Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 13
kenningarlegan grundvöll skólastarfs og útfærslur á honum innan ramma aðalnámskrár. Hugur okkar stendur fyrst og fremst til þess að þarna fari fram góð almenn kennsla með fagfólki, það er síðan samtakanna að leysa málin við þau fagfélög sem um ræðir. Það er ekki á minni könnu með hvaða hætti það er gert.“ Bæjarfélagið hefur sem sagt ekki tekið afstöðu í þessu máli? „Nei, og á ekki að gera það. Það hlýtur hins vegar að vera metnaður hverrar stofnunar sem leggur út í svona að ráða til sín góða kennara og tryggja að kjör þeirra séu í takt við þá ábyrgð og skyldur sem eru lagðar þeim á herðar. Þetta er almennt viðhorf. En það er ekki bæjaryfirvalda að hafa áhrif á samningagerð þessa fyrirtækis frekar en við færum að hafa sérstaka skoðun á því hvort verktakanum sem byggði skólann hefði tekist vel upp í samning- um við húsasmiði, múrara eða aðra. Fyrst og fremst snýst allt um það að skila af sér góðu verki og hafa fólkið í kringum sig ánægt.“ Samanburðartölur um kostnað á hvern nemanda í grunnskól- um Hafnarfjarðar hafa verið birtar, eru þetta sambærilegar tölur milli skólanna? Já, þetta eru sambærilegar tölur. Ef við hefðum borið saman tölur síðastliðinna fimm ára hefðum við fengið aðra niðurstöðu, jafnvel önnur hlutföll á milli einstakra skóla, vegna þess að það eru svo margir þættir sem spila inn í skólarekstur. Þessar tölur sem nú eru birtar eru grundvallaðar á ársreikningum síðasta árs en síðan er reynt að meta áhrif kjarasamninga inn í, enda tölurnar miðaðar við janúar 2002. Ef eitthvað er þá er það varfærnislega gert. Áslandsskóli er bara bundinn við launavísitölu og niðurstað- an er innan þeirra marka sem bæjaryfirvöld settu sér, að skólinn væri hvorki dýrastur né ódýrastur. Við erum ekki að mismuna fólki eftir búsetu í bæjarfélaginu. Er árlega greiðslan sem hefst í 5,5 miljónum (leiga á tækjabúnaði) stofnkostnaður, sambærilegur við stofnkostnað við aðra skóla og stöðvast þessi greiðsla eftir þrjú ár hvort sem Íslensku menntasamtökin reka skólann áfram eða ekki? Heildargreiðslan varðandi stofnbúnað innifelur rúm 60% af útreiknuðum stofnbúnaði skólans. Ef við hefðum verið sjálfir með reksturinn hefðum við þurft að leggja allan stofnbúnaðinn fram strax við upphaf skólastarfs. Þessum 60% er í stað þess dreift á þrjú ár en þau 40% sem eftir eru eru hluti framhalds- samnings. Ef sú staða kemur upp að skólinn stendur ekki undir sér fjárhagslega, verða þá innheimt skólagjöld í Áslandsskóla? „Nei, það stendur ekki til að reksturinn verði frábrugðinn öðr- um skólum gagnvart foreldrum og nemendum. Þetta er grunn- skóli sem býður tiltekna þjónustu sem gert er ráð fyrir í aðal- námskrá eins og í öllum skólum. Það verða ekki innheimt skóla- gjöld, hvorki nú né síðar. Hins vegar velti ég vöngum yfir því hvort ekki sé skynsamlegt að nýta skólabyggingar í bæjarfélaginu enn betur en gert er, ekki bara í Áslandsskóla heldur almennt, til dæmis til námskeiðahalds. Önnur hugmynd er að bjóða skóla- stjórum að gera þjónustusamning við sveitarfélagið og reka skól- ann á eigin ábyrgð með tiltekinni fjárveitingu. Hafið þið viðrað þetta við skólastjórnendur? Já, við höfum gert það. Hvernig undirtekir hefur það fengið? „Við höfum ekki skrifað undir samninga en þetta var rætt til dæmis í Öldutúnsskóla við fyrri skólastjóra þar, Viktor Guðlaugs- son. Síðan datt umræðan aðeins niður, en við höfum verið að gera þjónustusamninga hér við leikskólann Hjalla og ferðamála- fulltrúa bæjarins, svo að dæmi séu tekin. Ef þjónustusamningur yrði gerður er inni í myndinni að við- komandi skólastjóri gæti tekið húsnæðið á leigu, það yrði þá inni í samningnum. Við höfum nú þegar róið nokkuð á þessi mið með því að setja æskulýðsmiðstöðvarnar inn í skólana. Með einsetn- ingu skóla er skynsamlegt að horfa til þess að þeir eru í eðli sínu ekkert annað en hverfismiðstöðvar. Með þeirri áherslu sem við höfum til dæmis lagt á að færa félagsstarf unglinga inn í skólana verður viss tenging og ég tel að hún mætti verða enn meiri og öflugri. En auðvitað þarf að gera þetta í samráði við þá sem ráða ríkjum í skólunum, skólastjóra og kennara. Það er svo auðvitað fyrst og fremst bæjarfélagið sem þarf að huga að því hvort ekki sé unnt að ná fram meiri hagræðingu og nýtingu fyrir íbúana eða aðra þá sem vilja hugsanlega nýta sér þessi miklu mannvirki sem standa að stórum hluta ónotuð.“ Í lokin, hvernig vildir þú sjá skólasamfélagið þróast á kom- andi árum? „Íslenskt samfélag er á óskaplega hraðri siglingu. Þess sjást merki víða að þó að við menntum börnin okkar ágætlega, komum þeim til manns og veitum þeim sjálfsagt fleiri tækifæri en nokkurn tímann áður þá örlar bæði á óþolinmæði hjá yngstu kyn- slóðinni og töluverðu agaleysi. Um leið reyndar talsverðu sjálf- stæði sem er gott. Auknu sjálfstæði fylgir aukið þor og vilji til þess að takast á við hið óþekkta. Það sem ég vildi sjá standa upp úr er að við stöldrum aðeins við þessa hugsun um óþolinmæðina og agaleysið og aukum ábyrgð foreldra og samstarf heimila og skóla. Stuðlum að því að mennta og byggja upp jákvæða og góða einstaklinga sem hafa tilfinningu fyrir því að það þarf að taka tillit til annarra.“ keg Einkaframkvæmd í Ás landsskóla 14 „Í mínum huga hefur aldrei staðið ann- að til en að kennsla í Áslandsskóla væri jafngóð eða betri en hún er í öðrum skólum,“ segir Magnús Gunnarsson. Um það leyti sem blaðið fór í prentun funduðu Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Sunita Gandhi. Frétt af fundinum er á heimasíðu KÍ, www.ki.is

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.