Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 3
4 Leiðar i Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason Ritstjórn: Auður Árný Stefánsdóttir, Ása H. Ragnarsdóttir, Eiríkur Jónsson, Helgi E. Helgason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín Stefánsdóttir, Magnús Ingvason, Sigurrós Erlingsdóttir Hönnun: Penta ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristinsn@islandia.is / sími: 533 4470 Prentun: Prentsmiðjan Grafík ehf. Forsíðumynd: Jón Svavarsson Besti arfurinn Í norskum sjónvarpsþætti sem var sýndur ekki alls fyrir löngu kom fram að Norðmenn hafa áhyggjur af sjónvarpsglápi og tölvuleikja- spili barna, enda mikil íþróttaþjóð sem horfir ekki aðgerðalaus á að líkamsástandi æskunnar hnigni úr hófi. Til að sporna gegn inni- hangsinu gripu þeir meðal annars til þess að bjóða börnum á kjark- eflingar- og útivistarnámskeið þar sem þeim er kennt að bjarga sér úti í náttúrunni, látin klífa kletta og fleira í þeim dúr. Hvers vegna höfða tölvu- leikir svona sterkt til barna? Kannski er hægt að læra eitt- hvað af þeim til nota í raun- heimi barnanna. Í tölvuleikj- um fá krakkar skýr skilaboð um hvort þeir eru á réttri eða rangri leið en slík skilaboð eru oft óljós í félagslegu umhverfi þeirra. Barnið nýtur vaxandi velgengni með aukinni færni, berst við vonda og hefur sigur (hetjulundin), þjálfar hraða og snerpu og tekur þátt í ævintýralegum leiðöngrum. Í norska þættinum kom fram gagnrýni á að börn séu ofvernduð, lött til framkvæmda í því skyni að halda þeim frá hættum. Auðvitað þarf að setja öryggið á oddinn - börnin í klettaklifrinu í þættinum voru til dæmis með hjálm á höfði - en án þess að draga tennurnar úr kjarkinum. Hugmyndir um að efla þurfi dug og sjálfsbjargarviðleitni hafa komið fram á öllum tímum, eru til að mynda máttarstólpi í skáta- hreyfingunni. Guðmundur Hjaltason, merkur uppeldisfrömuður á 19. öld, taldi að stæla þyrfti börn og unglinga til að þau gætu þolað hörmungar ef til þeirra kæmi. Við eigum að „alefla sál og líkama“ sagði Guðmundur. „Ekki er nóg að skerpa skilninginn, fylla minnið, auðga ímyndarmagnið. Einkum ríður á að hreinsa og styrkja tilfinn- ingalífið og stæla og staðfesta viljann til als góðs. Og svo að leggja nóga rækt við líkamsþroskann... Besti arfurinn sem vér getum eft- irlátið unglingunum er menning sem gerir þá færa til að bjarga sjálfum sér andlega og líkamlega.“ (Feitletrun er blaðsins). Kjarkur, áræðni, hugrekki, þor, djörfung. Falleg orð en ef til vill á hverfanda hveli? Í aðalnámskrá er ýmsum fallegum orðum haldið á lofti, m. a. ábyrgð og sjálfsaga sem hljóma oft og víða, til dæmis í nýju námsgreininni lífsleikni. En kjarkur verður útundan, rétt svo að minnst er á hann í framhjáhlaupi. Kjarkur og kjarkæfingar koma ekki við sögu í námskrá íþrótta, líkams- og heilsuræktar að því er virðist við fljótlegan yfirlestur. Hvað stælir og eflir? spyr Guðmundur Hjaltason og svarar sjálfum sér að bragði: Ástríkt uppeldi með nógri áreynslu. Hann tíundar innihald uppskriftar sinnar í framhaldinu og nefnir meðal annars köld böð, árvaðal, fjallgöngur, að ganga berfætt, lestur hetjusagna og píslarvottasagna og síðast en ekki síst á að stæla börn í iðkun réttlætis. Guðmundur segist sjálfur huglítill að eðlisfari en aldrei sé of seint að byrja, sjálfur fór hann ekki á skíði að ráði fyrr en sextugur svo að dæmi sé tekið. Kveikja þessara þanka var að nú eru börnin að sleppa út í sumarið og hvað tekur við? Eitt og annað gott er í boði, oftar en ekki þarf þó að borga tilboðin háu verði sem margir ráða ekki við og sífellt er ver- ið að bæta fleiri inniathöfnum í sumarbúðadagskrána. Einföld, ódýr og spennandi tómstundatilboð í nánasta umhverfi ættu að bjóðast öllum börnum. Vel mætti hugsa sér samstarf við skáta, kennara sem vilja vinna hluta úr sumri og unglinga sem ella væru í hefðbundinni sumarvinnu, eflaust fleiri aðila. Íþrótta- og leikjanámskeið og ævin- týranámskeið eru víða í boði en sums staðar einungis upp í níu ára aldur og reyna í mörgum tilfellum ekki nóg á kjarkinn. Takmarkað framboð fyrir sum börn er bara ekki nóg. keg Efni Greinar Sumarskólinn í FB 9 að verða með fjölmennari framhaldsskólum en nýverið var undirritaður kjarasamningur hans og KÍ. Einkaframkvæmd í Áslandsskóla 10 Sýndarmennska - ekki áhugi á bættu skólastarfi, segir Eiríkur Jónsson formaður KÍ. Getum farið fram af djörf- ung, segir Magnús Gunnarsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Breiðholtsskóli - móðurskóli í foreldrastarfi 16 Viðtal við Ragnar Þorsteinsson skólastjóra um foreldra- samstarf sem hefur vakið athygli. Friðarbekkir á veraldarvefnum 20 ,,Hugmyndin er komin af netinu,“ segir Gunnar Hersveinn, foreldri í Melaskóla, sem kynnti hugmynd um friðarbekki fyrir Eddu Pétursdóttur kennara og nemendum hennar. Menntun í dreifbýli 21 Ráðstefnan Menntun í dreifbýli sem var haldin í apríllok hefur vakið verðskuldaða athygli. Þóra Björk Jónsdóttir var einn fyrirlesara, erindi hennar heitir: „Þetta veltur allt á góðum starfsfélögum.“ „Fyrsta árið í kennslu er endalaus vinna“ 24 -segja kennarahjónin Hálfdan Þorsteinsson og Anna María Skúladóttir. Fastir liðir Formannspistill 3 Eiríkur Jónsson skrifar. Umræðan 5 Samræmd stúdentspróf. Laufey Petrea Magnúsdóttir og Þorvarður Helgason fjalla um málefnið frá ólíkum sjón- arhornum. Skóladagar 24 Myndasaga Skólavörðunnar. Fréttir og smáefni 6, 7, 9, 17, 18, 19, 25, 26, 27 Endurmenntun (6), málþing um samræmd stúdentspróf, 1. maí, NLS fundir (7), námskeið FNS, handbók með kjarasamningi grunnskóla (18), málmsuðukeppni (19), foreldrasamstarf í framhaldsskólum (26) og margt fleira. Gestaskrif 16 G. Pétur Matthíasson hellir upp á með okkur að þessu sinni. Smáauglýsingar og tilkynningar 28, 29 Kjaramál 8, 27 Hvaða leið er best? Fundur um stofnanaframkvæmd kjarasamnings í framhaldsskólum (8), Sigrún Grendal skrifar um kjaramál tónlistarskólakennara (29). Smiðshöggið 30 Rúnar Sigþórsson skrifar um nýja sýn í skólamálum á nýrri öld.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.