Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 22
Anna María útskrifaðist af íþróttasviði árið 1997 og kenndi síðan eitt ár við Set- bergsskóla í Hafnarfirði. Hálfdan lauk námi árið 1999 af sögu-, félags- og landa- fræðisviði. Hann hafi unnið sem forfalla- kennari áður en hann hóf nám í skólanum, samhliða námi í uppeldisfræðum við Há- skóla Íslands. Hugur þeirra að loknu námi stefndi til kennslu á landsbyggðinni. Þau höfðu mik- inn áhuga á að stíga sín fyrstu skref í kennslu við skóla úti á landi. Eftir nokkra yfirlegu tóku þau þá ákvörðun að ráða sig að grunnskólanum á Hellu. Þar hafa þau verið síðustu tvo vetur og una hag sínum vel með börnunum sínum tveimur, Þorsteini fjög- urra ára og Helenu Ósk fjögurra mánaða, og nú á vordögum fjölgaði í fjölskyldunni þegar hundurinn Kíara bættist í hópinn. Skemmtilegur tími Þau eru sammála um að árin í Kennara- háskólanum hafi bæði verið lærdómsrík og skemmtileg. Námið hafi staðist þær vænt- ingar sem þau gerðu til þess en þegar út í kennslu var komið kom ýmislegt upp sem þeim fannst þau tæpast tilbúin til að mæta. „Ég var vel undirbúinn fyrir kennsluna sem slíka en þegar kom að hlutum sem sneru meira að uppeldi barnanna, heimilis- aðstæðum og agavandamálum fannst mér mig vanta leiðbeiningar,“ segir Hálfdan og tekur sem dæmi að mikill tími fari hjá kennaranum í að fá krakkana til að sýna öðrum nemendum, kennurum og eigum skólans eðlilega mannasiði. Anna María tekur undir þessi orð hans en segir ýmis- legt sem snýr að þessum hlutum hafa breyst í kennaranáminu eftir að þau út- skrifuðust en hún þekkir ekki í hverju breytingarnar eru fólgnar. „Kannski þurfa skólayfirvöld líka að vanda sig betur þegar ákveðið er hvaða bekk nýr kennari á að kenna, nokkrir af vinum okkar úr Kennaraháskólanum lentu í því að kenna bekkjum þar sem mikil vandamál voru í gangi og aðrir reyndari kennarar höfðu neitað að taka,“ segir Hálf- dan en bætir við að svo hafi ekki verið stað- ið að málum hjá þeim. Þau hafi fengið mjög góða bekki til kennslu, bæði þegar þau komu á Hellu og eins þegar Anna María kenndi í Hafnarfirði. Gott að vera á Hellu Á Hellu var tekið mjög vel á móti þeim og þau hafa fengið þann stuðning sem þau töldu sig þurfa. Eins og lög gera ráð fyrir fær nýr kennari leiðsögukennara fyrsta árið sitt í kennslu og telja þau það afar nauðsyn- legt og bera leiðsögukennurum sínum vel söguna. Anna María byrjaði að kenna í skóla sem er mun stærri en á Hellu og segir hún tölu- verðan mun á þessum tveimur skólum, ekki síst stærðarmun. „Það er mikill kostur fyrir nýútskrifaðan kennara að byrja í bekkjarkennslu þar sem fyrir eru fleiri en einn bekkur í árgangi. Þannig getur maður haft stuðning af hinum kennurunum sem kenna sama námsefni og maður sjálfur en hér á Hellu er ég til dæmis eini íþróttakennarinn og hef því ekki annan til að ráðfæra mig við,“ segir hún. „Kosturinn við að byrja í kennslu úti á landi er sá að þar eru yfirleitt minni bekkjareiningar. En á móti er ókostur að vera aleinn í árgangi þegar maður er að byrja,“ segir Hálfdan. Viðta l 24 Við grunnskólann á Hellu kenna hjón- in Hálfdan Þorsteinsson og Anna María Skúladóttir. Þau eru bæði bor- in og barnfædd á höfuðborgarsvæð- inu og bjuggu þar allt til er þau luku námi við Kennaraháskóla Íslands. „Fyrsta árið í kennslu er endalaus vinna“ -segja kennararnir og hjónin Hálfdan Þorsteinsson og Anna María Skúladóttir.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.