Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 15
og foreldrar halda fyrirlestur um mikilvægi samstöðu. Til að halda úti öflugu foreldrastarfi þarf mikið upplýsingaflæði og því hefur skólinn haldið úti vefsíðu þar sem er að finna helstu upplýsingar um skólastarfið, einnig er foreldrafélagið með vefsíðu. Allir for- ráðamenn skólans fá skólahandbók með hagnýtum upplýsingum um skólastarfið, gefnar eru út skólafréttir og fréttabréf. Handbók um skólasókn, aga og samskipti er dreift til forráðamanna nemenda í ung- lingadeild. Þar eru foreldrar hvattir til að lesa vel yfir með börnum sínum þær reglur sem gilda í skólanum og til staðfestingar á að svo hafi verið gert undirrita þeir yfir- lýsingu um samstarf við skólann í því skyni að tryggja öryggi barnsins og skapa því sem eðlilegast námsumhverfi. Þeir lýsa því jafn- framt yfir að þeir standi með uppeldisað- ferðum skólans. Skýrar reglur sem farið er eftir Ragnar telur handbókina hafa breytt mjög miklu og tilkoma hennar stórbætt aga og framkomu nemenda. Í henni er til dæm- is skólasóknarkerfi, þar er skráningablað vegna ófullnægjandi skólasóknar ásamt samningi sem nemendur geta gert til að bæta þar úr og yfirlýsingu um vilja til að bæta skólasóknina. Með þessu taka nem- endur og foreldrar meiri ábyrgð á mætingu í skólann. Skýrar reglur gilda um ástundun og hegðun og ekki fer á milli mála hvernig á að bregðast við ef þær eru brotnar. Ragn- ar segir að um tíma hafi GSM-símar til dæmis verið vandamál en nú hafi verið settar fastar reglur. „Símar eru algerlega bannaðir í tímum en nemendur unglingadeilda mega nota þá í frímínútum, hvort sem er á göngum eða skólalóðinni. Ef sími hringir í tíma eru fyrstu viðbrögð þau að hann er tekin af unglingnum og geymdur hjá kennara til loka skóladags, í annað skipti kemur deild- arstjóri að málinu og þurfa foreldrar þá að sækja símann í skólann og við þriðja brot er síminn geymdur hjá mér til annarloka,“ út- skýrir Ragnar. Það hefur aldrei komið til þess að Ragnar tæki síma í sína vörslu og þakkar hann það skýrum einföldum reglum sem öllum ber að fylgja. Enginn þarf að velkjast í vafa um hvað er leyfilegt og hvað er bannað og allir bera sinn hluta ábyrgð- arinnar. Við skólann er starfandi fagstjóri í for- eldrastarfi en skólinn er einn fárra sem hafa slíkan. Kennari sinnir því starfi og hefur tvær stundir á viku til þess. Samstarf for- eldra og skóla situr því ekki á hakanum. Fagstjórinn er tengiliður skólans og for- eldra, aðstoðar kennara og situr í stjórn verkefnis um könnun á samskiptum heimil- is og skóla, svo að eitthvað sé nefnt. Þessi könnun er það nýjasta í starfinu í Breið- holtsskóla. Hún var gerð nú í apríl og verða niðurstöður hennar hafðar til hlið- sjónar í viðleitni til að bæta þjónustu og styrkja samskipti heimila og skóla. