Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 18
Á skólatorginu hafa foreldrar meiri möguleika en áður á að fylgjast með því sem börnin eru að gera í skólanum. Því er einnig ætlað að vera miðill þar sem foreldr- ar geta komið skoðunum sínum á framfæri við skólayfirvöld og haft þannig aukin áhrif á skólastarfið. Skólatorgið getur auðveldað kennurum samskipti við foreldra með því að koma til þeirra upplýsingum um nám, hegðun og annað sem kennarar vilja koma á framfæri. Þorbjörg Þorsteinsdóttir verk- efnisstjóri skólatorgsins segir reynsluna af því mjög góða og að það uppfylli þær væntingar sem til þess voru gerðar. Þriði þriðjudagur í september Í heimi þar sem mikið er talað um of- beldisdýrkun, skortur er á umburðarlyndi, blóðug stríð eru háð og fólk sveltur er um- ræða um frið og friðarmenningu nauðsyn- leg. Kenna þarf börnum að bera virðingu fyrir ólíkum kynþáttum og menningu og innræta þeim umburðarlyndi. „Skóli er ákjósanlegur staður fyrir friðar- umræðu,“ segir Þorbjörg, „og kemur netið þar að góðum notum. Meðal þess sem skólatorgið var talið góður vettvangur fyrir eru svokallaðir friðarbekkir. Friðarvefurinn á skólatorginu er kjörinn fyrir börn til að láta rödd sína heyrast.“ Það var Gunnar Hersveinn, foreldri í Melaskóla, sem kynnti hugmyndina um friðarbekkinn fyrir Eddu Pétursdóttur kennara og nemendum hennar. „Hug- myndin er komin af netinu, alþjóðlegt ár friðar var að byrja og ég rakst þar á samtök sem heita One Day. Í kjölfarið kynnti ég verkefnið fyrir Eddu og nemendum hennar sem tóku strax mjög vel í þetta,“ segir Gunnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að skoðanir barna séu jafn gildar og fullorðinna. „SÞ hafa tileinkað börnum einn dag á ári, þriðja þriðjudag í september, og kalla hann „Hear the Children Day“, segir Þor- björg. „Ástæðan er sú að menn telja að börn geti tekið þátt í því að breyta heiminum og að allt of mörg börn búi við stríðs- ástand og skort. Með þátttöku barna í um- ræðum um frið og uppákomum þeirra í hverfi sínu eða heima- byggð geta þau látið gott af sér leiða og skipst á hugmyndum um leiðir í átt til friðar í heim- inum.“ Tökum þátt og látum gott af okkur leiða Með því að skrá bekkinn sinn sem friðarbekk á vefnum geta nemendur tekið þátt í skemmti- legu og gjöfulu verkefni þar sem þeir, foreldrar og kennari sameinast um tiltekið markmið. Það sem til þarf er að annaðhvort kennari eða eitthvert foreldri taki að sér að hafa umsjón með verkinu og skrá sig síðan á vefnum. „Á vefnum má nú þegar sjá hugmyndir að verkefnum,“ segir Þorbjörg. „Meðal annars að reisa friðartré í hverfinu til að minna fólk á að rækta frið í hjarta sínu, standa fyrir friðarmínútum í skólanum á al- þjóðadegi friðar, fylgjast með viðburðum á netinu, hafa samband við aðra friðarbekki, ræða innan bekkjarins um gildi friðar og síðast en ekki síst taka þátt í starfi friðar- bekkja á skólatorginu. Einnig má finna hugmyndabanka á slóðinni www. Peace- club.com/pdub.htm. Nemendur 6E í Melaskóla ákváðu að gera bekkinn sinn að friðarbekk árið 1999, eftir að Gunnar hafði kynnt verkefnið fyrir þeim, og ákváðu jafnframt að verkefnið myndi ná fram til ársins 2002. Fyrsta verk þeirra var að hvetja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra til að helga 1. jan- úar árið 2000 friði. Borgarstjóri tók erind- inu vel og lýsti daginn dag friðar í Reykja- vík. Verkefnið var alþjóðlegt og núna er unnið að því um víða veröld að gera 1. janúar að degi friðar. Friðarbekkurinn í Melaskóla hefur einnig samið friðarljóð sem skeytt var við lengsta ljóð veraldar (the Peace Poem Project). Krakkarnir hafa staðið fyrir frið- armínútum og hvatt aðra til að gera slíkt hið sama og nú eru þau að vinna með Manifesto 2000 eða yfirlýsinguna um frið- armenningu og afnám ofbeldis í heiminum. 6E hvetur börn og foreldra þeirra til að ræða friðarhugtakið og skrifa undir yfirlýs- inguna á netinu. Börnin vinna líka innan bekkjarins og leggja mikla áherslu á að koma af stað um- ræðu um frið, umburðarlyndi, ofbeldi og fordóma, svo að eitthvað sé nefnt. Friðarbekkir eru ekki margir ennþá en ástæða er til að hvetja skólafólk til að fara inn á netið, skoða það sem þar fer fram og meta hvort ekki sé sjálfsagt að skrá bekkinn sinn sem friðarbekk og leggja sitt af mörk- um til eflingar friði í heiminum. Slóðin er www.skolatorg.is.“ Þorbjörg hvetur í lokin alla nemendur, foreldra og kennara til að skoða starf og hugmyndir friðarbekkjanna „og um leið skulum við gera síðustu línur texta Lennons, Imagine, að okkar þar sem hann segir: I hope some day you´ll join us. And the world will be as one.“ Steinunn Þorsteinsdóttir Fr iðarstarf í skó lum 20 Í september árið 2000 var skólatorg.is tekið í notkun á veraldarvefnum. Að því standa Tæknival sem gaf allan búnað, Selásskóli sem er sérstakur þróunarskóli þess og Íslenska menntanetið hjá Skýrr sem hýsir verkefnið. Friðarbekkir á veraldarvefnum - www.skolatorg.is vettvangur friðarumræðu Með því að skrá bekk- inn sinn sem friðarbekk á vefnum geta nemend- ur tekið þátt í skemmti- legu og gjöfulu verkefni þar sem þeir, foreldrar og kennari sameinast um tiltekið markmið.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.