Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 19
Fjallað var um stöðu skóla- og fræðslu- starfs í dreifbýli á öllum skólastigum, auk fullorðinsfræðslu. Stutt erindi voru flutt um áhugavert skólastarf og rannsóknar- verkefni sem tengdust meginefni ráðstefn- unnar. Þá var efnt til umræðna um leiðir sem þóttu vænlegar til að styrkja skólastarf og efla samstarf skólafólks á ólíkum skóla- stigum hvarvetna um landið. Ellefu fyrir- lesarar voru á ráðstefnunni og komu þeir víða við, m.a. kynnti Jón Torfi Jónasson prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands nið- urstöður sínar úr rannsókn á mun á að- stöðu í dreifbýli og þéttbýli og Helga M. Steinsson skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað kom á framfæri athyglisverðum hugmyndum í fyrirlestri sínum: Hornsteinn í heimabyggð eða hvað? Hlutverk framhaldsskólans í dreifbýli. Einnig voru svokallaðir hugar- flugshópar að störfum og kynntu þeir nið- urstöður sínar í lokin. Ráðstefnan var vel skipulögð og með ólíkindum hve tókst að koma miklu og margvíslegu efni á framfæri á einum degi. Á heimasíðu Samtaka fá- mennra skóla http://www.ismennt.is/vef- ir/sfs/ er fjallað um ráðstefnuna og þar geta áhugasamir jafnframt lesið fyrirlestrana sem eru ýmist komnir á síðuna eða væntan- legir þegar þetta er ritað. „Þetta veltur allt á góðum starfsfélögum“ hugmyndir kennara fámennra skóla um stuðning í starfi er rannsóknarverkefni sem ég vann til fullnaðar meistaraprófs fyrr á þessu ári við Kennarahá- skóla Íslands undir leiðsögn Gret- ars L. Marinóssonar. Kennarasam- band Íslands veitti mér þriggja mánaða starfsstyrk til rannsókn- arinnar. Ég kannaði hugmyndir sextán kennara fámennra skóla um stuðning í starfi. Reynsla þeirra var af störfum við fámenna skóla um land allt, aldurinn var frá þrítugu til nærri sextugs þegar viðtöl voru tekin og kennararnir höfðu þá starfað við kennslu í þrjú til þrjátíu ár. Viðtölin voru tekin augliti til auglitis og einnig voru tekin tölvuviðtöl. Val viðmælenda var háð að- gengi og reynt að ná til alls dreifbýlis landsins. Hér á eftir tek ég saman helstu niður- stöður. Þar fjalla ég sérstaklega um hvað það er sem kennararnir segja að styðji sig í starfi, hvenær þeim finnist þeir þurfa stuðning, hvert þeir leiti stuðnings, hvernig stuðning þeir vilji og loks hvernig þeir fái svörun á störf sín og hver hrósi þeim. Ná- lægð, sýnileiki og traust koma fram sem lykilatriði þegar kennarar sækja sér stuðn- ing og set ég fram mynd af stuðnings- hringjum kennara eins og þeir birtast í rannsókninni. Í lokin er almenn samantekt þess sem fram kemur. Ráðstefna, rannsókn Ráðstefnan Menntun í dreifbýli sem var haldin 28. apríl sl. í Stórutjarna- skóla var vel sótt og vakti mikla at- hygli, var mál manna að hvert erindið hefði verið öðru fróðlegra. Að ráð- stefnunni stóðu Félag íslenskra leik- skólakennara, félagsvísindadeild Há- skóla Íslands, kennaradeild Háskól- ans á Akureyri, Kennaraháskóli Ís- lands, Kennarasamband Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband ís- lenskra sveitarfélaga og Samtök fá- mennra skóla. Menntun í dreifbýli 21 Þegar spurt var um hrós kom oft löng þögn og undrunarsvipur þegar kennarar fóru að leita að því hver hrósaði þeim fyrir vel unnin störf. Í síðasta tölublaði Skólavörðunnar hófst umfjöllun um líðan kennara í starfi með viðtali við Maríu Pálmadótt- ur og Sigurð Lyngdal sem kynntu sér ráðgjafarþjónustu fyrir kennara í Dan- mörku. Þetta atriði hefur lítt verið til umfjöllunar í samfélaginu en ætlunin er að fylgja því eftir í blaðinu með fleiri greinum af sama meiði. Að þessu sinni varð fyrir valinu einn fyrir- lestranna á ráðstefnunni Menntun í dreifbýli, framlag Þóru Bjarkar Jóns- dóttur kennsluráðgjafa við Skólaskrif- stofu Skagfirðinga. „Hugmyndin að þessari ráð- stefnu varð til skömmu fyrir síðustu jól hjá fólki sem hefur starfað á vett- vangi Samtaka fámennra skóla og teygir sig inn í Kennaraháskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri. Okkur þótti sem starf samtakanna hefði dregist of mikið saman og fórum að velta fyrir okkur hvað væri til ráða. Og hvað var þá til ráða? Við álitum að eitt af því sem gæti orðið gagnlegt væri meiri umræða um menntun í dreifbýli og því varð úr að sex úr okkar hópi skipuðu sjálf sig í bráðabirgðaundirbúningsnefnd og fengu leyfi ofangreindra þriggja aðila til að koma fram í þeirra nafni við að safna liði. Við ákváðum strax efni ráðstefn- unnar, að hún skyldi ná til allra skóla- stiga og yrði haldin hér á Stórutjörnum. Við buðum allmörgum aðild að ráð- stefnunni og úr varð að eftirtaldir eru formlegir aðilar með einhverjum hætti: Félag íslenskra leikskólakennara, félags- vísindadeild Háskóla Íslands, kennara- deild Háskólans á Akureyri, Kennarahá- skóli Íslands, Kennarasamband Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband ís- lenskra sveitarfélaga og Samtök fá- mennra skóla. Hlutur þessara aðila er ýmist þátttaka í undirbúningi, fyrirlestr- ar eða fjárstyrkur. Við höfum skilgreint það sem mark- mið ráðstefnunnar að efla umræður um leiðir til að styrkja skólastarf og efla samstarf skólafólks á ólíkum skólastigum hvarvetna um landið. Það er sannfæring okkar að svo víðtækt samstarf margra fé- laga og stofnana, sem vinna að menntun á ólíkum skólastigum og raunar utan hins opinbera skólakerfis, sé til góðs fyr- ir menntun í landinu.“ Úr ávarpi Ingólfs Ásgeirs Jóhannes- sonar fyrir hönd undirbúningsnefndar ráðstefnunnar.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.