Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 23
„Fyrsta árið í kennslu er endalaus vinna, kennslugögnin í sumum fögum eru ekki nægilega ítarleg og stundum vantar kennslu- leiðbeiningar. Það fer mjög mikill tími í að koma sér upp þeim gagnabanka sem flestir eldri kennarar hafa og er hverjum kennara nauðsynlegur. Þess vegna er mjög brýnt að nýliðar í kennarastétt gæti þess að drekkja sér ekki í vinnu svo að þeir gefist ekki upp strax eftir fyrsta árið,“ segja þau. Hálfdan og Anna María hafa ákveðið að vera áfram á Hellu næsta vetur, reynslunni ríkari. Hvað framtíðin ber í skauti sér verð- ur tíminn að leiða í ljós. Hálfdan Þorsteinsson kennara við grunnskólann á Hellu dreymir um ferð á Old Trafford og langar í Play station II í afmælisgjöf. Fullt nafn? Hálfdan Þorsteinsson. Fæðingardagur? 200372-3289. Fjölskylduhagir? Ein kona, tvö börn og einn hundur. Starf? Kennari. Uppáhalds kennslugreinar? Landafræði. Helstu veikleikar? Segi alltof oft já. Helsti kostur? Segi oftast já. Eftirlætismatur? Grillaður humar í hvítlauksolíu. Versti matur? Hef ekki smakkað vondan mat. Eftirlætistónlistarmaður? Bob Marley. Eftirlætisíþróttamaður? Jaap Stam (turninn). Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Pass. Eftirlætis sjónvarpsefni? Íþróttir. Leiðinlegasta sjónvarpsefnið? Sápuóperur. Besti tölvuleikur sem þú hefur spilað? Grand Turismo 3. Uppáhalds leikari? James Woods. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Shawshank Redemption með Morgan Freeman. Besta bók sem þú hefur lesið? Ofvitinn eftir Þórberg. Hvaða bók ert þú að lesa núna? Andrés önd, fyrir soninn. Hvað gerir þú í frístundum? Er í faðmi fjölskyldunnar. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Hafnarfjörður. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvað metur þú síst í fari annarra? Óheiðarleika. Hvern myndir þú helst vilja hitta? Alex Fergusson. Hvað myndir þú vilja í afmælisgjöf? PlayStation II. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir tíu milljónir í happdrætti? Fara á Old Traf- ford til að sjá goðin og kaupa mér síðan hús fyrir afganginn. Hvað myndir þú gera ef þú værir menntamálaráðherra í einn dag? Lengja sumarfrí kennara. Ef þú værir ekki manneskja heldur dýr, hvaða dýr værir þú? Fíll. Spakmæli? Karlmenn undir 70 kg eru hálfmenni. Lífsmottó? Að vera yfir 70 kg (heilmenni). Viðta l , f rétt 25 Samtök fámennra skóla Í sóknarhug Aðalfundur Samtaka fámennra skóla var haldinn í Stórutjarnaskóla 28. apríl sl. í framhaldi af ráðstefnu um menntun í dreifbýli sem samtökin stóðu að ásamt ýmsum aðilum. Ráðstefnunni eru gerð skil annars staðar í þessu blaði og verður því ekki fjöl- yrt um hana hér. Undanfarið ár hefur starfsemi samtakanna verið í nokkurri lægð en með aðalfundinum var blásið til nýrrar sóknar. Merkustu tíðindi þessa aðalfundar fyrir framtíð samtakanna eru að samþykkt var lagabreyting sem opnar þau fyrir kennurum, leiðbeinendum og skólastjórum af öllum skólastig- um. Áður var starfsemi þeirra einkum bundin við grunnskólann, enda þótt þau hafi alla tíð verið opin öllu áhugafólki um skólamál og í stjórn þeirra hafi setið einstaklingar sem vinna á skólaskrifstofum og í kennaraskólum. Á aðalfundinum var kosin ný stjórn sem mun sitja til næsta hausts og vara- stjórn sem tekur við af henni þá. Aðalstjórn skipa: Björn Ingólfsson skólastjóri Grenivíkurskóla, formaður, og með honum í stjórn eru: Ólafur Arngrímsson skólastjóri Stórutjarnaskóla og Rúnar Sigþórsson lektor við kennaradeild Há- skólans á Akureyri. Í varastjórn sitja: Sif Vígþórsdóttir skólastjóri Hallorms- staðaskóla, Þóroddur Helgason skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar og Sverrir Gestsson skólastjóri Fellaskóla á Héraði. Samtök fámennra skóla voru stofnuð haustið 1989. Megintilgangur þeirra er að efla samstarf og samskipti fámennra skóla, stuðla að bættu og fjölbreyttara skólastarfi og standa vörð um hagsmuni fámennra skóla. Samtökin skilgreina fámenna grunnskóla sem skóla þar sem samkennsla árganga fer fram vegna nemendafæðar - þar sem bekkir eru færri en árgangar. Skilgreiningar á fá- mennum framhaldsskólum og leikskólum eru enn nokkuð á reiki og samtak- anna bíður nú það verkefni að móta þær og kynna. Frá upphafi hafa ársþing, haldin á haustin, verið fastur liður í starfi samtak- anna. Einnig hafa þau unnið mikið starf á sviði starfsþróunar kennara með því að beita sér fyrir sumarnámskeiðum. Flest hafa þau verið haldin í samvinnu við endurmenntunardeild Kennaraháskóla Íslands sem nú hefur reyndar breytt bæði um nafn og að nokkru leyti hlutverk sem Símenntunarstofnun KHÍ. Eitt af stórvirkjum í sögu samtakanna var útgáfa bókar sem hlaut nafnið Vegprestur. Handbók fyrir skóla. Hún kom út 1995 og er nú svo til ófáanleg á prenti en meginhluti hennar er aðgengilegur á heimasíðu samtakanna: http://www. ismennt.is/vefir/sfs/ Samtökin hafa frá stofnun gegnt afar þýðingarmiklu hlutverki í skólamálaum- ræðu á Íslandi. Sennilega hefur mikilvægi þeirra þó aldrei verið meira en í iðu þeirra breytinga sem fylgdu flutningi grunnskólans til sveitarfélaga. Þörfin fyrir rödd samtakanna hefur þó síst dvínað. Starf í fámennum skólum stendur víða á krossgötum. Margir þeirra hafa verið lagðir niður eða sameinaðir öðrum. Fram- tíð annarra er ótrygg. Enn aðrir skólar hafa bæst í hóp fámennra skóla á síðustu árum vegna þess að nemendum fer fækkandi. Þessir skólar þurfa sérstaklega á stuðningi að halda við að laga sig að breyttu starfsumhverfi. Enn má nefna nauðsyn þess að styrkja fámenna skóla með auknu samstarfi og jafnvel sam- einingu leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Samtök fámennra skóla hafa einmitt beitt sér fyrir umræðum um þetta síðustu árin. Samstarf við framhalds- skóla er einnig áhugavert skref sem skapar nýja vídd í starfi samtakanna. Þrátt fyrir ýmiss konar óvissu um framtíð búsetu og þar með skólahalds á landsbyggðinni eru Samtök fámennra skóla í sóknarhug. Þau munu ódeig halda áfram að beita sér fyrir uppbyggilegri umræðu um skólamál og vænta mikils af samstarfi allra skólastiga um að gera góða menntun í dreifbýli enn betri.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.