Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 16
Frétt i r 18 FNS stendur árlega fyrir nokkrum fræðslufundum og einu stóru nám- skeiði, að þessu sinni námskeiðinu Styrkari staða sem var haldið í Kenn- arahúsinu dagana 26. og 27. mars sl. Þátttakendur voru um 25 talsins frá öllum landshornum. Fyrirtækið Skref fyrir skref sá um námskeiðið fyrir félagið. Hansína Einarsdóttir forstjóri Skrefs fyrir skref hóf námskeiðið með fyrirlestri um starfsmótun í nútíma samfélagi. Hún kom inn á þær breytingar sem eiga sér stað á vinnumarkaðinum, hvers vegna er þörf á að breyta og hver er framtíðarsýn fyrirtækja og vinnulag 21. aldarinnar. Erindi Hansínu var mjög athyglisvert og gott innlegg í um- ræðu um vinnumarkað náms- og starfsráðgjafa þar sem starfsvettvangur þeirra er mjög fjölbreyttur. Því næst tók Ketill Magnússon verkefnastjóri fyrirtækisins við. Hann kynnti svokallaða vildarvog sem er greiningartæki í spurninga- listaformi sem greinir þarfir fyrir þjónustu af hvaða tagi sem er. Markmiðið var að náms- og starfsráðgjafar gætu nýtt sér vildarvogina til að gera skýra og markvissa starfsáætlun. Fram kom í kynningu Ketils að nú þegar væru nokkrir skólar farnir að vinna eftir þessum hugmyndum og auk þess hefðu fjölmörg fyrirtæki nýtt sér vildarvogina, sem er kjörið tæki fyrir stefnumörkun einstaklinga í starfi og fyrir faghópa í heild. Á námskeiðinu var einnig fjallað um þá stefnu sem Félag náms- og starfsráðgjafa vill móta sér og í því samhengi tilgang, framtíðarsýn og markmið félagsins. Helstu áherslu- atriði voru að vegna örrar tækniþróunar í samfélaginu og mikilvægis alþjóðavæðingar ykjust kröfur um snarpari viðbrögð, sjálfstæði og sveigjanleika einstaklinga. Því þurfa náms- og starfsráðgjafar að laga sig að breyttum starfsháttum, til dæmis í upplýsinga- gjöf, hópráðgjöf og fjarráðgjöf, m.a. með aukinni símenntun. Mikill uppgangur er í fag- legu starfi FNS og fullur hugur á að svara kröfum þeirra sem þurfa á þjónustu náms- og starfsráðgjafa að halda. Einnig var komið inn á meðferð trúnaðarupplýsinga og kannaðar hugmyndir um sameiginlegt skráningarkerfi í námsráðgjafaþjónustu. Í heild var námskeiðið mjög gott og vel skipulagt. Þátttakendur voru kraftmiklir og auðvelt að virkja þá í vinnu. Flestir eru sam- mála um að vel hafi tekist til og að niðurstaðan sé styrkari staða náms- og starfsráðgjafa. Sigurjóna Jónsdóttir Styrkari staða - námskeið Félags náms- og starfsráðgjafa Skólastjórafélag Íslands og Félag grunnskólakennara hafa sent skólastjórum og trúnaðar- mönnum handbók með hagnýtum upplýsingum og leiðbeinandi reglum um framkvæmd nýs kjarasamnings fyrir grunnskóla. Verkefnisstjórn samningsaðila gefur handbókina út en samstarfsnefnd Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands hefur farið yfir efni hennar og staðfest að hún sé rétt túlkun á efni kjarasamningsins. Í handbókinni er fjallað um góða stjórnsýslu enda eykst ábyrgð skólastjóra á stjórnun og rekstri skólans til muna með samningnum. Einnig er fjallað um hlut- verk kennara og að með minni dreifistýringu beri þeir bæði hver fyrir sig og sameiginlega meiri ábyrgð á starfi skólans og skólaþróun á hverjum stað. Þá er sér- staklega fjallað um nýliða og umsjónarkennara enda er eitt af markmiðum kjarasamningsins að auka þann tíma sem skólinn getur varið til faglegrar aðstoðar við nemendur og í foreldrasamstarf. Einnig er fjallað um starfsmannaviðtöl og rakinn er ferillinn við ákvörðun skóladagatals og endurmenntunaráætlunar skóla. Rétt er að vekja athygli á köflum um viðbótarlauna- flokka og lengri undirbúningstíma en þar er um nýjung að ræða í kjarasamningum fyrir grunnskóla. Auk þess er sérstakur kafli um verkstjórnarþátt skólastjóra en hann eykst til muna í þessum samningi. Handbókin er nauðsynleg fyrir framkvæmd samn- ingsins og við skipulagningu skólaársins. Mikilvægt er að fylgja verklagsreglum þeim sem birtast í henni og stuðla þannig að því að kerfisbreytingin takist giftu- samlega. Ætlunin er að senda hverjum kennara eintak af kjarasamningnum ásamt handbókinni en þar sem það hefur dregist eru kennarar hvattir til að skoða hana á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Handbók með kjarasamningi grunnskóla Aðalfundur Félags náms- og starfsráðgjafa var haldinn 20. apríl síðastliðinn í Kennaraháskóla Íslands. Mjög góð mæting var. Formaður gerði grein fyrir starfsemi félagsins á sl. ári og hafði mikið og fjölþætt starf verið unnið. M.a. hafa verið samin drög að siðferðilegum viðmiðum fyrir náms- og starfsráðgjafa sem mjög brýnt er að koma á, haldin öflug námskeið og fræðslufund- ir fyrir félagsmenn og margt fleira. Gerð var grein fyrir starfi nor- rænu náms- og starfsráðgjafasamtakanna en stjórn þeirra er nú í höndum íslenskra náms- og starfsráðgjafa. Þá var og sagt frá störfum nefndar sem er að kanna grundvöll að stofnun sérstaks félags náms- og starfsráðgjafa innan Kennarasambands Íslands. Undir liðnum önnur mál var rætt um lögverndun á starfsheit- inu náms- og starfsráðgjafi og samþykkt að senda bréf þar að lútandi til menntamálaráðherra. Fulltrúi FNS og ráðherra hafa nú þegar átt einn ágætan fund um þetta málefni og full ástæða til fylgja því vel eftir. Ný stjórn félagsins var kosin á fundinum. Formaður: Svandís Ingimundardóttir, Tækniskóla Íslands. Aðrir stjórnarmenn: Helga Valtýsdóttir, Hvaleyrar- og Víðistaðaskóla, Hrönn Baldursdóttir, Fellaskóla, María Dóra Björnsdóttir, náms- ráðgjöf Háskóla Íslands og Ragnheiður Bóasdóttir, Fjölbrauta- skólanum við Ármúla. Varamenn: Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, Ár- skóla, Sauðárkróki og Guðrún Snorradóttir, Lindaskóla í Kópa- vogi. Í fræðslunefnd voru kosnar: Helga Eysteinsdóttir, Vinnu- miðlun höfuðborgarsvæðisins, Magnea Ingólfsdóttir, Mennta- skólanum í Kópavogi og Sigurjóna Jónsdóttir, Iðnskólanum í Reykjavík. Aðalfundur FNS

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.