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur mun sjá um úrvinnslu könnunarinnar. Skólatorgið kemur líka til með að reyn- ast vel í samskiptum foreldra og skóla, þar má lesa fréttir og annað sem lýtur að skóla- starfinu. Reynslan á hins vegar eftir að leiða í ljós hve margir nýta sér skólatorgið, bæði nemendur, kennarar og foreldrar. Foreldrafélagið heldur úti öflugu starfi og stendur fyrir fyrirlestrum, foreldrarölti, námskeiðum af ýmsu tagi, til dæmis tölvu- og ættfræðinámskeiðum, og ferðum með nemendum. Veturinn sem nú er að líða hefur verið viðburðaríkur fyrir nemendur, kennara og foreldra í Breiðholtsskóla. Foreldrafélagið hefur verið öflugt nú sem endranær og foreldrar hafa verið duglegir við að koma hlutum í réttan farveg með starfi vinahópa og skemmtunum af ýmsu tagi að ógleymdri heimasíðunni. „Foreldrastarfið er einn af hornsteinum skólastarfsins sem það byggist á. Ef tengsl- in milli skóla og heimilis eru í ólagi eru lík- ur á að líðan nemenda og námsárangur verði ekki eins góð og ella,“ segir Ragnar Þorsteinsson skólastjóri Breiðholtsskóla að lokum. Steinunn Þorsteinsdóttir Fore ldrastarf, frétt 17 Frábær vefur að frumkvæði íslensks skóla Föstudaginn 20. apríl, var Sólskinsvefurinn, sol- skin.is, opnaður við hátíðlega athöfn í Selásskóla í Reykjavík. Í frétt Hafsteins Karlssonar skólastjóra af viðburðinum segir meðal annars: „Þetta er vefur um náttúruvísindi fyrir börn og fullorðna. Hugmyndin að honum kviknaði hér í Sel- ásskóla. Skólinn er móðurskóli í náttúrufræði og hér hafa verið unnin frábær verkefni í útikennslu og umhverfismennt, sem margir aðrir skólar hafa sýnt áhuga á að fá að nota. Upphaflega var ætlunin að búa til lítinn vef í kringum þau verkefni en fljótlega fórum við að huga að stærri vef sem gæti orðið al- hliða náttúruvísindavefur fyrir börn og fullorðna, sem m.a. styddi við aðal- námskrá grunnskóla. Til þess að gera þetta verkefni að veruleika leituðum við fulltingis Olís og Landsbankans sem voru strax tilbúin í samstarf. Bæði þessi fyrirtæki er þekkt af stuðningi við góð málefni og ekki síst uppeldis- og um- hverfismálum. Hlutur þeirra í Sólskinsvefnum er mikill og felst í að hrinda verk- inu úr vör og að tryggja að hægt sé að halda áfram með það næstu árin.“ Mikið efni er nú þegar komið á vefinn og þar er einnig hægt að lesa frétt Haf- steins í heild, en hún skýrir vefinn og möguleika hans vel. Hugleiðingar um Jörð Sigrún Helgadóttir náttúrufræðingur og kennari í Selásskóla er aðalsprautan að baki Sólskinsvefnum og hér kemur ástæðan fyrir því að hún stafsetur Jörð með stórum staf. Ég skrifa alltaf Jörð með stórum staf þegar ég á við hnöttinn, heimkynni okk- ar Jörðina. Ég veit að það er ekki í samræmi við reglur um íslenska stafsetningu en ég þráast við og væri sama þótt ég fengi rautt færi ég í stafsetningarpróf. Þetta er allt sama orðið, jörð sem jarðvegur, jörð sem bújörð og Jörðin. Við nefnum hnöttinn eftir gróðurmoldinni þótt hún þeki ekki nema örlítið brot af yf- irborði Jarðar en það litla brot er forsenda búskapar okkar og lífs. Við vitum ekki annað en að Jörðin sé sérstök, einstök, hin eina lifandi Jörð. Enginn sam- bærilegur hnöttur hefur nokkurs staðar fundist við mikla leit. Þrátt fyrir sérstöðu hennar sýnum við henni minni virðingu en hvaða Jóni og séra Jóni sem er, en þeir fá nöfn sín skrifuð með stórum staf. Samkvæmt íslenskum stafsetningar- reglum eigum við að skrifa Merkúr, Venus, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus, Plútó og jörð. Því mótmæli ég og skrifa bæði Jörð og Jarðarbúar hvenær sem ég kem því við. Kveðja Sigrún Helgadóttir, kennari í Selásskóla.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.