Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 24
Á fundinum kom fram að Norðmenn eru komnir lengst Norðurlandaþjóða í því að draga nemendur inn í skipulagningu náms og skólastarfs. Norsku kennarasam- tökin hafa gert formlegan samning við félag nemenda í framhaldsskólum um þátttöku þeirra síðarnefndu í starfi skóla og gæðamati. Á hverri önn eru haldnir tveir fundir með forsvarsmönnum nemenda og kennarasambandið heldur árlega námskeið fyrir nýja fulltrúa sem koma inn í starfið. Norski menntamálaráðherrann hefur lagt mikla áherslu á að nemendur í framhalds- skólum landsins eigi að vera virkir gæðaeft- irlitsmenn og taka þátt í að ákveða um- gjörð og innihald gæðakannana í skólum sínum. Í Svíþjóð er unnið kappsamlega að því að auka áhrif og ábyrgð nemenda í framhalds- skólum. Í hverju sveitarfélagi eru nefnd- ir með fulltrúum nemenda, kennara og sveitarstjórna sem fylgjast með þróun mála. Danskir framhaldsskólakennarar hafa einnig á undanförnum árum aukið mjög ábyrgð nemenda á eigin námi. Þeir héldu nýlega vinnufund með fulltrúum fram- haldsskólanema þar sem m.a. voru ræddar breyttar áherslur í skólastarfi. Fulltrúar nemenda lögðu áherslu á að þeim þætti mikilvægt að breyta námsmati og töldu að sífelldar umræður um einkunnir og að standast próf stýrðu kennslunni of mikið og trufluðu sjálft námsferlið. Þeir lögðu einnig áherslu á aukna ábyrgð nemenda á eigin námi og vildu til dæmis fá fleiri hóp- verkefni því að slík vinna gerði námið meira skapandi. Í framtíðarskólanum sjá þeir fyrir sér meiri fjölbreytni í kennslu- háttum og mati og mun sjálfstæðari vinnu nemenda en nú tíðkast. Danskir kennarar slá þó þann varnagla að svona fyrirkomulag henti engan veginn öllum, sterkir nemend- ur geta vel stýrt námi sínu en þeir veikari detta út. Í Finnlandi er ástandið svipað og á Ís- landi. Þar er engin formleg samvinna við samtök nemenda en í öllum framhaldsskól- um er nemendaráð sem á að veita umsögn um námskrá skólans. Framtíðarskólinn - mun verða skóla- kerfi í framtíðinni? Umræður fóru fram í hópum og voru allir sammála um að skólinn sem stofnun gegndi miklu hlutverki í þjóðfélaginu og væri því ómissandi. Áhersla var lögð á breytta kennslu í framtíðinni þar sem færni nemenda í að leita sjálfir eftir þekkingu yrði þjálfuð. Skólinn verður einnig að velja vinnuaðferðir sem gera nemendur hæfa til að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi og styrkja siðferðisvitund þeirra. Þar sem flest löndin sjá fram á kennaraskort á komandi árum er mikilvægt að gera kennaranám að- laðandi og benda á það sem kennarar kunna umfram aðrar stéttir. Þeir kunna að miðla þekkingu og eru sérfræðingar í að draga fram og styrkja persónulega og al- menna hæfni nemenda jafnframt því að stuðla að þroska þeirra. Rætt var um tilhneigingu stórra fyrir- tækja, bæði í Noregi og Svíþjóð, til þess að stofna sína eigin skóla og byggja upp eigin fagmenntun svo að menntun ungmenna þar verður innan lokaðra ramma eins og þekkist frá Japan. Svíar hafa einnig áhyggj- ur af síauknum fjölda einkaskóla á fram- haldsskólastigi sem þurfa hvorki að fylgja almennri námskrá framhaldsskóla né ráða menntaða kennara á sömu kjörum og í al- mennum skólum. Þar ræða menn nú, með þátttöku sænska menntamálaráðuneytisins, spurninguna: „Eru frjálsu skólarnir ógn eða kostur?“ Ósa Knútsdóttir Frétt i r 26 Fundur í framhaldsskóladeild NLS var haldinn í Reykjavík dagana 21.-22. maí. Á fundinum voru m.a. rædd tvö þemu, samábyrgð nemenda (elev- medindflydelse) og framtíðarskólinn (skal skolen findes?) NLS fundur framhaldsskóladeildar Gæðaeftirlit nemenda Í síðasta tölublaði misritaðist nafn Atla Guðlaugssonar sem skrifaði í umræðuna á bls. 5. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Leiðrétting Þátttakendur á námskeiðinu Haukur í horni hjá End- urmenntunarstofnun Háskóla Íslands í umsjón Önnu Sjafnar Sigurðardóttur hafa síðastliðin þrjú ár gefið út Handbók fyrir umsjónarkennara í framhaldsskólum. Nú er kominn út nýr bæklingur um foreldrasamstarf í framhaldsskólum sem er einnig unninn af nemendum á námskeiðinu og er hann til sölu hjá Háskólafjölritun. Ýmsir framhaldsskólar hafa á síðastliðnum árum keypt Handbók fyrir umsjónarkennara, sem var unnin á námskeiðinu síðastliðin tvö ár, handa öllum um- sjónarkennurum sínum og ætti nýi bæklingurinn að vera kærkomin viðbót fyrir þá. Nú er verið að sameina allt efnið í eitt hefti og verður það til- búið í byrjun júní. Pantanir berist til Háskólafjölritunar: sighar@prenta.is Nánari upplýsingar veitir Anna Sjöfn Sigurðardóttir: asjofn@ismennt.is Foreldrasamstarf í framhaldsskólum Aðalfundur Samtaka fámennra skóla haldinn á Stóru- tjörnum 28. apríl 2001 lýsir ánægju sinni með það að búið er að lagfæra að verulegu leyti þá annmarka sem voru á nýgerðum kjarasamningum varðandi umsjónarkennara. Fundurinn væntir þess að samstarfsnefnd haldi áfram á sömu braut og lagi fleira er varðar fámenna skóla, svo sem vinnuskilgreiningu skólastjóra. Ályktun

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.