Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 152

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 152
RITDÓMAR staðirnir tengdir óslítandi böndum, Kirkjubæjarklaustur (1. kafii) ogbærinn Dalur (2. kafli) eru í sömu sókn. Sögu- persónurnar mætast einnig á miðri leið. Presturinn á Kirkjubæjarklaustri sem bar út barnið í fyrsta kafla hittir fyrir fal- lega stúlku á bænum Dal í öðrum kafla, og gerist hún meira að segja systir undir hans umsjón. Sagan er vart hálfnuð þeg- ar prestur hefur komist yfir stúlku, hún fætt barn og hann borið það út með hennar samþykki. Þegar hér var komið sögu voru runn- ar á mig tvær grímur, þægilegheitin voru einhverra hluta vegna á undanhaldi. Of- urnákvæm sviðsetningin, nöfnin, titla- togið, landfræðilegu staðsetningarnar, sagnfræðilegu staðreyndirnar og fyrir- sjáanlegur söguþráðurinn, allt kallaðist þetta stöðugt á við eitthvað annað! Upp úr dúrnum kom að lokum einföld hug- detta, hvar stóð fallega stúlkan, Katrín, mitt í öllu því sem þegar hafði gerst. Hver var hennar „staða“? Móðir hennar deyr í öðrum kafla sögunnar, og fer að eigin sögn til Paradísar að hitta löngu dauðan barnsföður sinn. Föður sinn man Katrín ógreinilega og þó svo hún efist ekki um faðernið ljær hann tilveru hennar frem- ur merkingarleysi en hitt. Ekki ber hún hans nafn að mati guðs og manna, og sem hórbarn hefur hún engan lagalegan rétt til að vísa til þess. Ennfremur girnist maðurinn sem hún elskar, Jón Sigurðar- son prestur, metorðin meir en hana og hafnar henni fyrir stöðu við hlið biskupa og mikilmenna. í rás sögunnar verður Katrínu skiljanlega off að orði, „Hvað verður um mig?“ Smám saman snerist sagan þannig fyrir hugskotssjónum mínum upp í leit Katrínar að samastað í tilverunni, og þá umfram allt samastað í yfirgengilegu karlasamfélagi. Til að bregða birtu á örvæntingu Katrínar og umkomuleysi, sem líkt og brýtur upp úr ramma sögunnar, veit ég enga kenningu betri en þá sem tákn- fræðingurinn Julia Kristeva setur fram í einu þekktasta viðtali sem við hana hefur verið tekið, „Women's time“. Kristeva setur þar fram athyglisverða kenningu um „stöðu“ kvenna í menningunni. Kenningin er fyrst og fremst athyglis- verð fyrir það að Kristeva, líkt og Freud, skiiur hugtakið „staða“ bókstaflega, eða sem einskonar aðsetur í kaotískum heimi. Staður táknar þá ennfremur „merkingu" í annars „merkingarsnauð- um“ heimi, eða a.m.k. heilmikilli „merkingaróreiðu". Kristeva er reyndar óforbetranlegur freudisti og sníður kenningu sína að lögmáli föðurins. Samlevæmt hinni freudísku goðsögn var af neyðarástæðum ákveðið að lögmál föðurins skyldi tákna örugga merkingu og kunnuglegan samastað, og skyldi ennfremur stillt upp gegn óvissunni um örugga merkingu. Svo við snúum okkur aftur að hugtakinu „staður“, sem Kristeva leiðir út af ofangreindum kenn- ingum Freuds, þá táknar það raunar tii- hneigingu mannsins til að gefa sjálfum sér og umhverfinu merkingu í gegnum fyrirbæri eins og ætt, afkomendur, menntun, starfsvið, hæfileika, hús, sveit, land og þar fram eftir götunum. Sam- kvæmt Kristevu eru hefðbundnar „stað- setningar“ óhjákvæmilega karlmiðaðar. Konan finnur sér einungis stað í karlin- um, sem aft ur hefur einsamall aðgang að öllum þessum „merkingarstöðum“. Þegar konan svo tekur skrefið frá karlin- um rekur hún sig flj ótlega á tómið. Ann- ars vegar verður hún þess vís að merk- ingarstaðirnir glata merkingu sinni þegar kona reynir að samsama sig þeim og hins vegar fer hana að renna í grun að þeir hinir sömu merkingarstaðir séu þegar öllu er á botninn hvolft merking- arsnauðir. Kristeva álítur jafnffamt að konum sé sú ein leið greið að viður- kenna merkingarleysið, og endurnýta í nýja „merkingarstaði“. Útsýnið þaðan afhjúpar síðan þá óþægilegu staðreynd að hinir karlmiðuðu merkingarstaðir séu engu betur kjölfestir en hitt sem á að heita „staðleysi“. Svo ég vendi mér aftur í stöðuleit 150 www.mm.is TMM 1998:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.