Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 20
Hvað styður kennara í starfi? Mikilvægi samstarfs innan skólans kom víða fram í orðum kennaranna: „...gott samstarf milli kennara er nú held ég það sem gefur manni allra mest- an stuðning.“ „En það sem mér finnst einna mestur stuðningur, dýrmætast fyrir mig per- sónulega, það eru samskiptin við sam- kennarana, séu þau á góðum og einlæg- um nótum.“ Þessar setningar eru dæmigerðar fyrir það sem kennararnir sögðu um hvað styddi þá í starfi. Þegar tekið var saman hvað þeir nefndu sem stuðning var það helst eftirfar- andi: • Samstarf innan skólans. • Samvinna milli kennara og milli skóla. • Námskeið og endurmenntun. • Aðgengi að sérfræðiþjónustu. Hvenær þurfa kennarar stuðning? Kennarar nefna fyrst og fremst að þeir þurfi stuðning við að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda, annaðhvort vegna erfiðleika við nám eða vegna hegð- unarerfiðleika. Einnig nefna þeir þörf fyrir stuðning vegna samkennslu árganga og skipulagn- ingar slíkrar kennslu, en sú þörf er fyrst og fremst þegar kennarar eru að byrja, reyndu kennararnir nefna hana ekki eins mikið. „Við að aðstoða nemendur sem eiga við námserfiðleika eða hegðunarvand- ræði að stríða.“ „Í upphafi þegar ég var að hefja sam- kennslu þurfti ég á töluverðum stuðn- ingi að halda.“ Næstum allir kennararnir nefndu þörf á stuðningi vegna bekkjarstarfs og kennslu nemenda með sérþarfir. Annað sem kallar á stuðning en færri nefna er þegar kröfur breytast. Breytingar á aðalnámskrá eða þegar farið er að kenna fag eða aldurshópi sem viðkomandi hefur ekki kennt áður kallar einnig á stuðning að mati kennar- anna. • Bekkjarstarf, skipulag og kennsla. • Að kenna nemendum með sérþarfir. • Breyttar kröfur eða breytt starf. Hvert er leitað stuðnings? Þegar kennarar eru spurðir hvert þeir leiti sér stuðnings kemur aftur fram mikilvægi sam- kennara. Til þeirra er leitað við upphaf kennslu og þeg- ar tekist er á við nýtt fag. Nokkrir nefna þó að sam- kennarar hafi ekki veitt mikinn stuðning og að þeir hafi hlotið lítinn stuðning í upphafi kennslu. „Ég myndi vilja að stuðningur færi mest fram innan skólans. Ég vil vinna á þannig stað að mér líki það vel að ég leiti fyrst aðstoðar innan þess skóla áður en ég fer að...“ Á eftir samkennurum nefna kennarar að þeir leiti til annarra kennara með reynslu eða kenn- ara innan fjölskyldu og vinahóps. Helming- ur þeirra segist leita til utanaðkomandi ráð- gjafa og skólaskrifstofu en yfirleitt eru þeir nefndir á eftir hinum í upptalningunni. • Samkennara. • Kennara með reynslu. • Utanaðkomandi ráðgjafa og skólaskrifstofu. • Fjölskyldu eða vina. Hvernig stuðning vilja kennarar? Hér kemur fram dálítill munur á þörfum eftir reynslu í starfi. Í upphafi kemur fram að kennarar eru óöruggir, þeir finna til fag- legrar óvissu og hafa litlar upplýsingar um möguleika á stuðningi í umhverfi sínu. Reynsla gerir þá öruggari í störfum og þeir vita hvert leita má og hvers er að vænta í sambandi við stuðning. Þeir eru þó enn óöruggir varðandi faglega stöðu sína og treysta sér ekki til að koma til móts við sér- þarfir nemenda þrátt fyrir reynslu. „Kennarar fámennra skóla ættu að hafa aðgang að ráðgjöf varðandi samkennslu. Sérstaklega nýútskrifaðir kennarar.“ „...einhver mæti eða taki þátt í að meta starfið mitt með mér og mínum samstarfshópi.“ Flestir nefna að þeir vilji hafa aðgang að sérfræðiþjónustu skólaskrifstofa eða öðrum utanaðkomandi ráðgjöfum þegar þeir telja sig þurfa. Athyglisvert er að í hugum kennaranna er þessi þjónusta einhvers kon- ar öryggisnet, þeir tala um að hafa aðgang að, sérfræðingar séu í umdæminu, að þeir geti fengið aðstoð þegar þeir kalla eftir henni. Samstarf innan og milli skóla er einnig talið mikill stuðningur, margir kennaranna höfðu góða reynslu af því en sögðu að sam- starf yrði að vera skipulagt og mikilvægt að því væri ætlaður tími. • Aðgang að sérfræðiþjónustu. • Ráðgjöf inn í skólastarfið. • Samstarf innan og milli skóla. Hver hrósar kennurum og hvernig fá þeir svörun á störf sín? Þá ætla ég að gera grein fyrir því sem kom helst fram þegar kennararnir voru spurðir um hver hrósaði þeim fyrir vel unnin störf og hvernig þeir fengju upplýs- ingar um störf sín. Þessar spurningar komu flatt upp á flesta. „Já, hrós í starfi, hvað er nú það? Ég man varla eftir hrósi, það er aðeins einn skólastjóri sem ég man eftir að hafi hrósað mér og talað um að ég væri dýr- mætur starfskraftur og satt að segja var það ósköp notalegt.“ Kennari með tuttugu ára starfsreynslu. Næstum allir kennararnir sögðust fá litl- ar upplýsingar um störf sín. Þegar þeir hugsuðu sig um sögðust þeir lesa þær úr líðan nemenda og viðbrögðum foreldra. Lítið er um að samstarfsaðilar eða aðrir fagaðilar ræði um starfið við kennara og þeir upplifa óöryggi með störf sín og vilja fá fagleg viðbrögð og matstæki. • Litlar eða engar upplýsingar. • Lesa helst úr líðan nemenda. • Sakna viðbragða fagaðila. Ráðstefna, rannsókn 22 Flestir nefna að fáir eða engir hrósi þeim fyrir störf sín. Fram kemur að ef hrósað er komi það helst frá foreldrum og hrós frá samstarfs- aðilum snýst aðallega um verkefni eða annan sýnilegan afrakstur. Íslenskir kennarar sóttu heim starfsfélaga sína í fámennum skóla í Skotlandi. Skoskur nemandi tekur hér á móti gjöf frá Þóru Björk fyrir hönd hópsins, í þakklætisskyni fyrir söng og dans og góða kynningu á skólanum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.