Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 8
Þetta á þó ekki við um nemendur í Sum- arskólanum í FB, þeir mæta í skólann 6. júní nk. og honum lýkur með prófum þann 3. júlí. Sumarskóli hefur verið starfræktur í FB í níu ár. Undanfarin tvö ár hefur aðsóknin stóraukist, fyrir tveimur árum stunduðu rúmlega 200 nemendur nám við skólann en í fyrrasumar bar svo við að þeir voru nærri 500. Magnús Ingvason er annar framkvæmdastjóra Sumarskólans í FB. Skólavörðunni lék forvitni á að vita hvaða unglingar það væru sem sæktu nám á sumrin. „Það má skipta nemendum í fimm hópa. Í fyrsta lagi eru það þeir sem þurfa að vinna upp gamlar syndir, þ.e.a.s. nemendur sem hafa fallið í einhverjum áföngum, í öðru lagi eru þetta nemendur sem vilja flýta fyrir sér í námi, í þriðja lagi nemendur sem eru á leið í framhaldsnám og vilja dá- litla upprifjun áður en það nám hefst, eink- um í stærðfræði, í fjórða lagi nemendur úr 10. bekk sem hafa ekki náð fullnægjandi einkunn á samræmdu prófunum og loks „fólkið í landinu“ sem vill bæta kunnáttu sína á einhverju sviði, einkum tungumálum og tölvunotkun, og lítur á þetta sem nokk- urs konar námskeið.“ Er boðið upp á alla áfanga? „Það er boðið upp á yfir 50 áfanga og reynslan sýnir að rúmlega helmingur er kenndur. Þetta eru yfirleitt algengustu áfangarnir, svo sem í ensku, dönsku, stærð- fræði og íslensku. Svo eru nokkrir raun- greinaáfangar, viðskiptaáfangar, tölvu- áfangar, þýska, franska og spænska og svona eitt og annað til viðbótar.“ Hvaðan koma nemendurnir...? „Af öllu landinu og núna um miðjan maí eru t.a.m. um tíu Íslendingar búsettir í út- löndum búnir að skrá sig í skólann. Síðan hafa m.a. nem- endur frá Eskifirði, Húsavík, Akureyri og Ísafirði skráð sig og svona mætti lengi telja. Um helmingur nemenda kemur þó úr Breiðholti.“ ...og kennararnir? „Mér sýnist þeir koma úr um það bil sex skólum í ár. Flestir eru úr FB en þó kemur alltaf stór hluti úr öðrum skól- um. Kennararnir eru ánægðir með launin sem taka mið af kjarasamningnum sem var gerður í vetur. Þetta er stutt og snörp lota og við viljum borga vel fyrir það.“ Hvernig er kennslunni háttað? „Það er kennt á daginn frá 17:30 til 22:10 í tæpar fjórar vikur. Allt nám er á ábyrgð deildarstjóra við FB og eru gerðar sömu kröfur til nemenda á sumrin og á veturna. Enda er námið matshæft í öðrum skólum.“ Hvernig er rekstrarfyrirkomulag skólans? „Sumarskólinn í FB er rekinn af sjálfs- eignarstofnun, Fjölvali ses. Stofnunin ræð- ur kennara til starfa og sér að öllu leyti um reksturinn. Við leigjum húsnæði, tæki og tól af FB og kaupum svo ýmsa þjónustu af skólanum.“ Er vaxandi þörf fyrir námstilboð af þessum toga og þá af hverju? „Já, það er greinilega mikil og vaxandi þörf fyrir nám af þessu tagi. Unglingar í dag vinna flestir með skólanum á veturna þannig að þeir þurfa ekki að keyra sig út á vinnu yfir sumarmánuðina eins og var kannski hér áður fyrr. Þeir hafa því rýmri tíma á sumrin og vilja halda áfram í áttina að því marki sem þeir hafa sett sér í náminu.“ Viðta l , f rétt Margir sjá vorið fyrir sér sem þann tíma þegar börnin og unglingarnir „sleppa“ úr skólastofunum eftir lang- an og strangan vetur. Sumarið er á næsta leiti og enginn skóli fyrr en næsta haust. „Vei!“ segja þau ein- hver. Sumarskólinn í FB að verða með fjölmennari framhaldsskólum 9 Þann 1. júní var undirritaður kjarasamningur milli Félags framhaldsskólakennara f.h. Kennarasambands Íslands annars vegar og Fjölvals ses. hins vegar um launa- greiðslur til kennara við Sumarskólann í FB sumarið 2001. Samningurinn tekur mið af gildandi kjarasamningi framhaldsskóla. Forsendur samningsins eru þau skilyrði að kennslan uppfylli sömu kröfur og gerðar eru í kvöldskólakennslu (öldungadeildum framhaldsskóla) um fjölda stunda á einingu fyrir nemendur. Kennsla sé í höndum framhaldsskólakennara. Nemendur hafi lokið tilskildum undanfaraáföngum skv. námskrá framhaldsskóla. Í hópum séu almennt ekki fleiri en fimmtán nemendur. Gert er ráð fyrir að í nemendahópnum séu nemendur í reglulegu námi sem eru annaðhvort að flýta námi sínu, vinna upp seinkun eða bæta kunnáttu sína. Fyrir kennslu þriggja eininga áfanga fá kennarar greiddar kr. 177.936 samkvæmt samningnum, eða kr. 59.312 fyrir hverja kennda einingu. Reiknað er með að í sumar starfi um tuttugu kennarar við Sumarskólann í FB, all- ir réttindakennarar með mikla reynslu í starfi. Stéttarfélög kennara og forsvarsmenn Sumarskóla FB hafa um árabil gert með sér kjarasamning um starfsemi skólans og hefur þeirri starfsvenju verið haldið eftir að skólinn varð sjálfseignarstofnun, en það gerðist í fyrra. KÍ og Fjölval undirrita kjarasamning

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.