Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 25
Samninganefnd tónlistarskólakennara hefur átt átta fundi með samninganefnd Launanefndar sveitarfélaga frá því að samningaviðræður hófust að nýju þann 18. apríl sl. Samkvæmt skammtímasamningn- um sem aðilar gerðu með sér í lok janúar var áætlað að samningaviðræður hæfust á nýjan leik um miðjan apríl og lyki eigi síðar en 31. maí. Ekkert hefur þokast í samkomulagsátt þegar þetta er skrifað. Hugmyndir við- semjenda okkar og tilboð eru algjörlega óviðunandi en þau hljóða upp á tugi prósenta lægri grunnlaun tónlistarskóla- kennara en annarra kennara. Meðal áhersluatriða Launanefndar sveit- arfélaga vegna kjarasamninga tónlistar- skólakennara var að endurskoða starfshætti og kjör við tónlistarskóla með hliðsjón af þeim breytingum sem um kynni að semjast fyrir grunnskóla og um miðjan desember sl. áskildu viðsemjendur okkar sér rétt til að fresta samningafundum við tónlistar- skólakennara þar til samningsgerð vegna grunnskólans lyki. Fyrstur kemur, fyrstur fær Þegar ákveðið var að undirrita skamm- tímasamning aðila í janúar höfðu viðsemj- endur okkar á orði að meira svigrúm til samningsgerðarinnar myndi skapast í vor og aðspurðir sögðu þeir enga hættu á að hér gilti lögmálið fyrstur kemur, fyrstur fær. Nú er sagan önnur og orðum fleygt um að þegar menn séu búnir að eyða í rán- dýrt einbýlishús verði þeir að sætta sig við að keyra um á bíldruslu! Vinnubrögðum viðsemjenda okkar hefur verið þannig háttað alveg frá fyrsta degi að þeir hafa ekki sýnt nokkurn vilja eða áhuga á að ljúka gerð kjarasamnings við tónlistar- skólakennara fyrir tilsettan tíma. Látum ekki deigan síga Fulltrúar tónlistarskólakennara í samn- inganefnd standa fast á sínu og þykir sú framkoma og lítilsvirðing sem tónlistar- kennurum er sýnd fyrir neðan öll velsæm- ismörk, ekki síst í ljósi þess að allir aðrir kennarahópar hafa nú náð viðunandi samn- ingum. Við látum ekki deigan síga og stöndum fast á réttmætri kröfu okkar um sambærileg grunnlaun og viðmiðunarhópar okkar. Baráttukveðjur, f. h. samninganefndar Félags tónlistar- skólakennara Sigrún Grendal Jóhannesdóttir Kjaramál , frétt Tónlistarskóli Hvorki gengur né rekur 27 Opinn fundur FT og FÍH í Ráðhúsi Reykjavíkur Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur var fullsetinn á opnum fundi sem Félag tón- listarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna stóðu að miðvikudaginn 16. maí sl. Framsöguerindi fluttu prófessorarnir Ágúst Einarsson og Þórólfur Þórlindsson. Formaður FT, Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, bauð gesti velkomna og kynnti ræðumenn kvöldsins. Ágúst Einarsson talaði um „Umfang menningar í hagkerfinu“. Þar kom margt fróðlegt fram um mikilvægi menningar sem skapandi, miðlandi kraftur í hinu nýja hagkerfi og þá ekki síst sem arðbær og atvinnuskapandi atvinnugrein sem stenst að fullu samanburð við aðrar atvinnugreinar. Í máli Ágústs kom fram að menning skilar meiru til samfélagsins en hún kostar og þá eru ótalin þau verð- mæti sem koma fram í mannauði og frjóum jarðvegi sköpunar. Þá talaði Þórólfur Þórlindsson um „Gildi tónlistar í nútímaþjóðfélagi“. Hann tók upp þráðinn þar sem Ágúst skildi við hann og ræddi m.a. um verðmæti mannauðs í þekkingarþjóð- félagi, þ.e. mikilvægi menntun- ar, nýsköpunar, frumkvæðis, hæfni og leikni í nútímaþjóðfé- lagi. Menning og hugmyndir ráða hagþróun og samfélagið þarf að skila af sér hæfu, sjálf- stæðu, öguðu og djörfu fólki sem er fært um að stuðla að nýsköpun. Þórólfur benti á að afreksmenn væru listamenn, sama til hvaða geira þjóð- félagsins væri litið. Hann sagði frá rannsóknum þar sem áhrif tónlistarkennslu hefðu mælst jákvæð á skólabörn, aukið færni þeirra og sjálfstraust og kennt þeim ýmislegt um árangur, vinnu, skipulag og sjálfsaga, allt þjóðfélagslega verðmæta eiginleika einstaklingsins. Einnig sagði hann frá rannsóknum um áhrif tónlistarnáms sem forvörn gegn áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga og staðfesti að tónlistarnám skilaði þeim börnum mestu í forvörnum sem væru í stærsta áhættuhópnum varðandi neyslu vímuefna. Framsöguerindunum var fagnað með löngu lófaklappi viðstaddra sem gafst að lokum tækifæri til að beina fyrirspurnum til ræðumanna. Kom fram að tón- listarskólakennarar hafa almennt ekki gert sér grein fyrir verðmæti þeirrar vinnu, í beinhörðum peningum talið, sem þeir skila samfélaginu. Í ljósi þeirra upplýs- inga sem komu fram í máli ræðumanna var m.a. rætt um hvernig mætti snúa við þeim neikvæðu viðhorfum í garð tónlistarkennslu og menningar almennt að um sé að ræða bagga á samfélaginu sem vart svari kostnaði að halda uppi. Nið- urstaða umræðna varð sú að tónlistarskólakennarar þurfa sjálfir að koma þess- um upplýsingum til skila út í samfélagið og koma af stað jákvæðri umræðu um gildi tónlistarmenntunar, annars gerir enginn það. Sigríður Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.