Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 5
öðruvísi og metnaður minni, og kem ég að því síðar. Í 1. gr. er talað um mismunandi próf fyrir suma í ákveðnum námsgreinum. Þetta hlýtur að eiga að skilja þannig að sumir megi taka kröfuminni próf en aðrir, sbr. breska kerfið (Advanced Level og Ordinary Level). Í þessu sambandi verður að leggja mikla áherslu á að ábyrgð skóla og kennara er mikil, það þarf að gera nem- endum vel ljóst að val léttari leiðarinnar, ef hin er fær, getur haft óheppilegar afleið- ingar. Í 4. gr. er lagt til að prófið verði einu sinni á ári, að vori. Nú er það svo að loka- próf áfangaskóla (fleiri?) eru haldin bæði um jól og vor, komin er á það hefð og möguleikinn áreiðanlega til hagsbóta fyrir nemendur og niðurfelling því augljós afturför. „Námsmatsstofnun eða annar aðili“ skýt- ur upp kollinum í 2. mgr. 6. greinar skýr- ingalaust. Hvurslags stofnun er það, eða hefur eitthvað farið fram hjá mér? (Reynd- ar ekki kennt í eitt ár). Í 7. gr. er talað um „aðila sem hefur yfir- umsjón með prófum“ og síðar í sömu grein: „Sami aðili er ábyrgur fyrir mati á prófúrlausnum fyrrgreindra nemenda.“ Verið er að tala um utanskólanemendur, í því tilfelli beri hinn ábyrgi aðili ábyrgð á mati úrlausna. Í 11. gr. segir hins vegar að yfirferð sé á ábyrgð skólanna. Hér er frávik frá landsprófinu, þá fór sérstök nefnd yfir allar úrlausnir, mun hún hafa samanstaðið af prófsmiðunum og fleira góðu fólki - og væri það áreiðanlega betri kostur. Ef betri kosturinn yrði tekinn félli 1. mgr. 15. gr. niður en þar segir efnislega að framhaldsskólar skuli eigi síðar en viku eft- ir að próf er haldið senda niðurstöður og prófúrlausnir til Námsmatsstofnunar eða þess aðila sem hefur yfirumsjón með próf- unum. Í 20. gr. segir að lágmarkseinkunn til að standast próf skuli vera 5 - hér var lands- prófið gamla og góða harðara og krafðist 6 - og þætti mér það ekki ofgert þegar um slíkt samræmt próf væri að ræða þar sem viðkomandi hefðu lagt töluvert á sig til undirbúnings. Ásetning slíks prófs hlýtur að leiða hug- ann að ábyrgðinni sem með því yrði sett á framhaldsskólakerfið - sem næst sömu kennslugæði í öllum skólunum - án þess væri prófið óréttlátt. Í textanum er mikið talað um Náms- matsstofnun - þyrfti hún ekki að innibera líka hina hliðina, kennslumat, eftirlit, til að reyna að tryggja sem næst sömu gæði alls staðar í kerfinu? Slíkt er viðhaft í ná- grannalöndunum. Frammi fyrir svona veigamiklu máli verður ekki komist hjá því að huga að þeirri hlið líka. Umræðan, frétt 6 Samkvæmt nýjum kjarasamningi er hverjum skóla skylt að gera sí- menntunar-/endurmenntunaráætl- un og tekur ákvæðið gildi 1. ágúst nk. Kennurum er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað sam- kvæmt áætluninni, enda sé hún gerð samkvæmt ákvæðum kjara- samnings og kennurum að kostn- aðarlausu. 50 gr. grunnskólalag- anna hefur í engu breyst en hún hljóðar svo: „Kennarar og skólastjórar grunn- skóla skulu, auk námsleyfa, sbr. 25. gr., eiga kost á endurmenntun í þeim tilgangi að efla starfshæfni sína, kynnast markverðum nýjung- um í skóla- og uppeldismálum og njóta stuðnings við nýbreytni- og þróunarstörf. Til þessa verkefnis skal árlega veitt fé á fjárlögum. Að frumkvæði skólastjóra mótar hver skóli áætlun um hvernig end- urmenntun starfsfólks hans skuli hagað svo að hún sé í sem bestu samræmi við þær áherslur sem fram koma í skólanámskrá.