Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 12
„Það má segja að eitt hafi leitt af öðru,“ segir Magnús. „Ás- landsskóli verður byggður í einkaframkvæmd og er fyrsti grunn- skólinn þar sem svo háttar til. Við buðum einnig út leikskóla- bygginguna í Áslandi en áður hafði Iðnskólinn í Hafnarfirði verið byggður með þessum hætti í samvinnu ríkis og sveitarfélags. Með útboði leikskóla- og grunnskólabygginga fengum við hagstæða niðurstöðu fjárhagslega séð. Talið er að við höfum sparað okkur 15% byggingakostnaðar ef miðað er við að byggt hefði verið með hefðbundnum hætti eins og sveitarfélagið hefur gert á und- anförnum árum. Auðvitað varð mikil umræða um þessa aðferð sem er bara af hinu góða. Í ávarpi sem ég hélt við opnun Iðnskólans lét ég þau orð falla að ef til vill væri skynsamlegt að bjóða kennsluþáttinn út líka. Ástæða þessara orða var sú að sveitarfélagið býður nú þegar út margs konar þjónustu og treystir fólki í öllum stéttum til þess að takast á við og leggja hugmyndir sínar, atorku og elju í ýmis verk- efni. Mér finnst enginn munur á því og að heimila hópi kennara, skólastjórnenda eða öðrum, sem hafa faglegan metnað, að bjóða í kennslu. Þegar fólk gerir hlutina á eigin forsendum leggur það mikla alúð í það sem því er treyst fyrir. Það verður dæmt af verk- um sínum en á móti kemur tækifærið til þess að horfa eigin aug- um yfir völlinn, leggja línur og fá visst frjálsræði þótt styðjast þurfi við einhvern fyrirfram gefinn ramma. Í mínum huga hefur aldrei staðið annað til en að kennsla í Áslandsskóla væri jafngóð eða betri en hún er í öðrum skólum. Kenningar þróast í áranna rás og hver skóli mótast af hugmyndaauðgi starfsliðs og skóla- stjóra. Með því að kenningarnar liggi fyrir strax í upphafi er hægt að bera þær saman við annað sem við höfum hérna í sveitarfélag- inu og flýta fyrir tiltekinni þróun.“ Var ekki hægt að ná þessu fram án þess að breyta um rekstrarform? „Jú, en með því að taka upp þetta rekstrarform og fá heimild ráðuneytis fyrir tilraunarekstri skólans í þrjú ár með vísan til 53. greinar grunnskólalaga verður bæjarfélagið miklu fremur eftir- litsaðili en gerandi. Íslensku menntasamtökin ráða skólastjóra og kennara til starfa og setja fram hugmyndafræði sem kennarar og annað starfslið skólans fylgja eftir. Við hefðum hins vegar orðið að gera þetta á annan hátt, miðstýring hefði orðið meiri og ábyrgðin hvílt meira á sveitarfélaginu en þeim sem taka verkefnið að sér. Eins og staðan er hefur sveitarfélagið möguleika á að segja upp samningum ef tilraunin tekst ekki eða hnökrar eru á henni, sem við búumst þó að sjálfsögðu ekki við að muni gerast. Mér finnst að menn eigi ekki að fara strax í þær stellingar að vera á móti þessu. Frjó umræða, hvort sem menn reynast fylgj- andi eða á móti, er góð, menn takast á um málið, það fær síðan eðlilega lýðræðislega umfjöllun og er núna auðvitað á ábyrgð bæjaryfirvalda og samtakanna sem taka það að sér. Ég fæ ekki séð að þetta sé ógnun við kennara eða samtök þeirra, þetta er miklu frekar tækifæri. Oft hefur verið talað um að samningar við kenn- ara séu svo flóknir að þeir skilji þá varla sjálfir. Mér finnst hafa verið stigið stórt skref í síðustu samningum sem hljóta að teljast nokkuð góðir og þar er ábyrgð skólastjórnenda skilgreind. Það sem við erum að gera er í takt við samningana og liður í þróun sem á sér stað bæði innan kennarastéttarinnar og utan. Við fund- um til dæmis með okkar skólastjórnendum og innum af hendi teymisvinnu þar sem farið er í gegnum þessi mál, skólastjórinn er orðinn miklu meiri stjórnandi en áður og kominn upp að hliðinni á æðstu stjórnendum sveitarfélagsins. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga árið 1996 er auðvitað líka áhrifavaldur í þessari þróun sem ég tel vel að merkja jákvæða. Áslandsskólatil- raunin er gerð með einn grunnskóla af sjö í bæjarfélaginu. Við Hafnfirðingar höfum státað okkur af því að vera með öfluga og góða skóla, skólastjórnendur og kennara. Því getum við farið fram af nokkurri djörfung. Það er ekkert verið að horfa niður á þá sem fyrir eru. Þar er fólk að gera góða hluti og mér finnst að það, bæjarfélagið, samtök kennara og aðrir sem koma að þessu máli eigi að gefa tilrauninni tækifæri, þó ekki væri nema til að fá vítamín inn í skólastarfið. Síðan verða menn bara að hafa þor til að vega og meta hvort tilraunin tekst eða ekki.“ Kennarasamband Íslands hefur skrifað Íslensku mennta- samtökunum bréf og óskað eftir að taka upp viðræður við þau um gerð kjarasamnings fyrir kennara og stjórnendur Áslandsskóla í Hafnarfirði. Hver er afstaða Hafnarfjarðar- bæjar til þessa? „Við settum í útboðsgögn okkar að faglegi þátturinn skyldi vera 60% og sá fjárhagslegi 40%, tilboðið er svo metið á þeim forsendum. Með faglega hlutanum í útboðsgögnum er átt við Einkaframkvæmd í Ás landsskóla Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hefur staðið í eldlínunni í Áslandsskólamálinu. Skólavörð- unni lék forvitni á að heyra viðhorf hans og spurði hann fyrst hvers vegna sú leið að bjóða út rekstur hverfisskóla var valin. Getum farið fram af djörfung 13 „Ég fæ ekki séð að þetta sé ógnun við kennara eða samtök þeirra, þetta er miklu frekar tækifæri. Oft hefur verið talað um að samningar við kennara séu svo flóknir að þeir skilji þá varla sjálfir. Mér finnst hafa verið stigið stórt skref í síðustu samningum sem hljóta að teljast nokkuð góðir og þar er ábyrgð skóla- stjórnenda skilgreind. Það sem við erum að gera er í takt við samningana og lið- ur í þróun sem á sér stað bæði innan kennarastéttarinnar og utan.“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.