Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 11
Kennarasamband Íslands er stéttarfélag kennara og skólastjórn- enda á Íslandi sem starfa við grunn-, framhalds- og tónlistar- skóla og að það fari með samningsumboð við sveitarfélögin í landinu vegna kennara og skólastjóra í grunnskólum. Í bréfinu óskar Kennarasambandið formlega eftir að taka upp viðræður við samtökin um gerð kjarasamnings fyrir kennara og stjórnendur skólans. „Verði gerður við okkur formlegur kjarasamningur lítur þetta allt öðru vísi út vegna þess að þá fyrst eiga þeir sem færu að vinna þarna rétt á launum og réttindapakka í samræmi við kjara- samninga kennara, þ.m.t. aðild að A-deild Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins,“ segir Eiríkur. „En það sem hingað til hefur gerst í Áslandsskólamálinu bendir því miður ekki til þess að ætlunin sé að gera kjarasamning við Kennarasambandið, enda kom skýrt fram í gögnum málsins þeg- ar útboð skólastarfsins var á vinnslustigi og ummælum bæjar- stjóra Hafnarfjarðar að einkaframkvæmdin gæfi möguleika á ný- breytni í samningaviðræðum við kennara. Ekki kæmi mér á óvart að nýbreytnin ætti að felast í einstaklingssamningum og feluleik þar sem hver træði skóinn af öðrum og svo stæði fólk uppi rétt- indalaust þegar á því væri brotið. Ég ræð kennurum eindregið frá því að ráða sig til starfa hjá stofnun sem neitar að gera kjarasamning við stéttarfélagið og við- urkenna þann réttindapakka sem almennt gildir í landinu um störf þeirra. Reynslan segir okkur að yfirleitt þegar fyrirtæki reyna að sniðganga stéttarfélög og komast hjá því að gera samn- inga við þau eða uppfylla skilyrði sem stéttarfélög setja sé það undanfari þess að réttur sé brotinn á fólki.“ Ræður bæjarstjórnin ekki við verkefnið? Eiríkur telur að menntamálaráðherra hafi farið í kringum lög- in þegar hann heimilaði Hafnarfjarðarbæ að semja við einkafyrir- tæki um rekstur hverfisskóla eins og stefnt er að í Áslandi. Hann bendir á að í grunnskólalögum sé sérstök grein sem fjallar um einkaskóla en undir hana falli Áslandsskóli ekki því að hann sé ekki einkaskóli heldur venjulegur hverfisskóli á ábyrgð bæjarfé- lagsins. Þess vegna hafi meirihluti bæjarstjórnar valið þann kost að óska eftir heimild ráðuneytisins til að bjóða út rekstur skólans sem tilraunaverkefni á grundvelli 53. greinar grunnskólalaga. Formaður Kennarasambandsins telur að með sama áframhaldi sé þess ekki langt að bíða að farið verði að innheimta skólagjöld í venjulegum grunnskólum. Bannað sé, a.m.k. samkvæmt orðanna hljóðan, að innheimta skólagjöld í grunnskólum og því geti tals- menn einkavæðingar ekki stigið skrefið til fulls í því efni núna. „En dropinn holar steininn,“ segir Eiríkur, „og reynslan úr Hafn- arfirði bendir til þess að aðeins sé spurning um tíma hvenær þeim verður leyft að innleiða skólagjöld. Fram kemur í útboðsgögnum að við ákvörðun einstakra kostn- aðarþátta skuli tekið mið af verðskrá annarra skóla í Hafnarfirði, til dæmis í sambandi við heilsdagsskóla og mötuneyti, en ef boðið verði upp á meiri þjónustu, án þess að hún sé frekar skýrð í gögn- um sem ég hef séð, megi hækka verðið. Er þá ekki komin ágæt réttlæting fyrir skólagjöldum?“ Eiríkur segir að mikill munur sé á einkaskóla og tilraunum í skólastarfi. Ef meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar telji að sú menntastefna sem Íslensku menntasamtökin standa fyrir sé miklu betri en sú skólastefna sem hingað til hefur verið fylgt hafi hún sem best getað gert tilraun með hana í einhverjum af skólum bæjarins og fengið til þess undanþágu hjá menntamálaráðuneyt- inu samkvæmt 53. grein grunnskólalaga. ,,Þessi grein á alls ekki við um rekstrarform skóla. Sveitarfélög- in tóku að sér að reka grunnskólann árið 1996 en Hafnarfjarðar- bær er hér að víkjast undan skyldum sínum. Ég veit ekki hvort bæjarstjórnin telur sig ekki ráða við þetta verkefni. Hún er að minnsta kosti að varpa frá sér verkefnum sem sveitarstjórnir börðust fyrir að fá fyrir nokkrum árum.“ Eiríkur segir að í byrjun ársins hafi verið gerður nýr kjara- samningur sem gildi í grunnskólum landsins þar sem dregið er úr fyrri miðstýringu og beinlínis stefnt að því að auka möguleika á nýbreytni í skólastarfi. „Ekkert í kjarasamningnum kemur í veg fyrir tilraunastarf í skóla sem rekinn er af sveitarfélagi. Til þess þarf hvorki einkavæðingu né einkaframkvæmd. Við bjuggumst við því að þegar grunnskólinn flyttist frá ríki til sveitarfélaga yrðu styrkir til einkaskóla hugsanlega meiri en við höfðum í sjálfu sér engar áhyggjur af því. Hér á landi eru reknir nokkrir einkaskólar, sumir þeirra eiga margra ára og jafnvel ára- tuga farsælan feril að baki. Þeir hafa verið reknir á mjög ólíkan hátt og mismikill friður ríkt um starfsemi þeirra. Í flestum tilvik- um hafa þessir skólar, sem eru starfræktir samkvæmt sérstakri grein um einkaskóla í grunnskólalögum, virt kjarasamninga og kosið að eiga góð samskipti við samtök kennara í stað þess að vera í stríði gegn þeim,“ segir formaður Kennarasambands Ís- lands og bætir við: „Það verður fróðlegt að vita hver framvindan verður í Áslandshverfi. Mér finnst mjög líklegt að einhverjir for- eldrar í þessu nýja hverfi muni láta á það reyna hvort öll þessi framkvæmd sé í samræmi við lög.“ Helgi E. Helgason Einkaframkvæmd í Ás landsskóla 12 „Það segir sína sögu að aðeins einn aðili bauð í reksturinn. Ég býst reyndar við að hann nagi sig núna í handarbökin fyrir að hafa ekki boðið hærra, enda er nú ljóst að bærinn hefði tekið hvaða tilboði sem væri,“ segir Eiríkur Jónsson. Magnús Gunnarsson og Sunita Gandhi takast í hendur við undirritun samningsins milli Hafnarfjarðarbæjar og Íslensku menntasamtakanna.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.