“ Áður rann þetta fé til endur- menntunardeildar (nú Símenntun- arstofnunar) KHÍ þar til Endur- menntunarsjóður grunnskóla var stofnaður. Þar til í ár hefur hluti fjárins þó áfram runnið til Símennt- unarstofnunar en svo er ekki leng- ur. Endurmenntunarsjóður grunn- skóla styrkir námskeið ekki að fullu heldur einungis að hluta. Eftir stendur spurningin: Hver á að borga mismuninn? Með nýjum kjarasamningi fer ekki á milli mála að námskeiðin skuli vera kennur- um að kostnaðarlausu en þetta tek- ur ekki gildi fyrr en 1. ágúst eins og áður er sagt. Hver á að brúa tíma- bilið þangað til, það er að segja sumarið? Þar sem Endurmenntun- arsjóður grunnskóla styrkir nám- skeið einungis að hluta er ljóst að innheimta þarf námskeiðsgjöld af kennurum. Skólarnir þurfa þá ann- að hvort að reiða fram það fé eða kennarar að greiða úr eigin vasa, nema þeir kjósi að sækja um end- urgreiðslu úr G-deild endurmennt- unarsjóðs KÍ. Þeim sjóði er ætlað að ýta undir fjölbreytni í endur- menntunarvali kennara og gera þeim til dæmis kleift að sækja námskeið erlendis og/eða nám- skeið sem efla persónulega færni þeirra án þess endilega að vera hluti af endurmenntunaráætlun skólans sem þeir starfa hjá. Stefna KÍ varðandi sjóðinn er ekki að fórna honum á altari endurmenntunará- ætlana skóla, enda lítur sambandið svo á að sveitarfélög eigi að leggja fram fé á móti ráðuneytinu til að standa straum af kostnaði við nám- skeið sem vinnuveitendur hvetja og/eða ætlast til að starfsmenn þeirra sæki. Endurmenntunarsjóð- ur grunnskóla hjá ráðuneytinu styrkir aðila til þess að halda nám- skeið en sem sagt einungis að hluta og þar þurfa sveitarfélögin að koma á móti. Kennarar sjálfir eru auðvitað heldur ekki reiðubúnir til að fórna sínum kvóta í G-deildinni til að kosta sig á námskeið sem eru í raun hluti af vinnuskyldu. Sumum skólum, t.d almennt á höfuðborg- arsvæðinu, hefur hins vegar ekki verið úthlutað fjármagni í þennan lið og því hætt við að þetta sumarið verði samdráttur í endurmenntun grunnskólakennara. Í höfuðborginni hefur Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur boðið kennur- um ókeypis námskeið hingað til en líklegt er að það muni breytast á næsta ári. Að sögn Ingunnar Gísla- dóttur starfsmannastjóra Fræðslu- miðstöðvar verður endanleg á- kvörðun um ráðstöfun fjár til sí- menntunar starfsmanna í grunn- skólum Reykjavíkur tekin í desem- ber í tengslum við gerð starfsáætl- unar fyrir árið 2002. Ný aðalnámskrá og nýir kjara- samningar fela í sér að form endur- menntunar breytist og frumkvæði skólanna sjálfra aukist, að sögn Ingunnar. „Skólar munu móta framboðið. Það væri til dæmis ekki heppilegt ef skóli setti tölvulæsi á oddinn í áætlun sinni en Fræðslu- miðstöð byði ekki upp á nein nám- skeið sem nýttust í því skyni,“ segir Ingunn. Skipan endurmenntunarnefndar á vegum KÍ er í deiglunni en nefnd- inni er ætlað að gera úttekt á end- ur- og símenntun kennara, sér- kennara, námsráðgjafa og skóla- stjórnenda á öllum skólastigum sem heyra undir KÍ og einnig að leggja fram tillögur á þingi KÍ 2002 um framtíðarfyrirkomulag endur- menntunarsjóðsins. Skólavarðan mun birta fréttir af starfi nefndar- innar sem og öðru sem viðkemur endur- og símenntun reglulega. keg Hver á að brúa bilið?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.