127
ER HEIMURINN AÐ FARAST? Rawls.23 Ég er ósammála Vilhjálmi. En aðalatriðið er að mannréttindin, sem ævistarf Rawls snýst um, eru eina stóra dæmið á okkar dögum um algilda siðferðishugsjón og stjórnmálahugsjón. Kenningin um mannréttindi er kletturinn sem öll siðferðileg afstæðishyggja steytir á. Frá sjónarhóli Kristjáns er Rawls póstmódernisti: Illu heilli hafa mörkin milli frjálslyndrar fjölhyggju og pm-isma þó smám saman verið að þurrkast út, meðal annars með undanslætti páfa ffjálslyndissteíhunnar, Johns Rawls, í síðustu bók [hans], Political Liberalism... sem hann segir að eingöngu kunni að höfða til þeirra er hlotið hafi vestrænar lýðræðishefðir í vöggugjöf.24 Hér verður Rawls að póstmódernista fýrir það eitt að halda að óvíst sé að kín- verskur kommúnisti eða íslamskur bókstafstrúarmaður mundu vera tilbún- ir til að fallast á forsendur sem Rawls kemst ekki hjá að gefa sér án raka. En samkvæmt ströngustu rökfræði krefst öll röksemdafærsla forsendna sem við gefum okkur án raka. Að sjálfsögðu kemur þessi hugsun engu afstæði við. Það er ekki afstæðis- hyggja af mér að halda að kannski muni Kristján aldrei verða sammála mér um póstmódernisma. Afstæðishyggja væri hitt ef ég segði að öndverðar skoðanir okkar Kristjáns væru báðar réttar, hans frá hans sjónarmiði og mínar frá mínu. Ummælin um Rawls benda til að Kristján hafi óljósar hugmyndir um af- stæðishyggju. Ég leyfi mér að mæla með að hann lesi vandlega ritgerð Þor- steins Vilhjálmssonar „Vísindin, sagan og sannleikurinn“. Bara til að fá hugmyndina. VII. En er hann aðfarast ? Mörgum mun þykja að ég hafi brugðizt að minnsta kosti að því leyti að ég hef ekki svarað spurningunni sem er yfirskriftin að þessum lestri: „Er heimurinn enn að farast?“ Nú skal ég svara henni. „Nei, ekki alveg, enn.“ En hef ég þá ekki verið að æsa mig óhæfilega fyrst ég hef ekki annað fram að færa en að heimurinn sé enn ekki alveg að farast? Eitt skærasta ljós heimspekideildar Háskólans fyrr og síðar var Einar Ólaf- ur Sveinsson prófessor. Nú er hann kominn til Maríu. Hann komst stundum svona að orði um eitthvað sem átti eftir að gerast: „Þá verð ég nú kominn til hennar Maríu minnar.“ En Einar Ólafur sagði líka oft hlut sem ég vildi mega gera að lokaorðum mínum: „Mér leiðist öll vitleysa.“ TMM 1998:3 www.mm.is 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.