Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 27

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 27
Foreldrafélag misþroska barna opnar heimasíðu Foreldrafélag misþroska barna hefur nú opnað heimasíðu sína á vefsetri Öryrkjabandalags Íslands, www.obi.is. Á síð- unni er að finna ýmsar upplýsingar um félagið og starfsemi þess, tilkynningar um starfsemi og slóðir á aðrar áhugaverð- ar vefsíður, þar á meðal kynningar- og fræðslubækling félagsins sem liggur inni á netdoktor.is. Áhugaverðust á heimasíðunni er þó röð greina um vanda- málið á breiðum grundvelli. Sjö þeirra sækja heimildir sínar að hluta til í bækurnar Teaching the Tiger eftir Marilyn P. Dornbush, Ph.D. og Sheryl K. Pruitt, M.Ed., og Þroski og hegð- unarvandi eftir Málfríði Lorange taugasálfræðing og Matthías Kristiansen en einnig er leitað fanga víðar. Greinarnar heita: 1. Athyglisbrestur með eða án ofvirkni og misþroski, 2. Kækir og Tourette heilkenni, 3. Árátta og þráhyggja, 4. Atferli og örvun, 5. Meðferð og íhlutun, 6. Námsumhverfi og 7. Hagnýt ráð. Átt- unda greinin heitir svo: Úrræði fyrir fullorðið fólk og er eftir Kevin R. Murphy, Ph.D., sem starfar við læknamiðstöð Massachusetts-háskóla í Bandaríkjunum. Greinarnar sjö eru fyrst og fremst ætlaðar kennurum, leik- skólakennurum og foreldrum en henta einnig öllum þeim sem hafa afskipti af börnum yfirleitt því að ætla má að fjög- ur til sex af hundraði allra barna hafi þessi einkenni og glími við vandamál þeim tengd í einhverjum mæli. Áttunda grein- in er svo mjög áhugaverð fyrir þá sem vilja skoða hvernig einkennin geta komið fram hjá fullorðnum. Foreldrafélag misþroska barna hvetur alla sem hafa áhuga til að kynna sér heimasíðuna en slóðin þangað er www.obi.is/ADHD.htm Að lokum skal þess getið að nýtt upplag af kynningar- og fræðslubæklingi félagsins er komið úr prentun og er hægt að nálgast hann með því að hafa samband við upplýsinga- og fræðsluþjónustu félagsins að Laugavegi 178. Hún er opin alla virka daga kl. 14 til 16 og síminn þar er 581 11 10, mynd- sími er 581 11 11. Skrifstofan lokar 15. júní vegna sumarleyfa en verður svo opnuð á ný eftir sumarfrí þann 15. ágúst. Stjórn Foreldrafélags misþroska barna. Spennandi skólamálaþing! Nú liggja fyrir drög að dagskrá skólamálaþings sem verð- ur haldið í Reykjavík 8. september nk. og á Akureyri 29. sept- ember nk. Þar kennir ýmissa grasa og er ekki síst ánægjulegt að fá tvo góða gesti til landsins, þá Andy Hargreaves og Christopher W. Day. Dr. Hargreaves er mörgum íslenskum skólamönnum að góðu kunnur, hann hefur til dæmis ritað bækurnar Changing Teachers Changing Times (1994) og Two Cultures of School- ing (1996). Í rannsóknum sínum hefur hann um langt skeið gengið út frá menningarhugtakinu og skoðað menningu skóla og vinnumenningu kennara jöfnum höndum með hlið- sjón af meðal annars póstmódernískum áhrifum á skólaþró- un, sjálfsmynd nemenda og kennara og öðrum breytingum tengdum þessu. Christopher Day er mikilvirkur menntafrömuður og veitir til dæmis forstöðu rannsóknamiðstöð í skólaþróun. Hann beinir sjónum m.a. að lærdómsferli kennara, hugsun þeirra og þróun í starfi, árangursríkri skólastjórnun og -kennslu og skólamenningu. Fagmennska kennara er yfirskrift skólamálaþings að þessu sinni en aðrir fyrirlesarar eru: Sigurjón Mýrdal, Þórir Þórisson, Sigurlaug Kristmannsdóttir, Jón Torfi Jónasson, Jón Baldvin Hannesson, Arna Jónsdótt- ir, Jóhanna Einarsdóttir, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Valdimar Gunnarsson, Páll Skúlason, Sölvi Sveinsson o.fl. Nánari dagskrá verður birt í næsta tbl. Skólavörðunnar. Sumartími hafinn í Kennara- húsinu Frá 1. júní til 31. ágúst verður skrifstofa Kennarasambands Íslands og skrifstofur aðildarfélaga þess í Kennarahúsinu opnar mánudaga til föstudaga frá kl. 8:00 - 16:00. Kennarasamband Íslands Lestu heimasíðuna þína? Fyrst með þínar fréttir, www@ki.is Smáauglýs ingar og t i lkynningar 29

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.