Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 7
Á fundinum var farið yfir ýmis innan- félagsmál en síðan hófst dagskrá um fram- kvæmd kjarasamnings framhaldsskólans. Glímt var við þessa meginspurningu: Hvaða leið er best að fara við mat á kennslu og kennslutengdum störfum, sbr. gr. 1.3.2.5 og samvarandi greinar? Hvaða aðferðum er raunhæft að beita nú í fyrstu umferð og hvaða aðferðafræði telja menn vænlega til frambúðar miðað við að launa- þróun og launaskrið verði að talsverðu leyti háð launaákvörðunum í einstökum fram- haldsskólum? Elna Katrín Jónsdóttir fór yfir stöðu mála varðandi miðlæga framkvæmd kjarasamnings en að því loknu voru fram- sögur um stofnanaþátt samningsins, markmið og leiðir. Baldur J. Baldursson, Iðnskólanum í Reykjavík, fjallaði um viðbótarstörf og endurskipulagningu á grundvelli kjara- samnings og reglugerða og skoðaði í því samhengi sérstaklega samspil 7. og 8. greinar kjarasamningsins með hliðsjón af reynslu Iðnskólans af nýskipan starfa og skilgreiningu viðbótar- starfa. „Nýr kjarasamningur ásamt reglugerðum gefur í raun skýra mynd af starfsskyldum kennara,“ sagði Baldur meðal annars. „Kennarar hafa bætt á sig mjög afmörkuðum verkefnum án þess að vinnutími vegna þeirra sé sérstaklega tíundaður, þ.e. fag- legri ábyrgð fyrri deildarstjóra í viðkomandi námsgrein auk hluta af störf- um fyrri umsjónarkennara sem þeir deila með öðrum kennurum. Annað hefur ekki bæst við dagvinnu- skyldu kennara og nýr kjarasamningur bindur t.a.m. vinnutíma kennara alls ekki meira en sá fyrri, enda þeir sjálfir ábyrgir fyrir því að skila vinnu vegna framan- greindra tveggja viðbótarþátta.“ Aðalheiður Steingrímsdóttir, Verk- menntaskólanum á Akureyri, og Lárus H. Bjarnason, Menntaskólanum við Hamra- hlíð, fjölluðu um möguleika í útfærslu á á- kvæðum kjarasamningsins um kennslu og kennslutengd störf. Aðalheiður gerði að umtalsefni alúðarstuðlana svokölluðu, sbr. gr. 1.3.2.5 (og samsvarandi gr. A og C ramma). Kennarar í VMA urðu sammála um að útfæra mat innan stofnunarinnar og kusu ekki alls fyrir löngu fulltrúa sína í samstarfsnefnd samkvæmt kjarasamningi en samstarfsnefndir gegna mikilvægu hlut- verki í stofnanaframkvæmd kjarasamnings- ins og fjalla til dæmis bæði um flokkun starfa og röðun til launaflokka. Nefndin í VMA hefur markað sér þá meginstefnu að lykilatriði í mati á ýmiskonar reynslu, bæði úti í samfélaginu og innan stofnunarinnar, og viðbótarmenntun til hærri launa sé það hvort þessir þættir nýtast eða geti nýst skólanum. Í því skyni þótti brýnt að meta hvern einstakling fyrir sig, reynslu hans og menntun í fortíð og nútíð, og til að afla sem áreiðanlegastra gagna útbjó nefndin eyðublað sem var dreift til allra kennara og þeir beðnir að gefa ítarlegar og víðtækar upplýsingar um starfsreynslu, þátttöku í félagsstörfum, aukastörf, þátttöku í þróun- arstörfum, námsorlof, námsefnisgerð, önn- ur störf en kennslu í VMA o.fl. Ekki var spurt um menntun og námskeið þar sem sú vitneskja lá fyrir. Ætlunin er að búa til miðlægt mat og reiknilíkan innan skólans þrátt fyrir að kennarar útbúi einnig eigin ferilskrár. Er þessi aðferð talin betri fyrir kennarahópinn og andrúmsloftið á vinnu- staðnum en að fara þá leið að hver kennari leggi ferilskrá fyrir skólameistara og eigi síðan við hann hver launaröðun hans verð- ur eftir það. Lárus lýsti þar næst þeim hugmyndum sem uppi eru í MH varðandi annars vegar stofnanaframkvæmdina í heild og hins veg- ar gr. 1.3.2.5, en þess ber að geta að sam- starfsnefnd hafði ekki tekið til starfa í MH þegar fundurinn var haldinn. Fyrstu skrefin í MH skilgreindi Lárus á þennan hátt: Að átta sig á kjarasamningum, að grunnraða í rétta launaflokka, að upplýsa kennara um hvað er að gerast, að fela kennurum nauð- synlegustu verkefni til bráðabirgða út þessa önn (vorönn 2001), að hjálpa menntamála- ráðuneyti við að meta kostnað af samning- um, að sækja um að skólinn fái formlegt umboð til að framkvæma kjarasamninginn, að koma á fót fjögurra manna samstarfs- nefnd innan MH til að taka við hlutverki miðlægu nefndarinnar og loks að smíða nothæft kerfi á önninni. Grundvallaratriði í þessari vinnu voru talin vera 1) að byggja á sameiginlegum markmiðum, 2) að sátt verði um útfærsluna, 3) að fagmennska ríki en ekki geðþótti, 4) að kerfið verði hvorki mjög flókið né tímafrekt og loks 5) að MH geti boðið betur en aðrir! Loks fjallaði Hjördís Þorgeirsdóttir um ýmsa möguleika varðandi kerfisbundið mat á einstaklingum og störfum þeirra á grund- velli ákvæða kjarasamnings framhaldsskól- ans. Hún lýsti tveimur kerfum sem mögu- leiki væri á að nota, annars vegar því sem hún nefndi „kvarðann“, hins vegar kerfi sem byggist á því sem framkvæmt er í Tækniskólanum. Bæði kerfin byggjast á mati á menntun, gagnasamningu kennara o.fl. þar sem hver þáttur hefur vægi. Framsöguerindin verða birt á heimasíðu KÍ undir FF. Ástæða er til að hvetja kenn- ara til að kynna sér innihald þeirra, enda má segja að þau myndi í sameiningu vísi að gagnabanka um framkvæmd samningsins úti í skólunum. keg Kjaramál 8 Föstudaginn 4. maí var haldinn í Borgartúni 6 í Reykjavík samráðs- fundur stjórnar og samninganefndar Félags framhaldsskólakennara og trúnaðarmanna og formanna félags- deilda. Framhaldsskóli Hvaða leið er best?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.