Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 10
greiðslur á fyrsta skólaári miðaðar. Eiríkur telur að ráðherra hafi með ákvörðun sinni farið í kringum lögin þegar hann heimilaði útboð á rekstri skólans á grundvelli 53. greinar grunnskólalaga sem fjallar um tilraunir í skólastarfi. Svipuð skoðun kom fram í ályktun stjórnar Félags grunnskólakennara frá 16. febrúar sl. Stjórnin telur að engin lagaleg heimild sé fyrir útboði skólastarfs í Áslandsskóla og sveitarfélag geti ekki framselt til einkaaðila skyldur sem á það eru lagðar í lögum um grunnskóla. Snýst um einkavæðingu Eiríkur segir að meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hafi ekki áhuga á að bæta skólastarf heldur ráði pólitískir draumórar ferðinni. „Strax og farið var að ræða um einhvers konar ný- breytni í skólastarfi í nýjum skóla í Áslandi var okkur ljóst að það snerist ekki um skólamál heldur einkavæðingu. Þá var því haldið fram að ákvæði í kjarasamningi kennara kæmu í veg fyrir að þetta væri hægt. Við buðum Hafnarfjarðarbæ þá upp á að gera sérstak- an kjarasamning um slíka tilraun en því var hafnað. Þetta snýst með öðrum orðum ekki um inntak skólastarfs eða skólastefnu heldur um að uppfylla kröfur meirihlutans um að einkavæða sem flest á vegum bæjarfélagsins. Nú er komið að skólakerfinu. Þetta er aðeins byrjunin ef þessir sömu stjórnar- herrar ráða áfram. Þeir virðast tilbúnir að leggja miklu meira fjár- magn í framkvæmdir ef það er í skjóli einkavæðingar. Okkur virðist þetta því vera sýndarmennska.“ Eiríkur segir að Kennarasambandið hafi í sjálfu sér aldrei verið á móti því að Hafnarfjarðarbær styddi einkaskóla. „En það sem er alvarlegast í þessu máli er að hér er ekki um að ræða venjulegan einkaskóla heldur hverfisskóla sem nemendum í hverfinu er skylt að sækja. Ég efast um að íbúum hafi verið gerð grein fyrir því þegar þeir sóttu um lóðir í hverfinu að þar yrði rekinn skóli sem hefði allt aðrar áherslur en aðrir skólar á Íslandi.“ Eiríkur segir að pólitískur flumbrugangur hafi einkennt Ás- landsskólamálið frá upphafi og meirihluti bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar virðist vera gersamlega blindur fyrir öllu öðru en einka- væðingu. „Það segir sína sögu að aðeins einn aðili bauð í rekstur- inn. Ég býst reyndar við að hann nagi sig núna í handarbökin fyr- ir að hafa ekki boðið hærra, enda er nú ljóst að bærinn hefði tekið hvaða tilboði sem væri. Ég held að þó að tilboðið hefði ver- ið umtalsvert hærra hefði meirihlutinn ekki vílað fyrir sér að taka því vegna þess að hann var einfaldlega kominn í ógöngur. Síð- ustu dagana áður en tilboðsfrestur rann út spurðist út að bæjaryf- irvöld óttuðust að ekkert tilboð bærist og þeirra biði mikil hneisa ef hætta yrði við allt saman.“ Einstaklingssamningar og feluleikur? Ekki er að fullu ljóst hvað raunverulega felst í þeirri upphæð sem samið var um á hvern nemanda í Áslandsskóla. Minnihluti bæjarstjórnar og skólastjórar í Hafnarfirði óskuðu eftir nákvæm- um upplýsingum um sambærilegan kostnað á hvern nemanda í öðrum skólum bæjarins. Þó að tölur hafi nú verið birtar er sá galli á gjöf Njarðar að ekki er tekið fram hvað liggur að baki þeim. „Grunur minn er sá að þetta sé bara hluti af blekkingar- leiknum,“ segir Eiríkur. Hafnarfjarðarbær stóð að gerð kjarasamnings við kennara um síðustu áramót ásamt öðrum sveitarfélögum sem eiga aðild að launanefnd sveitarfélaga. Bæjarfélagið er bundið af þeim samn- ingi vegna allra kennara og skólastjórnenda í grunnskólum sem bærinn rekur. Enn sem komið er hafa hins vegar hvorki Hafnarfjarðarbær né Íslensku menntasamtökin haft samráð við Kennarasambandið, hvorki varðandi ráðningu kennara né kjara- samninga. „Okkur er tjáð að ráðningarfyrirtækinu Pricewater House Cooper hafi verið falið að hafa milligöngu um ráðningu kennara að skólanum. Kennari sem hringdi þangað til að spyrjast fyrir um kjör fékk þau þau svör að launin yrðu hærri en samkvæmt gildandi kjarasamningi Kennarasambandsins. Ég hef grun um að þetta sé skrípaleikur. Einkavæðingaráformum fylgja oft yfirlýs- ingar um hærri laun sem oftast eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Yfirleitt er það þannig að starfsmanni eru boðnar eilítið fleiri krónur í launaumslagið en hann borgar mismuninn sjálfur og meira til með því að lífeyrisréttindi eru lakari, veikindaréttur rýr- ari og ráðningarfestan nánast engin. Látið er í veðri vaka að ver- ið sé að borga hærri laun en það gleymist að taka með í reikning- inn hverju menn fórna.“ Formaður Kennarasambands Íslands skrifaði Íslensku mennta- samtökunum bréf 15. maí sl. þar sem vakin er athygli á því að Einkaframkvæmd í Ás landsskóla 11 Áslandsskóli kynntur fyrir bæjarbúum á fundi í Hafnarborg.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.