Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 9
Reksturinn var boðinn út sl. vetur eftir að menntamálaráðherra gaf meirihluta bæjarstjórnar til kynna að ráðuneytið myndi veita undanþágu til rekstursins á grundvelli 53. greinar grunnskólalaga um tilraunir í skólastarfi. Ráðherra setti þó það skilyrði að ekki yrði vikið í neinu frá gildandi lögum og reglugerðum um skóla- starf, þ.m.t lögum um réttindi og skyldur kennara og skólastjórn- enda í grunnskólum. Aðeins eitt tilboð barst í reksturinn, eftir að tilboðsfrestur var liðinn. Það kom frá Íslensku menntasamtökunum. Í byrjun maí heimilaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Magnúsi Gunnarssyni bæjarstjóra að semja við Íslensku menntasamtökin um rekstur til þriggja ára til að byrja með, að fengnu leyfi menntamálaráðherra. Í framhaldinu réðu samtökin skólastjóra og ráðningarstofu hefur verið falið að annast ráðningu kennara. Heimild bæjarstjórnar til að ganga til samninga um rekstur skól- ans var samþykkt af meirihluta gegn atkvæðum minnihluta. Greiðslur bæjarfélagsins til verktakans á tímabilinu júlí til desember 2001 svara til 350.000 króna á ári fyrir hvern nemanda en upphæðin hækkar í 365.000 krónur á ári frá janúar 2002 og breytist síðan í samræmi við launavísitölu. Auk þess er gert ráð fyrir föstum greiðslum á ári fyrir leigu á tækjabúnaði. Á þessu ári verða greiddar 5,5 milljónir en upphæðin hækkar um hálfa millj- ón á ári til 2003. Að föstu greiðslunni meðtalinni svarar kostnað- ur í upphafi til um 390.000 króna á hvern nemanda miðað við 150 nemendur. Á heimasíðu Íslensku menntasamtakanna segir að með skóla- verkefninu í Hafnarfirði gefist tækifæri til að stuðla að þörfum breytingum í menntun og uppeldismálum. Verkefnið gefi einnig tækifæri til að afla stuðnings almennings við stefnu samtakanna í skólamálum. Slík samvinna skóla og samfélags sé heilbrigð og æskileg. Á heimasíðunni er auk þess að finna eyðublað fyrir ein- staklinga og fyrirtæki sem vilja styrkja samtökin fjárhagslega. Þeim er skipt í þrjá hópa: Stuðningsaðila sem greiða allt að 50 þúsund krónur, velunnara sem greiða allt að 500 þúsund krónur og aðstandendur sem greiða meira en 500 þúsund krónur eða jafnvirði í öðrum stuðningi. Einnig er gerð nokkur grein fyrir hugmyndafræði Íslensku menntasamtakanna á heimasíðunni. Talsmenn þeirra telja að stefnubreytingar sé þörf í menntamálum á þeirri öld sem nú fer í hönd. Hverfa verði frá menntalíkani 19. aldar og taka upp stefnu þar sem grundvallarmanngildi verði byggð inn í sjálfa kennsluna. Í þessu líkani verði eiginleiki eins og sá að vera góður eða dyggð- ugur jafn mikilvægur ef ekki mikilvægari en að vera fróður, greindur eða hæfur til náms í hefðbundnum skilningi. Af þessum ástæðum hafi Íslensku menntasamtökin tekið upp stefnu alþjóð- legu menntasamtakanna The Council for Global Education sem byggi á fjórum hornsteinum menntunar, sammannlegum gildum, heimsskilningi, yfirburðum í hvívetna og þjónustu við mannkyn- ið. Ennfremur segir að áhersla á mannrækt í núverandi mennta- kerfi sé til bóta en nægi ekki ein sér og geti ekki bundið endi á þá kreppu sem steðji að kerfinu né komið í veg fyrir hörmuleg atvik sem gerist í bandarískum og evrópskum skólum og utan þeirra og þar sem börn séu að verki. Ráðherra fór í kringum lögin Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segist ekki vita mikið um stefnu Íslensku menntasamtakanna umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. „Mér finnst þó að talsmenn þeirra komi fram með ódýrar lausnir þegar þeir kynna hug- myndafræði sína. Þeir segjast leggja mikla áherslu á manngildið. Er þetta yfirlýsing um að ekki sé lögð áhersla á manngildi í öðr- um skólum? Það er fásinna að einkavæða þurfi skólann til þess að manngildi fái notið sín í kennslustarfi. Ef meirihluta bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar finnst að manngildið hafi á einhvern hátt orðið útundan í skólakerfinu hingað til er honum í lófa lagið að kippa því í lag í skólum sem bærinn rekur sjálfur. Ég vil ekki dæma um þá skólastefnu og hugmyndafræði sem Íslensku menntasamtökin aðhyllast en ég er nokkurn veginn viss um að bæjarstjórinn í Hafnarfirði og aðrir í bæjarstjórnarmeirihlutanum vita ekkert um innihald þeirrar skólastefnu né hvernig hún mun virka og reyndar held ég að þeim sé alveg sama.“ Ekki er ofmælt að mikil óvissa ríki um skólahald í Áslandsskóla í haust. Í samkomulaginu um skólann er gert ráð fyrir að 150 nemendur sæki hann næsta vetur í 1. til 7. bekk og við það eru Einkaframkvæmd í Ás landsskóla 10 Í haust á nýr hverfisskóli að taka til starfa í Áslands- hverfi í Hafnarfirði. Mikill pólitískur styrr hefur staðið um þennan nýja skóla, bæði í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar og á Alþingi, enda er áformað að rekstur hans verði ólíkur því sem hingað til hefur tíðkast. Hann verður ekki á vegum sveitarfélagsins heldur einkaaðila. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands: „Sýndarmennska - ekki áhugi á bættu skólastarfi“ „Ég vil ekki dæma um þá skólastefnu og hugmyndafræði sem Íslensku menntasamtökin aðhyllast en ég er nokkurn veginn viss um að bæjarstjór- inn í Hafnarfirði og aðrir í bæjarstjórn- armeirihlutanum vita ekkert um inni- hald þeirrar skólastefnu né hvernig hún mun virka og reyndar held ég að þeim sé alveg sama.“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.