Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 14
Breiðholtsskóli í neðra Breiðholti er í miðju Bakkahverfi sem afmarkast af brekku og mikilli umferðargötu. Nemendur skól- ans þurfa lítið að sækja út fyrir hverfið og er skólinn því í senn menntastofnun og félags- og menningarmiðstöð hverfisins. Í skólanum eru nú um 570 nemendur í 26 bekkjardeildum. Þar starfa 70 manns, þar af eru um 47 kennarar með mikla reynslu og margir hafa kennt lengi við skólann. Skólastarfið byggist á 32ja ára traustum grunni og hefðum, skólinn er framsækinn og þar er unnið metnaðarfullt þróunarstarf. Eitt af meginmarkmiðum skólans er að styrkja samstarf heimila og skóla enda hafa rannsóknir sýnt að stuðningur og samstarf foreldra eykur námsárangur nemenda og styrkir kennara í starfi. Undir þessar rann- sóknir tekur Ragnar Þorsteinsson skóla- stjóri í Breiðholtsskóla: „Menntun er samvinnuverkefni heimila og skóla og foreldrar nemenda í Breið- holtsskóla eru hvattir til að koma markvisst að námi barna sinna á ábyrgan og upp- byggilegan hátt. Foreldrafélög eru nauð- synlegur vettvangur til skoðanaskipta og fræðslu um uppeldi og menntun barnanna. Þau eru líka kjörinn vettvangur fyrir börn og foreldra til að kynnast í gegnum leik og félagsstörf. Foreldrar sem þekkjast innbyrðis eru hæfari til að taka á málum barna sinna og með samstöðu geta foreldr- ar stutt hver annan í uppeldisstarfinu,“ segir Ragnar. Öflugt foreldrafélag er starfandi við skól- ann. Eftir margra ára farsælt starf töldu forsvarsmenn skólans og foreldrafélagsins að þeir væru í stakk búnir til að miðla af reynslu sinni til annarra skóla og á síðasta ári hlaut Breiðholtsskóli ásamt Engjaskóla styrk frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur til að vera móðurskóli í foreldrastarfi. Verkefnið er til þriggja ára en hlutverk móðurskóla er þrískipt. Byggja á upp fyrir- myndar áætlun um samstarf og samskipti við foreldra. Leggja skal áherslu á upplýs- ingamiðlun og samskipti við foreldra í gegnum heimasíðu. Leitast er við að veita öðrum skólum ráðgjöf, meðal annars með því að bjóða upp á námskeið og taka á móti kennurum frá öðrum skólum og kynna fyr- ir þeim fyrirkomulag og aðstöðu. „Þetta eru hornsteinarnir og út frá þeim vinnum við. Fyrsta árið fór í vinnu og skipulagningu innan skólans, á öðru ári hefst ráðgjöf til annarra skóla og þriðja árið fer í ráðgjöfina,“ segir Ragnar og bendir á viðurkenningarskjal sem samtökin Heimili og skóli veittu Breiðholtsskóla fyrir þróun- arstarf. Handrukkað á námskeið Breiðholtsskóli framfylgir stefnu og markmiðum í foreldrasamstarfi á ýmsan hátt og reynir að ná til foreldra allra nem- enda skólans. Margar nýjungar hafa komið fram í starfinu og margt hefur fest sig í sessi á milli ára. Í upphafi hvers árs er for- ráðamönnum boðið á skóla- og námskynn- ingu og foreldrum fyrstu bekkinga er af- hentur kynningarbæklingur við innritun barna sinna. Einnig hafa undanfarin þrjú ár verið haldin tveggja kvölda námskeið í því sem kallað er skólafærni fyrir forráðamenn sex ára barna. Mæting á þessi námskeið hefur verið ótrúlega góð, allt að 90 prósent þátttaka. „Við sendum út bréf á vorin með drög- um að dagskrá, segjum frá námskeiðinu og að einhvern tíma í ágúst muni foreldri banka upp á hjá þeim og innheimta þátt- tökutilkynningu.“ Námskeið eru líka haldin fyrir forráða- menn barna í sjöunda bekk enda telur skól- inn nauðsynlegt að búa bæði börn og for- eldra undir unglingastigið. Þar er rætt um unglingsárin og unglingadeildina sjálfa, inntökuskilyrði framhaldsskóla eru kynnt Fore ldrastarf 16 Fjölskylda, skóli og nánasta umhverfi eru sterkustu áhrifavaldar í mótun einstaklingsins. Gagnkvæm og virk upplýsingagjöf milli foreldra og starfsfólks skóla stuðlar að gagn- kvæmu trausti milli aðila. Með aukn- um kynnum foreldra af daglegu starfi í skólanum og skipulegri samvinnu um skólastarfið, t.d. í tengslum við heimanám, aukast líkur á vellíðan nemenda og árangri. ( Úr aðalnámskrá grunnskóla). Breiðholtsskóli - móðurskóli í foreldrastarfi „Ef tengslin milli skóla og heimilis eru í ólagi eru líkur á að líðan nemenda og námsárangur verði ekki eins góð og ella,“ segir Ragnar Þorsteinsson. Undanfarin þrjú ár hafa verið haldin tveggja kvölda námskeið í því sem kallað er skólafærni fyrir forráða- menn sex ára barna. Mæting á þessi nám- skeið hefur verið ótrú- lega góð, allt að 90 prósent þátttaka.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.