Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 28
Í skýrslunni kemst nefndin að þeirri nið- urstöðu að á næstu öld verði að gera tvær meginkröfur til menntunar: Í fyrsta lagi verður menntun að miðla vaxandi forða þekkingar og verkkunnáttu sem er í stöðugri framþróun og er samin að sið- menningu þar sem þekking er driffjöður alls. Í öðru lagi verður menntun að hafa það meginmark- mið að þroska hvern einstakan mann og bæta samfélög manna. Nefndin tekur fram að í þess- ari framtíðarsýn sé ekki rúm fyrir hefðbundnar kröfur menntakerf- isins um þekkingarsöfnun þar sem gengið er út frá að hægt sé að búa börn út, snemma á lífs- leiðinni, með þekkingarforða sem geti enst þeim upp frá því. Þess í stað verður að gera hvern einstakling færan um að afla sér þekkingar á eigin spýtur, nýta sí- menntun til að styrkja þekkingu sína, færni og viðhorf og laga sig að síbreyti- legum og flóknum heimi. Nefndin tekur undir það sjónarmið að blind trú á tæknibreytingar kunni að rýja mannkynið mennskum eiginleikum sín- um og ítrekar að hlutverk menntunar virðist nú, fremur en nokkru sinni, felast í að „búa alla út með þeirri kunnáttu og vitsmunalegu viðmiðunum sem þeir þarfnast til að geta skilið heiminn í kring- um sig og hegðað sér á ábyrgan og heið- arlegan hátt /.../ [og] gefa mönnum það frelsi til að hugsa, mynda sér skoðanir, finna til og beita ímyndunaraflinu sem þeir þarfnast til að þroska hæfileika sína og hafa sem mesta stjórn á lífi sínu“ (bls. 10-11). Nefndin segir enn fremur að ef takast eigi að ná þeim megin- markmiðum menntunar sem mik- ilvægust eru verði nám að byggj- ast á fjórum máttarstoðum. Þær eru: 1. Nám til að öðlast þekkingu - tileinka sér leiðir til skilnings. 2. Nám til að öðlast færni - til að geta haft skapandi áhrif á umhverfi sitt. 3. Nám til að lifa í sátt og sam- lyndi við aðra - til að geta tekið þátt í og starfað með öðrum að öllum mannanna verkum. 4. Nám til að verða betri maður - mikilvæg framvinda sem leiðir af fyrri grunneiningunum þremur. Niðurstöður nefndarinnar eru merkileg- ar fyrir margra hluta sakir. Í þeim er lögð áhersla á það, svo að ekki verður um villst, að skólinn er ekki einungis fræðasetur heldur jafnframt uppeldisstofnun. Heild- stæð menntun stendur ekki undir nafni nema henni takist að tvinna saman það sem gerir nemendur góða og það sem gerir þá fróða. Og það að vera fróður felst ekki í þeirri hefðbundnu þekkingarsöfnun sem við þekkjum svo vel í skólakerf- inu. Það felst í því að kunna að umgangast þekkinguna: afla hennar og endurnýja og nýta á þann hátt sem gerir menn færari um að laga sig að og hafa stjórn á hröðum breyting- um samtímans. Framtíðarsýn nefndarinnar kallar í raun á rót- tæka og löngu tímabæra endur- skilgreiningu á árangri skóla- starfs sem losar skólakerfið úr spennitreyju þröngsýnnar áherslu á mælanlegan árangur og leggur mun fjölbreyttari mælikvarða á gæði skóla- starfs. Skóli er ein af mikilvægustu stofnun- um samfélagsins og gæði skólastarfs einn af þeim lykilþáttum sem ráða mót- un samfélagsins, vexti þess og viðgangi. Það er hægt að sjá fyrir sér hlutverk skólans á ýmsan hátt og víst greinir menn á um það. Ég vil líta þannig á að skólinn sé afl sem virkja mætti betur en gert er nú í þágu umbóta og framfara í öllum samfélögum, hvar sem er í heim- inum, hvort sem þau eru talin þróuð eða vanþróuð á okkar vestræna mæli- kvarða. Til þess þarf framtíðarsýn skóla að einkennast af trú á að hægt sé að gera skólann að samfélagi sem byggir starf sitt á samvinnu, traustum samskiptum, umhyggju og um- burðarlyndi; samfélagi sem mið- ar að því að veita nemendum, starfsmönnum og foreldrum, menntun sem gefur þeim vilja, færni og þekkingu til að auka eigin verðleika og þjóna skólan- um, samfélagi hans, þjóðfélag- inu og heimsbyggðinni allri á þann hátt sem stuðlar að fram- förum og eykur lífsgæði. Þyki mönnum þetta ekki áhlaupaverk má minnast orða Henrys Ford: „Hvort sem menn trúa því að þeir geti hlutina - eða geti þá ekki - hafa þeir jafn rétt fyrir sér.“ Rúnar Sigþórsson Höfundur er skólaráðgjafi og lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Smiðshöggið 30 Ný sýn á nýrri öld Árið 1995 kom út skýrsla um menntun á 21. öld sem unnin var fyrir UNESCO af alþjóðlegri nefnd undir forsæti Jacques Delors. Skýrslan ber heitið: Nám: Nýting innri auðlinda (Learning: The Trea- sure Within) og menntamálaráðuneytið gaf út tvo kafla hennar í íslenskri þýðingu 1996. Í þessari framtíðarsýn er ekki rúm fyrir hefðbundnar kröfur menntakerfisins um þekkingarsöfnun þar sem gengið er út frá að hægt sé að búa börn út, snemma á lífsleiðinni, með þekkingarforða sem geti enst þeim upp frá því. Þess í stað verður að gera hvern einstakling færan um að afla sér þekkingar á eigin spýtur, nýta símenntun til að styrkja þekkingu sína, færni og viðhorf og laga sig að síbreyti- legum og flóknum heimi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.